Vorum teknir algjörlega af lífi

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherji, vísaði því á bug í útvarpsþættinum Sprengisandi að fyrirtækið hefði greitt mútur í Namibíu til að fyrirtækið gæti sölsað undir sig kvóta í landinu.

„Svarið er bara nei. Yfir höfuð voru þetta allt greiðslur fyrir veiðiheimildir.“

Hann bætti við að einhverjar greiðslur hafi farið til ráðgjafa og Samherji muni sýna fram á að fyrirtækið hafi ekki verið að múta fólki.

Hann sagði málið hafa verið sér erfitt og þar hafi Ríkisútvarpið verið í aðalhlutverki.

Um miðjan september er fyrirhugaður fundur með norskum lögmönnum sem rannsaka Namibíumálið fyrir Samherja í samræmi við ósk héraðssaksóknara.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Ljósmynd/Samherji

Þorsteinn sagði að sama fólkið hafi beitt sér í Namibíumálinu og í Seðlabankamálinu gegn fyrirtækinu og nefndi bæði RÚV og Oddnýju Harðardóttur, þingmann Samfylkingarinnar, sem var fjármálaráðherra þegar Seðlabankamálið hófst. „Við vorum teknir margir einstaklingar algjörlega af lífi,“ sagði hann um Seðlabankamálið og nefndi bæði stjórnmálamenn og blaðamenn í því samhengi.

Þorsteinn Már sagði að Ríkisútvarpið og Seðlabankinn hefðu verið í samstarfi þegar umfjöllun hófst um meinta sölu Samherja á karfa til dótturfélags erlendis á undirverði.

„Auðvitað voru samskipti á milli þeirra og þeir voru að búa þetta til saman,“ sagði hann. „Þetta var þrælvel skipulagt þegar þetta var farið út.“

Hann sagði Helga Seljan, fréttamann RÚV, hafa gengið á milli stofnana til að reyna að búa til mál á hendur fyrirtækinu.

Gagnrýndi vinnubrögð RÚV harðlega

Spurður út í Youtube-myndband frá Samherja þar sem Helgi er sakaður um að hafa átt við gögn sagði Þorsteinn Már að fyrirtækið hefði fengið ný gögn og að aldrei hefði fengist efnisleg umræða um Seðlabankamálið og hvernig það byrjaði.

„Við vildum nýta þessa aðferð til að koma okkar málum á framfæri,“ sagði hann og bætti við að það hafi að sjálfsögðu ekki verið gert í gegnum RÚV.

Þorsteinn Már gagnrýndi vinnubrögð RÚV og sagði Samherja engan aðgang hafa að stofnuninni. Sömuleiðis gagnrýndi hann fréttamann RÚV fyrir að tjá sig um málið á samfélagsmiðlum. „Er það eðlilegt að klukkan þrjú er fréttamaður að tjá sig á samfélagsmiðlum og hrauna yfir okkur? Síðan kemur hann fram sem hlutlaus og faglegur fréttamaður klukkan sjö.“

Spurður hvers vegna Samherji beiti ekki sjálfur vandaðri vinnubrögðum, meðal annars í ljósi þess að starfsmaður þeirra hafi tekið upp samtal við Helga án vitundar hans, sagði Þorsteinn að Seðlabankamálið hefði kostað hann óhemjumikið og að Samherji hefði aldrei fengið að fara í málið efnislega. Hann bætti við að búið væri að sýkna fyrirtækið alls staðar í tengslum við málið.

„Þú verður að horfa til baka hvernig það var ráðist á fyrirtækið,“ sagði hann og bætti við að útilokað sé að styðja vinnubrögð RÚV í málinu.

Þorsteinn Már óskaði einnig eftir því að Samherji fengi gögnin sem Kastljós lagði til grundvallar umfjöllun sinni árið 2012 um meinta karfasölu á undirverði.

„Hvað tekur margar mínútur að ljósrita eina skýrslu?“ sagði hann og spurði hvers vegna hún hefði ekki verið borin undir fyrirtækið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »