Með augastað á lýsisrisunum í Noregi

Snorri Hreggviðsson og Erlingur Leifsson stýra Margildi í dag. Þeir …
Snorri Hreggviðsson og Erlingur Leifsson stýra Margildi í dag. Þeir sjá fram á áhugaverð tækifæri í Noregi fyrir lýsisframleiðslu úr uppsjávarfiski. mbl.is/Árni Sæberg

Starfsemi nýsköpunarfyrirtækisins Margildis hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum og fyrirtækið náð fótfestu á erlendum mörkuðum með vörur sínar. Framleiðslan grundvallast á einkaleyfisvarinni kaldhreinsiaðferð sem Snorri Hreggviðsson og Magnús Valgeir Gíslason þróuðu til fullvinnslu hrálýsis úr uppsjávartegundum á borð við síld, makríl og loðnu. „Lýsið sem Margildi framleiðir er unnið úr fersku hráefni sem tryggir mikil bragðgæði þannig að lýsisneysla verður eintóm ánægja,“ segir Snorri.

„Hugmyndin kviknaði við tveggja manna tal sem ég átti yfir rauðvínsglasi með vini mínum sem veit eitt og annað um lýsisvinnslu og ómega-3-fitusýrur,“ segir Snorri söguna. „Samtalið barst út í það hvernig mætti nýta betur og fullvinna til manneldis það frábæra hráefni sem skapast við veiðar og vinnslu á íslenskum uppsjávarfisktegundum.“ Erlingur Viðar Leifsson gekk fljótlega til liðs við Snorra og saman stofnuðu þeir Margildi til að fylgja hugmyndinni eftir.

Með vægt bragð og lykt

Það lýsi sem verður til við vinnslu uppsjávartegunda er ríkt að eftirsóknarverðum næringarefnum en hafði, þar til Margildi hóf starfsemi, aðallega nýst til framleiðslu dýrafóðurs fyrir fiskeldi því ekki var hægt að fullvinna það til matvælaframleiðslu. Hefur Margildi í dag fengið einkaleyfi fyrir hreinsunaraðferð sinni bæði á Íslandi og í Evrópu og stendur umsóknarferli yfir í Bandaríkjunum, Kanada, Kína og víðar.

Á erlendum mörkuðum selur Margildi fjórar vörur. Astaxanthín-lýsið sameinar tvær …
Á erlendum mörkuðum selur Margildi fjórar vörur. Astaxanthín-lýsið sameinar tvær gerðir af ofurfæðu í einni flösku. Árni Sæberg

Með hreinsunninni fæst lýsi í hæsta gæðaflokki sem hefur ýmsa kosti fram yfir hefðbundið lýsi sem unnið er úr lifur bolfisktegunda eins og þorsks og ufsa. „Uppsjávarfisktegundir hafa styttri líftíma og fyrir vikið er fiskurinn að miklu leyti laus við snefilefni á borð við þungmálma og þráavirk efni sem ella þyrfti að fjarlægja með ýmsum hreinsunaraðferðum. Mestur er samt munurinn á bragðgæðunum og hefur lýsi úr uppsjávarfiski mildara bragð, m.a. vegna þess að það er unnið úr mjög fersku hráefni,“ upplýsir Snorri en vörur félagsins hafa hlotið „Superior Taste Awards“-viðurkenningu hinnar virtu alþjóðlegu matargæðastofnunar International Taste Institute fyrir lyktar- og bragðgæðin.

Þar sem varan hefur vægt bragð og angan hentar hún vel til íblöndunar í önnur matvæli og byggist viðskiptalíkan Margildis meðal annars á að selja lýsið til framleiðenda sem vilja auka hlutfall hollra fitusýra í matvælum sínum. Hefur lýsi frá Margildi verið notað til að bæta ómega-3-fitusýrum í skyr, ferskt pasta, hnetusmjör, matarolíur og smjörva og gefið góða raun. „Þá hefur lýsið okkar þann eiginleika að halda gæðum sínum ríflega tvöfalt lengur en hefðbundið lýsi því það er einstaklega stöðugt og þránar því seint.“

Ofurfæðutegundum blandað saman

Á alþjóðamarkaði selur Margildi vörur sínar undir vörumerkinu Fiskolía (www.fiskolia.com) en á Íslandi selur fyrirtækið Pure Arctic-síldarlýsi (www.purearctic.is) undir sínu nafni. „Jafnframt seljum við lýsi á tunnum eða pakkað í neytendaumbúðir undir vörumerkjum annarra. Gaman er að segja frá því að við höfum náð góðum árangri í sölu síldarlýsis til Suður-Kóreu en höfum einnig selt til fjölda landa allt frá Nýja-Sjálandi og Kína til Noregs, Þýskalands, Írlands, Bretlands og Bandaríkjanna þar sem við hófum nýverið markaðsátak með opnun eigin söluskrifstofu í Connecticut,“ segir Snorri. „Gæludýramarkaðurinn lofar einnig góðu þar sem síldarlýsinu er blandað saman við gæðafóður til að bæta næringarinnihald eða notað sem fæðubótarefni og lystauki fyrir gæludýr.“

Erlendum neytendum standa í dag til boða fjórar vörur: óbragðbætt og bragðbætt síldarlýsi í flöskum, síldarlýsi í perlum og astaxanthín-blandað síldarlýsi. Íslenskir neytendur fá til viðbótar barnalýsið Krakkagott sem inniheldur minna magn vítamína í takt við daglega vítamínþörf smáfólksins.

Astaxthantín-lýsið er kallað SportOmega hérlendis en AstaxOmega erlendis og er einstök vara sem samanstendur af tveimur tegundum ofurfæðu. Íslensk fyrirtæki hafa náð góðum árangri við framleiðslu astaxthantíns sem unnið er úr þörungum sem ræktaðir eru í stýrðu umhverfi. Astaxthantín er kröftugt andoxunarefni sem þykir hafa margvísleg heilsubætandi áhrif rétt eins og og ómega-3-fitusýrurnar sem fást úr lýsi. „Íþróttafólk hefur m.a. greint það að blanda ómega-3 og astaxthantíns hjálpar líkamanum að jafna sig eftir krefjandi æfingar, dregur úr harðsperrum, bólgum og eymslum í liðamótum,“ útskýrir Snorri. „Það væri ekki hægt að blanda astaxthantín saman við hefðbundið lýsi því að oxunaráhrifin myndu valda rýrnun á astaxanthíninu en þegar því er blandað við síldarlýsi heldur það styrk sínum og útkoman er vara sem sameinar alla bestu kosti lýsis og astaxthantíns.“

Samtals hefur Margildi aflað um 250 milljóna króna frá engilfjárfestum og úr opinberum styrktarsjóðum, s.s. tækniþróunarsjóði og AVS. Fram undan er að sækja viðbótarfjármögnun svo að fyrirtækið geti komið upp sinni eigin verksmiðju en samkvæmt áætlunum félagsins verður sjóðstreymi þess jákvætt á næsta ári og veltan mun a.m.k. þrefaldast.

Sóknarfærin eru víða og er t.d. útrás til Bandaríkjanna og Kanada hafin og eins fyrirhugað að leita tækifæra í Noregi: „Noregur er nokkurs konar Kísildalur ómega-3-framleiðslu á heimsvísu en fyrirtækin þar framleiða lýsi einkum úr hráefni á borð við ansjósur og sardínur sem er flutt inn frá Suður-Ameríku og norðvesturströnd Afríku. Norðmenn veiða heilmikið magn af makríl og síld og vert að skoða hvort megi ekki leigja norskum aðilum aðgang að einkaleyfi okkar til að framleiða lýsi úr þessu hágæðahráefni, eða jafnvel að Margildi byggi upp eigin framleiðslu á Noregsmarkaði þegar fram líða stundir.“

Vaxandi skilningur á mikilvægi lýsis

Er ekki útlit fyrir annað en að lýsismarkaðurinn muni fara stækkandi. Neytendur verða æ betur meðvitaðir um heilsubætandi áhrif þeirra fitusýra sem fást úr lýsi auk þess að lýsi er ríkt að vítamínum. Í kórónuveirufaraldrinum hefur mikið verið fjallað um góð áhrif D-vítamíns á ónæmiskerfið og líklegt að eftirleiðis muni margir gæta þess að taka lýsi reglulega til að fá nægilegt magn D-vítamíns í kroppinn.

Nýverið hefur í auknum mæli verið horft til virkni lýsis í baráttunni við veirusýkingar og nefnir Snorri að Norðmenn hófu nýverið rannsókn á þessu með um 70.000 þátttakendum. „Rannsóknir hafa sýnt fram á að ómega-3-fitusýrur lýsis geta brotið niður hjúp umhverfis veirur og þannig stuðlað að eyðingu þeirra. Þessari rannsókn er ætlað að sanna þær vísbendingar sem þegar liggja fyrir og hafa verið vel þekktar í áratugi að þeir sem taka lýsi fái síður kvef, hálsbólgu eða flensu. Það virðist mikilvægt að vinna á veirunum í öndunarvegi og því best að neyta fljótandi lýsis. Við lítum á þetta sem stórt tækifæri og okkar framlag til að stuðla að bættri lýðheilsu með því að gera fólki kleift að geta neytt bæði holls og bragðgóðs lýsis.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »