„Gjörsamlega galin“ vinnubrögð Seðlabankans

Þorsteinn Már Baldvinsson við upphaf aðalmeðferðar í máli Samherja gegn …
Þorsteinn Már Baldvinsson við upphaf aðalmeðferðar í máli Samherja gegn Seðlabanka Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sagði í aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að vinnubrögð Seðlabanka Íslands í málarekstri bankans gegn fyrirtækinu hefðu verið „gjörsamlega galin“.

Um er að ræða aðalmeðferð í skaðabótamáli útgerðarfélagsins gegn Seðlabankanum.  Skaðabótamálin eru tvö. Annars vegar mál Samherja gegn bankanum og hins vegar mál Þorsteins Más. Krafist er bóta fyrir fjárhagstjón og að bætt verði fyrir kostnað vegna málareksturs SÍ gegn Samherja og Þorsteini. Einnig er miskabóta krafist í báðum málunum.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Þorsteinn ræddi vinnubrögð bankans eftir að hann var spurður um hvernig Verðlagsstofu finnur út verð á fiski. Hann sagði að þegar fiskur væri seldur til útlanda drægist frá kostnaður og vísaði hann í kjarasamninga þess efnis. Verðlagsstofa skiptaverðs ákveði verðið á milli aðila og menn fari eftir því.

„Þetta er dæmi um hversu gjörsamlega galin vinnubrögð Seðlabankans eru,“ sagði hann en var í framhaldinu stöðvaður af dómara og beðinn um að svara spurningunni á skýran hátt.

Þorsteinn var jafnframt spurður út í starfsemi Axels ehf., dótturfyrirtækis Samherja. Hann hafði lítið að segja um starfsemina. Sagði hann það í eigu Samherja og kvaðst ekki skilja tilgang spurningarinnar.  

Þorsteinn var spurður út í kostnaðinn sem Samherji hefur þurft að leggja út vegna málarekstursins, meðal annars launagreiðslur til starfsmanna sinna, þar á meðal Örnu Bryndísar Baldvins McClure lögmanns og Sigursteins Ingvarssonar, fyrrverandi fjármálastjóra Samherja.

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Var honum gríðarlegt áfall“

Þorsteinn sagði Seðlabanka Íslands hafa keyrt málið í gegnum fjölmiðla og að fjármálastjórinn hafi verið ásakaður um tugmilljónabrot. Hann sagði niðurstöðu Samherja hafa verið að fyrirtækið hefði skilað gjaldeyri af kostgæfni.

„Þetta var honum gríðarlegt áfall,“ sagði Þorsteinn og átti þar við ásakanirnar í hans garð. Hann bætti við að hann hefði veikst og væri ekki enn búinn að jafna sig. „Hann hefur aldrei jafnað sig á þessum þungu ásökunum sem sem stóðu yfir í mörg ár,“ sagði hann og nefndi að hann hefði hætt vegna þess að hann var óvinnufær vegna ásakana Seðlabankans á hendur honum.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Veltu við hverjum steini

Arna Bryndís Baldvins McClure, lögmaður Samherja, bar næst vitni. Hún var spurð út í störf sín og sagðist hún hafa verið fengin til að halda utan um ásakanir Seðlabankans á hendur Samherja. Vegna þess hve óljósar þær hafi verið en umfangsmiklar hafi þurft að velta við hverjum steini í starfsemi fyrirtækisins. Hún nefndi að þegar málareksturinn hófst hafi fréttir um það strax verið komnar í fjölmiðla bæði hér heima og erlendis. Hún sagði Samherja hafa áttað sig á því þá að málið væri mjög alvarlegt en að fyrirtækið hefði ekki áttað sig á því um hvað það snerist. „Það var farið í að afla upplýsinga frá Seðlabankanum hvort Samherji hefði verið að gera eitthvað rangt.“ Ef það hefði verið rétt átti að tryggja að það myndi ekki halda áfram. Talað var við starfsfólk og farið í gegnum ákvarðanatökur, sagði hún.

Í framhaldinu fóru að renna á hana tvær grímur um hvort Seðlabankinn hefði ekki haft í höndunum það sem hann vildi meina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,22 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Guðborg NS 336 Grásleppunet
Þorskur 326 kg
Ýsa 66 kg
Skarkoli 47 kg
Samtals 439 kg
26.4.24 Oddverji SI 76 Grásleppunet
Grásleppa 1.934 kg
Þorskur 146 kg
Ýsa 42 kg
Skarkoli 30 kg
Ufsi 20 kg
Steinbítur 5 kg
Rauðmagi 1 kg
Samtals 2.178 kg
26.4.24 Hrönn NS 50 Grásleppunet
Grásleppa 2.040 kg
Þorskur 49 kg
Skarkoli 11 kg
Steinbítur 5 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 2.108 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,22 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Guðborg NS 336 Grásleppunet
Þorskur 326 kg
Ýsa 66 kg
Skarkoli 47 kg
Samtals 439 kg
26.4.24 Oddverji SI 76 Grásleppunet
Grásleppa 1.934 kg
Þorskur 146 kg
Ýsa 42 kg
Skarkoli 30 kg
Ufsi 20 kg
Steinbítur 5 kg
Rauðmagi 1 kg
Samtals 2.178 kg
26.4.24 Hrönn NS 50 Grásleppunet
Grásleppa 2.040 kg
Þorskur 49 kg
Skarkoli 11 kg
Steinbítur 5 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 2.108 kg

Skoða allar landanir »