Seint í gærkvöldi var aðstoð varðskipsins Þórs afturkölluð eftir að eldur hafði komið upp í færeysku flutningaskipi sem var á leið með laxeldisfóður frá Bretlandseyjum til Þingeyrar. Var skipið miðju vegu á milli Færeyja og Íslands þegar neyðarkall kom, en skipið var vélarvana eftir eldsvoðann.
Ásamt Þór var varðskipið Brimill frá Færeyjum sent á vettvang. Á tólfta tímanum hafði tekist að koma vélum skipsins aftur í gang og var Þór snúið við meðan Brimill fór á vettvang. Er skipið nú á leið til Færeyja ásamt varðskipinu.