Afleiðingar loðnubrests mögulega varanlegar

F.v. Takahiro Tamura, forstjóri Azuma Foods USA, Hiroshi Yamazaki, framkvæmdastjóri …
F.v. Takahiro Tamura, forstjóri Azuma Foods USA, Hiroshi Yamazaki, framkvæmdastjóri innkaupa og framleiðslu uppsjávarafurða frá Norður-Atlantshafi hjá Maruha Nichiro, Masyuki Okada, forstjóri og aðaleigandi Okada Suisan, Ryota Matsunaga, sölustjóri Suðaustur-Asíu hjá Azuma Foods, Akimasa Takuma, forstjóri og aðaleigandi Azuma Foods, og Yohei Kitayama, sölustjóri Vinnslustöðvarinnar í Japan. mbl.is/RAX

Fulltrúar þriggja japanskra fyrirtækja voru staddir á Íslandi í síðustu viku í þeim tilgangi að brýna fyrir stjórnvöldum hverjar afleiðingar loðnubrests annað árið í röð kunna að verða. Þeir segjast, í ítarlegu viðtali í ViðskiptaMogganum í dag, vilja tryggja stöðugleika á markaði og starfsöryggi hundraða starfsmanna.

„Ástæða þess að við erum á Íslandi nú er til þess að biðja um að útgefinn verði lágmarkskvóti í loðnu. Það hefur ekki verið gefinn út loðnukvóti á þessu ári og afleiðing þess er að það er ekkert hráefni til vinnslu á næstu misserum. Við virðum rannsóknirnar sem hafa verið gerðar og nauðsyn þess að veiðar séu stundaðar á vísindalegum grundvelli, en á sama tíma er nauðsynlegt að skapa áframhaldandi rekstrarforsendur [á sviði loðnuafurða] og til þess að ná því markmiði viljum við biðja þá aðila sem að máli koma að gefa út lágmarkskvóta óháð niðurstöðum [loðnuleitarinnar],“ segir Nishiro Yamazaki, framkvæmdastjóri innkaupa og framleiðslu uppsjávarafurða úr Norður-Atlantshafi hjá Maruha Nichiro.

Spurður hvaða afleiðingar það kunni að hafa verði ekki gefinn út loðnukvóti svarar Yamazaki: „Til dæmis myndi það hafa í för með sér að allar birgðir myndu klárast í júní 2020, eftir það verður ekki unnið úr neinu hráefni sem um sinn gerir það að verkum að framleiðendur verða að nýta annað hráefni eða, í versta tilfelli, segja upp starfsfólki. Hvað varðar loðnuhrogn gætum við þurft að styðjast við annað hráefni eins og síldarhrogn. Þegar hráefninu hefur verið skipt út er ekki endilega líklegt að loðnuhrognin verði tekin til notkunar á ný þó að loðnukvóti verði gefinn út á næsta ári.“

Stöðugleiki í fyrirrúmi

Akimasa Takuma, forstjóri og aðaleigandi Azuma Foods, tekur undir sjónarmið Yamazakis. „Við vinnum að lágmarki um átta hundruð til þúsund tonn af loðnuhrognum á hverju ári og blöndum það með öðrum hráefnum til þess að skapa vörurnar okkar og nemur framleiðslan um þrjú þúsund tonnum af loðnuhrognavörum á hverju ári,“ útskýrir hann og bætir við að megináhyggjuefnið sé að neytendur leiti á önnur mið ef loðnuafurðir verði ekki lengur aðgengilegar.

„Fólk er vanafast og ef neytandinn fær ekki matvælin sem hann sækist eftir í tvö ár mun hann venjast neyslu á annarri vöru. Þannig myndast mynstur sem gerir það að verkum að það er ekki öruggt að neytandinn velji aftur gömlu vöruna í jafn miklum mæli þegar hún kemur aftur á markað.“

„Það sem skiptir meginmáli er að tryggja stöðugleika í framboði hráefnisins, það er það eina sem við erum að biðja um. Taki ríkisstjórnin ákvörðun um að aðhafast ekki mun það á endanum bitna á Íslandi. Sagt hefur verið að allt bendi til þess að það verði góð loðnuvertíð á næsta ári, en neytandinn getur ekki beðið 16 til 18 mánuði,“ bætir Masayuki Okada, forstjóri og aðaleigandi Okada Suisan, við.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 114,63 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,11 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 64 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 71 kg
26.4.24 Bobby 6 ÍS 366 Sjóstöng
Þorskur 172 kg
Samtals 172 kg
26.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 328 kg
Samtals 328 kg
26.4.24 Bobby 9 ÍS 369 Sjóstöng
Þorskur 67 kg
Samtals 67 kg
26.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 326 kg
Samtals 326 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 114,63 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,11 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 64 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 71 kg
26.4.24 Bobby 6 ÍS 366 Sjóstöng
Þorskur 172 kg
Samtals 172 kg
26.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 328 kg
Samtals 328 kg
26.4.24 Bobby 9 ÍS 369 Sjóstöng
Þorskur 67 kg
Samtals 67 kg
26.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 326 kg
Samtals 326 kg

Skoða allar landanir »