Góð vertíð en langt að sigla

Afla dælt úr Berki NK yfir í Beiti NK, en …
Afla dælt úr Berki NK yfir í Beiti NK, en auk þeirra hafa Bjarni Ólafsson AK og Margrét EA haft samstarf um veiðar. mbl.is/Helgi Freyr Ólason

Ætla má að útflutningsverðmæti makríls í ár verði hátt í 25 milljarðar, en makrílvertíðinni lýkur senn og nokkur skip hafa þegar lokið veiðum og snúið sér að veiðum á síld. Á Kolbeinseyjarsvæðinu hafa Færeyingar verið við veiðar á norsk-íslenskri síld og fréttir borist af stórri og góðri síld.

Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, segir að heilt yfir hafi makrílvertíðin gengið vel. „Óneitanlega hefur það sett mikinn svip á vertíðina að minni veiði hefur verið í íslenskri lögsögu heldur en síðustu ár og langt verið að sækja makrílinn í Síldarsmuguna,“ segir Gunnþór.

„Það er áhyggjuefni hversu lítið hefur verið af makríl við Ísland í sumar og full ástæða til að velta því fyrir sér hvað veldur, en trúlega hafa aðstæður í umhverfinu áhrif. Undanfarin ár hefur fiskurinn verið stærri, sem við höfum verið að veiða og það hefur vantað smærri fiskinn inn í veiðina hér heima. Þegar við vorum að veiðum á heimamiðum í sumar gerði síldin okkur erfitt fyrir því hún var blönduð við makrílinn.“

2/3 úr Síldarsmugunni

Það er ekki ofsögum sagt að lítið hafi verið af makríl við Ísland og dregið úr vestlægum göngum makríls. Í niðurstöðum mælinga á makrílgöngum á norðurslóðir kemur fram að í íslenskri lögsögu mældust tæplega 546 þúsund tonn af makríl í sumar eða 4,38% af því sem mældist í leiðangrinum. Hlutfallið á Íslandsmiðum hefur lækkað síðustu þrjú ár og til samanburðar má nefna að árin 2015 og 2017 var það um 37% af heildinni.

Miðað við vísitölur má áætla að tæplega 3,9 milljónir tonna af makríl hafi verið í lögsögunni þegar mest var árið 2017 eða um sjö sinnum meira en í ár, að því er fram kom í Morgunblaðinu í síðasta mánuði. Á sama tíma var vísitala lífmassa makríls á leiðangurssvæðinu metin alls 12,3 milljónir tonna í ár sem er 7% hækkun frá árinu 2019 og er mesti lífmassi sem mælst hefur frá upphafi þessara leiðangra árið 2007.

Gunnþór Ingason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Gunnþór Ingason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.

Íslensku skipin hafa síðustu vikur nánast eingöngu sótt makríl í Síldarsmuguna. Samkvæmt uplýsingum á vef Fiskistofu var á þriðjudag búið að landa tæplega 140 þúsund tonnum af makríl, en heildarúthlutun til íslenskra skipa í ár er um 168 þúsund tonn. Af afla ársins hafa rúm 43 þúsund tonn veiðst í íslenskri lögsögu, tæplega þúsund tonn sem meðafli á kolmunnaveiðum við Færeyjar og rúmlega 94 þúsund tonn eða um 66% í Síldarsmugunni. Þessi hlutfallstala á eftir að hækka, þar sem þessa dagana er eingöngu veitt í Síldarsmugunni. Í fyrra voru 66 þúsund tonn veidd í íslenskri lögsögu, en 62 þúsund í Síldarsmugunni.

Veiðisamstarf fjögurra skipa

„Það hefur lengra verið að sækja makrílinn í ár heldur en síðustu ár,“ segir Gunnþór. Framan af var útlitið ekki gott, talsvert var fyrir þessu haft og miklar siglingar. Eftir að veiði fór almennilega af stað í Síldarsmugunni eftir miðjan ágúst hefur verið góð veiði og gengið vel. Í sumar hafa Börkur, Beitir, Bjarni Ólafsson og Margrét verið í veiðisamstarfi, sem hefur gefist vel. Þá hefur verið veitt í eitt skipanna hverju sinni og það síðan siglt heim með aflann, en rúmlega 30 tíma sigling er af miðunum til Norðfjarðar. Þegar langt er að sækja, veiðin kannski treg og dregst á langinn er dýrt að vera með slatta í öllum bátunum.“

Búið er að taka á móti um 28 þúsund tonnum af makríl hjá Síldarvinnslunni hf. og megnið hefur farið til vinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar þar sem vinnsla hefur hefur verið nokkuð stöðug seinni hluta vertíðar. Gunnþór segir að markaðir fyrir makrílafurðir hafi verið viðunandi, en mest fer af makrílnum til landa í austurhluta Evrópu. Á tímabili hafi talsverð áta verið í fiskinum, sem hafi rýrt gæðin. Verð hafi aðeins gefið eftir í erlendri mynt frá síðasta ári.

Gunnþór segir að fregnir af síld við Kolbeinsey lofi góðu um framhaldið, auk þess sem mjög mikið hafi verið af síld í lögsögunni í sumar og þvælst fyrir við makrílveiðar við landið.

Á heimasíðu Síldarvinnslunnar var eftirfarandi haft eftir Tómasi Kárasyni, skipstjóra á Beiti, í vikunni: „Núna er maður bara farinn að hugsa um síld. Mér líst afar vel á síldarvertíð og það virðist vera nóg af henni. Færeyska skipið Finnur fríði fékk til dæmis 1.600 tonn af 460 gramma síld við Kolbeinsey á dögunum. Þetta var sem sagt sannkölluð stórsíld og svona fréttir fá mann til að hyggja að síldinni.“

Veturseta á Rauða torginu?

Hjörvar Hjálmarsson, skipstjóri á Berki, var líka bjartsýnn: „Það er fullt af síld hérna austur af landinu og hún gengur jafnvel inn á firði. Kannski dólar hún sér hérna og safnast svo saman og hefur vetursetu á Rauða torginu eins og í gamla daga. Hver veit?“ spurði Hjörvar á heimasíðu Síldarvinnslunnar, en Börkur fór til síldveiða á þriðjudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 23.10.20 295,06 kr/kg
Þorskur, slægður 25.10.20 318,19 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.10.20 352,58 kr/kg
Ýsa, slægð 25.10.20 310,42 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.10.20 81,00 kr/kg
Ufsi, slægður 25.10.20 162,08 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 25.10.20 165,35 kr/kg
Litli karfi 15.10.20 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.10.20 Harðbakur EA-003 Botnvarpa
Ufsi 909 kg
Steinbítur 323 kg
Karfi / Gullkarfi 294 kg
Samtals 1.526 kg
25.10.20 Hásteinn ÁR-008 Dragnót
Ýsa 15.361 kg
Ýsa 9.744 kg
Þorskur 1.761 kg
Sandkoli 792 kg
Skarkoli 621 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 196 kg
Langlúra 130 kg
Lúða 27 kg
Langa 10 kg
Skötuselur 8 kg
Karfi / Gullkarfi 2 kg
Steinbítur 1 kg
Samtals 28.653 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 23.10.20 295,06 kr/kg
Þorskur, slægður 25.10.20 318,19 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.10.20 352,58 kr/kg
Ýsa, slægð 25.10.20 310,42 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.10.20 81,00 kr/kg
Ufsi, slægður 25.10.20 162,08 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 25.10.20 165,35 kr/kg
Litli karfi 15.10.20 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.10.20 Harðbakur EA-003 Botnvarpa
Ufsi 909 kg
Steinbítur 323 kg
Karfi / Gullkarfi 294 kg
Samtals 1.526 kg
25.10.20 Hásteinn ÁR-008 Dragnót
Ýsa 15.361 kg
Ýsa 9.744 kg
Þorskur 1.761 kg
Sandkoli 792 kg
Skarkoli 621 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 196 kg
Langlúra 130 kg
Lúða 27 kg
Langa 10 kg
Skötuselur 8 kg
Karfi / Gullkarfi 2 kg
Steinbítur 1 kg
Samtals 28.653 kg

Skoða allar landanir »