Enginn fari óskimaður um borð

Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar í Grindavík.
Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar í Grindavík. mbl.is/RAX

„Þetta er hrikalegt bara,“ segir Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Þorbjarnar hf. sem gerir út línubátinn Valdimar GK, um kórónuveirusmitin fjórtán sem komu upp þar um borð.

„Þetta getur blossað upp hér og þar en það er verst þegar þetta blossar upp í áhöfn. Þarna er samfélagið svo þröngt og náið að það kemst nánast enginn undan því að smitast, ef svona smit kemur þar upp á annað borð,“ segir Gunnar.

Tveir í sóttkví á Djúpavogi 

Spurður út í líðan skipverjanna fjórtán sem smituðust segir hann að veiran leggist misjafnlega þungt á þá. Sumum líður illa en einhverjir eru ekki enn farnir að finna fyrir einkennum.

Einhverjir eru í sóttkví eftir að hafa átt samskipti við skipverjana, meðal annars tveir austur á Djúpavogi. Að sögn Gunnars eru skipverjarnir alls staðar að af landinu, meðal annars frá Hafnarfirði, Reykjavík og Akranesi. Aðeins einn til tveir eru úr Grindavík þaðan sem báturinn gerður út.

Valdimar GK í Njarðvíkurhöfn fyrr í dag.
Valdimar GK í Njarðvíkurhöfn fyrr í dag. mbl.is/Sigurður Bogi

Skipstjórinn einangraði sig frá áhöfninni

Þegar Gunnar er beðinn að rekja það sem gerðist segir hann að á fimmtudaginn í síðustu viku hafi skipverji um borð veikst. Þegar farið var að kanna málið kom í ljós að annar hafði veikst sem hafði verið með skipverjunum í síðasta túr en sá hafði farið heim til sín í frí. Tekið var strax af honum sýni og reyndist það jákvætt. Fyrir vikið var gengið út frá því að sá sem var veikur um borð væri líka smitaður af veirunni. Eftir þetta fjölgaði þeim sem voru veikir um borð og voru þeir orðnir sex til sjö þegar báturinn kom til hafnar.

Spurður út í starfsemina um borð í bátnum vegna veikindanna segir hann að veiku mennirnir hafi verið inni í sínum klefum. Skipstjórinn og stýrimaðurinn einangruðu sig frá áhöfninni til að skipið væri áfram stjórntækt. Á þessum tímapunkti vissu menn ekki hverjir höfðu sýkst um borð. „Þetta gekk mjög vel allt saman. Við vorum fegnir því að þeim tókst að komast klakklaust í land.“

Það var svo ekki fyrr en í gær sem ljóst var að allir um borð höfðu smitast, þar á meðal skipstjórinn og stýrimaðurinn.

Frá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.
Frá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Vilja breyta vinnulaginu 

Áður en smitin blossuðu upp var búið að gera ráð fyrir því að báturinn færi í slipp þessa vikuna. Þó er ljóst að einhvern tíma í viðbót tekur að fá afla af skipinu, mögulega þrjár til fjórar vikur, útskýrir Gunnar, sem bætir við að menn komist misjafnlega undan veirunni, sem feli einnig í sér óvissu fyrir útgerðina.

Spurður hvort það komi til greina að skima menn framvegis áður en þeir fara um borð segir hann að það hafi verið gert með frystiskip Þorbjarnar hf. Þjónustan hafi aftur á móti ekki fengist fyrir línubátana því ferðirnar þeirra séu styttri, eða fjórir til fimm dagar, og skiptin á mannskapnum örari. „En við höfum hug á því að reyna að breyta vinnulaginu og að helst fari enginn um borð nema hann fari í skimun. Það er okkar markmið,“ segir Gunnar.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 29.10.20 476,44 kr/kg
Þorskur, slægður 29.10.20 416,97 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.10.20 313,00 kr/kg
Ýsa, slægð 29.10.20 304,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.10.20 92,07 kr/kg
Ufsi, slægður 29.10.20 174,61 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 29.10.20 225,30 kr/kg
Litli karfi 27.10.20 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.10.20 Hafrún HU-012 Dragnót
Þorskur 1.270 kg
Ýsa 227 kg
Samtals 1.497 kg
29.10.20 Straumey EA-050 Lína
Þorskur 452 kg
Langa 8 kg
Steinbítur 5 kg
Karfi / Gullkarfi 3 kg
Hlýri 1 kg
Samtals 469 kg
29.10.20 Stakkhamar SH-220 Lína
Ýsa 142 kg
Þorskur 27 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 172 kg
29.10.20 Særif SH-025 Lína
Þorskur 3.097 kg
Ýsa 306 kg
Steinbítur 25 kg
Skarkoli 2 kg
Lýsa 1 kg
Samtals 3.431 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 9.9.20 961,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 29.10.20 476,44 kr/kg
Þorskur, slægður 29.10.20 416,97 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.10.20 313,00 kr/kg
Ýsa, slægð 29.10.20 304,77 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.10.20 92,07 kr/kg
Ufsi, slægður 29.10.20 174,61 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.20 192,00 kr/kg
Gullkarfi 29.10.20 225,30 kr/kg
Litli karfi 27.10.20 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.10.20 Hafrún HU-012 Dragnót
Þorskur 1.270 kg
Ýsa 227 kg
Samtals 1.497 kg
29.10.20 Straumey EA-050 Lína
Þorskur 452 kg
Langa 8 kg
Steinbítur 5 kg
Karfi / Gullkarfi 3 kg
Hlýri 1 kg
Samtals 469 kg
29.10.20 Stakkhamar SH-220 Lína
Ýsa 142 kg
Þorskur 27 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 172 kg
29.10.20 Særif SH-025 Lína
Þorskur 3.097 kg
Ýsa 306 kg
Steinbítur 25 kg
Skarkoli 2 kg
Lýsa 1 kg
Samtals 3.431 kg

Skoða allar landanir »