Nýr Vilhelm Þorsteinsson til Íslands fyrir jól

Nýr Vilhelm Þorsteinsson EA var sjósettur hjá skipasmíðastöðinni í Póllandi. …
Nýr Vilhelm Þorsteinsson EA var sjósettur hjá skipasmíðastöðinni í Póllandi. Skrokkur skipsins hafði verið tilbúið til sjósetningar í átta vikur en henni var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Ljósmynd/Samherji

Nýr Vilhelm Þorsteinsson EA var sjósettur af skipasmíðastöðinni Karstensens Skibsværft í Gdynia í Póllandi 12. júní síðastliðinn og er búist við að þessi nýsmíði Samherja hf. verði lokið fyrir jól, að því er segir í færslu á vef fyrirtækisins. „Um er að ræða nýsmíði sem við höfum beðið eftir með töluverðri eftirvæntingu,“ er haft eftir Kristjáni Vilhelmssyni, framkvæmdastjóra útgerðarsviðs Samherja.

Fram kemur að skrokkur skipsins hafi verið tilbúinn til sjósetningar fyrir átta vikum en vegna kórónuveirufaraldursins var ekki að ráðist í hana fyrr en í þessum mánuði.

Nýr Vilhelm Þorsteinsson EA skipasmíðastöðin í Gdynia í Póllandi
Nýr Vilhelm Þorsteinsson EA skipasmíðastöðin í Gdynia í Póllandi Ljósmynd/Samherji

Hinn nýi Vilhelm Þorsteinsson hefur burðargetu sem nemur 3.000 tonnum af kældum afurðum og mun taka við af núverandi Vilhelmi Þorsteinssyni EA 11, en hann kom nýr til landsins fyrir tveimur áratugum.

„Skrifað var undir samninga vegna smíði skipsins hinn 4. september 2018 en þann dag hefðu tvíburarnir Baldvin og Vilhelm Þorsteinssynir orðið 90 ára. Búnaður skipsins verður einstaklega góður, bæði hvað varðar veiðarnar sjálfar og meðferð aflans en einnig hvað varðar vinnuaðstöðu og vistarverur áhafnar,“ segir Kristján.

Stýrihúsinu komið fyrir.
Stýrihúsinu komið fyrir. Ljósmynd/Samherji
Nýr Vilhelm Þorsteinsson EA við bryggju.
Nýr Vilhelm Þorsteinsson EA við bryggju. Ljósmynd/Samherji

Þegar sjósetning fer fram er hjólabúnaður settur undir skrokkinn og hann færður út á flotpramma sem er síðan dreginn frá bryggjunni og út á nægilegt dýpi. Sjó er þá dælt í tanka prammans þannig að hann fer á kaf nægilega mikið til þess að skipið fljóti, segir á vef Samherja.

Þá segir að í byrjun síðustu viku hafi verið komið fyrir tveimur aðalvélum skipsins, stýrishúsinu með einni íbúðarhæð undir og radarmastri. Unnið verður áfram að skipinu í nokkra daga áður en það er dregið til Skagen í Danmörku og smíðinni lokið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 392,71 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 306,71 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 199,48 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 77,57 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 109,66 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 152,75 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Sigrún GK 97 Grásleppunet
Grásleppa 1.491 kg
Þorskur 132 kg
Rauðmagi 13 kg
Samtals 1.636 kg
26.4.24 Magnús Jón ÓF 14 Grásleppunet
Grásleppa 1.223 kg
Þorskur 215 kg
Ufsi 51 kg
Ýsa 38 kg
Samtals 1.527 kg
26.4.24 Lundey SK 3 Grásleppunet
Grásleppa 680 kg
Þorskur 161 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 856 kg
26.4.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 1.393 kg
Þorskur 97 kg
Samtals 1.490 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 392,71 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 306,71 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 199,48 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 77,57 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 109,66 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 152,75 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Sigrún GK 97 Grásleppunet
Grásleppa 1.491 kg
Þorskur 132 kg
Rauðmagi 13 kg
Samtals 1.636 kg
26.4.24 Magnús Jón ÓF 14 Grásleppunet
Grásleppa 1.223 kg
Þorskur 215 kg
Ufsi 51 kg
Ýsa 38 kg
Samtals 1.527 kg
26.4.24 Lundey SK 3 Grásleppunet
Grásleppa 680 kg
Þorskur 161 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 856 kg
26.4.24 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 1.393 kg
Þorskur 97 kg
Samtals 1.490 kg

Skoða allar landanir »