Skipstjórinn sviptur réttindum í fjóra mánuði

Júlíus Geirmundsson, skip Hraðfrystihússins Gunnvarar.
Júlíus Geirmundsson, skip Hraðfrystihússins Gunnvarar. Ljósmynd/Sigurður Bergþórsson

Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri á Júlíusi Geirmundssyni, játaði sök í Héraðsdómi Vesturlands fyrir brot á sjómannalögum þegar ákæra á hendur honum var þingfest í dag. Var hann sviptur skipstjórnarréttindum til fjögurra mánaða og gert að greiða 750 þúsund krónur í sekt, með dómsátt.

Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, í samtali við mbl.is og segir að málinu sé þar með lokið.

Hópsýking kom upp í skipinu í október og sýktust 22 af 25 úr áhöfn af Covid-19, þar af sumir alvarlega. Skipverjar hafði verið á veiðum í nokkra daga þegar fyrsti skipverji sýndi einkenni veirunnar, en ekki var snúið aftur í land fyrr en eftir þrjár vikur og þá aðeins til að taka olíu en um leið voru starfsmenn skimaðir fyrir veirunni. Að svo búnu lagði skipið úr höfn á ný, en sneri til baka degi síðar eftir að niðurstöður skimana lágu fyrir.

Skipstjórinn var í kjölfarið ákærður fyrir brot gegn 34. grein laganna, en þar segir: „Ef ástæða er til að ætla að skip­verji sé hald­inn sjúk­dómi sem hætta staf­ar af fyr­ir aðra menn á skip­inu skal skip­stjóri láta flytja sjúk­ling­inn í land ef eigi reyn­ist unnt að verj­ast smit­hættu á skip­inu.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.7.21 397,56 kr/kg
Þorskur, slægður 29.7.21 362,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.7.21 393,93 kr/kg
Ýsa, slægð 29.7.21 283,06 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.7.21 124,88 kr/kg
Ufsi, slægður 29.7.21 150,85 kr/kg
Djúpkarfi 29.7.21 228,00 kr/kg
Gullkarfi 29.7.21 587,37 kr/kg
Litli karfi 14.7.21 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.7.21 62,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.7.21 Gísli ÍS-022 Handfæri
Þorskur 837 kg
Ufsi 49 kg
Samtals 886 kg
29.7.21 Sædís ÍS-067 Handfæri
Gullkarfi 20 kg
Ufsi 17 kg
Samtals 37 kg
29.7.21 Sörli ST-067 Handfæri
Ufsi 34 kg
Gullkarfi 16 kg
Samtals 50 kg
29.7.21 Marta ST-071 Handfæri
Þorskur 780 kg
Samtals 780 kg
29.7.21 Gunnar Níelsson EA-555 Handfæri
Þorskur 783 kg
Samtals 783 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.7.21 397,56 kr/kg
Þorskur, slægður 29.7.21 362,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.7.21 393,93 kr/kg
Ýsa, slægð 29.7.21 283,06 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.7.21 124,88 kr/kg
Ufsi, slægður 29.7.21 150,85 kr/kg
Djúpkarfi 29.7.21 228,00 kr/kg
Gullkarfi 29.7.21 587,37 kr/kg
Litli karfi 14.7.21 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.7.21 62,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.7.21 Gísli ÍS-022 Handfæri
Þorskur 837 kg
Ufsi 49 kg
Samtals 886 kg
29.7.21 Sædís ÍS-067 Handfæri
Gullkarfi 20 kg
Ufsi 17 kg
Samtals 37 kg
29.7.21 Sörli ST-067 Handfæri
Ufsi 34 kg
Gullkarfi 16 kg
Samtals 50 kg
29.7.21 Marta ST-071 Handfæri
Þorskur 780 kg
Samtals 780 kg
29.7.21 Gunnar Níelsson EA-555 Handfæri
Þorskur 783 kg
Samtals 783 kg

Skoða allar landanir »