„Forskot Íslands gæti breyst á komandi árum“

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, skorar á þá sem vilja …
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, skorar á þá sem vilja uppstokkun í sjávarútveginum að hugleiða hvernig skuli mæta aukinni samkeppni. mbl.is/Árni Sæberg

„Búast má við mun harðari samkeppni frá Rússlandi á alþjóðlegum fiskmarkaði á næstu árum,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), í pistli á vef samtakanna. Bendir hún á að hin aukna samkeppni er meðal annars vegna útflutningi hátæknibúnaðar frá Íslandi.

„Því er vert fyrir þá, sem telja að uppstokkunar sé þörf í íslenskum sjávarútvegi, að hugleiða hvernig mæta á samkeppninni,“ segir Heiðrún Lind. „Verði dregið úr hagkvæmni fiskveiða við Ísland verður það ekki bara tap fyrirtækjanna, heldur allra tap. Sumum finnst sjálfsagt að taka þessa áhættu, en þeir hinir sömu verða þá að taka það að sér að tryggja stöðu Íslands á alþjóðlegum markaði fyrir sjávarafurðir. Án fótfestu á alþjóðlegum markaði er íslenskur sjávarútvegur ekki fugl og enn síður fiskur.“

Tilefni orða framkvæmdastjórans er sú mikla fjárfesting sem hefur átt sér stað í fiskvinnlu og fiskiflota í Rússlandi á undanförnum misserum. Hún segir Íslendinga standa framar Rússum í vinnslu og veiðum, en „það gæti hæglega breyst á komandi árum. Íslendingar eru ekki stórir í alþjóðlegu samhengi þegar kemur að sölu sjávarafurða. Reyndar svo litlir að íslensk fyrirtæki verða sífellt að þróa og fjárfesta í nýjustu tækni og búnaði til þess að standast samkeppni.“

Þá segir Heiðrún Lind mörg innlend tækni- og iðnfyrirtæki hafa náð fótfestu vegna fjárfestinga sjávarútvegsfyrirtækja og að þau séu nú fær um að flytja út tæknilausnir fyrir tugi milljarða á ári, meðal annars til Rússlands.

„Nema hvað Rússar stefna á sömu markaði og Íslendingar. Samkeppnin frá rússneskum sjávarútvegi er með öðrum orðum að aukast, og það með hjálp okkar Íslendinga. Rússar hafa sérstaklega leitað í smiðju íslenskra fyrirtækja þegar kemur að endurnýjun fiskvinnslu og skipa. Nú þegar eru Rússar byrjaðir að smíða, eða hyggjast smíða, 43 skip og 23 fiskvinnslur. Stærstu skipin eru yfir 100 metrar á lengd. Umfang fjárfestinga er hreint ótrúlegt og það er ekki síst að þakka ýmiss konar efnahagslegum hvötum sem rússnesk stjórnvöld hafa innleitt til að styðja við þessa vegferð,“ segir framkvæmdastjórinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »