Sviptur skipstjóri á Júlíusi ráðinn stýrimaður

Sýnataka undirbúin um borð í Júlíusi Geirmundssyni, þegar hann kom …
Sýnataka undirbúin um borð í Júlíusi Geirmundssyni, þegar hann kom í land eftir Covid-túrinn. Ljósmynd/mbl.is

Sveinn Geir Arnarsson, skipstjórinn á Júlíusi Geirmundsyni í túrnum þar sem meirihluti áhafnarinnar veiktist af Covid-19, hefur verið ráðinn sem fyrsti stýrimaður á sama skip fyrir næsta túr skipsins. Þetta staðfestir Bergvin Eyþórsson, skrifstofustjóri Verkalýðsfélags Vestfirðinga, í samtali við 200 mílur.

Sveinn verður þannig áfram yfirmaður á skipinu þrátt fyrir að hafa játað sök á broti á sjómannalögum og verið sviptur skipstjórnarréttindum til fjögurra mánaða um miðjan janúar. Sveini var einnig gert að greiða 750 þúsund króna sekt með dómsátt.

Áhöfnin upplifði ofbeldi 

Meirihluti skipverja um borð á Júlíusi er verulega ósáttur við ákvörðun útgerðarinnar HG um endurkomu Sveins sem yfirmanns um borð. Að sögn sjómanna á Júlíusi sem 200 mílur hafa rætt við upplifa sjómennirnir sig svívirta. Að þrátt fyrir að hafa orðið þolendur rangra og heilsuspillandi ákvarðana skipstjóra í október, sem sumir hafa beinlínis kallað ofbeldi, séu engin lög sem verja þá.

„Menn þurfa að sjálfsögðu að koma fram við hann með það í huga að hann gæti vel orðið skipstjóri aftur í sumar. Þannig að hann er í raun og veru í sömu valdastöðu og áður,“ segir sjómaður í áhöfn Júlíusar.

Þrír í áhöfn Júlíusar Geirmunds hafa þegar sagt upp störfum kjölfar frétta um endurkomu Sveins sem stýrimanns. Þá gerðu áhafnarmeðlimir með sér könnun innbyrðis þar sem hugur þeirra var kannaður gagnvart endurkomu Sveins um borð.

Þrjátíu svör bárust þar sem flestir völdu svarmöguleika um að þeir væru að íhuga uppsögn. Næstflestir sögðust ekki hafa ákveðið sig. 

Vantraust sjómanna hunsað

Að sögn sjómannanna fengu þeir að vita af endurkomu Sveins með litlum fyrirvara og samtal útgerðarinnar við starfsmenn hafi verið afar takmarkað. Eftir Covid-túrinn hafi ráðgjafarfyrirtæki verið ráðið og fjarfundir haldnir með sjómönnum, sem flestir lýstu yfir vantrausti á hendur skipstjóranum. „Svo kom tilkynning frá framkvæmdastjóra útgerðarinnar um að niðurstaða greiningarvinnunnar væri að starfsandinn um borð væri góður en ekki einu orði minnst á skipstjórann,“ segir annar sjómaður í áhöfn Júlíusar í samtali við 200 mílur. 

Óvíst með lögmæti 

Sem fyrr segir var Sveinn sviptur skipstjórnarréttindum sínum í fjóra mánuði um miðjan síðasta mánuð, sem tók gildi frá birtingu dóms. Hann hélt þó öðrum réttindum og því ráðinn sem fyrsti stýrimaður. Venjan um borð er að skipstjóri og fyrsti stýrimaður skipti með sér störfum hvorn helming sólarhringsins þannig að annar stýrir í tólf tíma og hinn í tólf tíma. Fyrsti stýrimaður stjórnar því skipinu hálfan túrinn ef svo má að orði komast. Lögmæti þess að maður sem ekki hefur gild skipstjórnarréttindi geti leyst skipstjóra af liggur ekki fyrir enda fá fordæmi til um slíkt.

Verkalýðsfélagið skoðar stöðuna

„Þetta er skítastaða sem þeir eru í,“ segir Bergvin Eyþórsson hjá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga. Hann segir málið til skoðunar hjá verkalýðsfélaginu en mun ekki tjá sig meira að svo stöddu. 

Ekki náðist í Einar Val, framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins Gunnvarar, við vinnslu þessarar fréttar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.6.25 489,14 kr/kg
Þorskur, slægður 13.6.25 696,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.6.25 494,19 kr/kg
Ýsa, slægð 13.6.25 246,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.6.25 165,36 kr/kg
Ufsi, slægður 13.6.25 258,43 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 12.6.25 12,00 kr/kg
Gullkarfi 13.6.25 199,22 kr/kg
Litli karfi 11.6.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.6.25 Eyrarröst ÍS 201 Handfæri
Þorskur 2.162 kg
Ufsi 83 kg
Karfi 21 kg
Samtals 2.266 kg
13.6.25 Kría ÍS 411 Sjóstöng
Þorskur 55 kg
Ýsa 26 kg
Ufsi 21 kg
Samtals 102 kg
13.6.25 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 117 kg
Steinbítur 75 kg
Samtals 192 kg
13.6.25 Langvía ÍS 416 Sjóstöng
Þorskur 87 kg
Samtals 87 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.6.25 489,14 kr/kg
Þorskur, slægður 13.6.25 696,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.6.25 494,19 kr/kg
Ýsa, slægð 13.6.25 246,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.6.25 165,36 kr/kg
Ufsi, slægður 13.6.25 258,43 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 12.6.25 12,00 kr/kg
Gullkarfi 13.6.25 199,22 kr/kg
Litli karfi 11.6.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.6.25 Eyrarröst ÍS 201 Handfæri
Þorskur 2.162 kg
Ufsi 83 kg
Karfi 21 kg
Samtals 2.266 kg
13.6.25 Kría ÍS 411 Sjóstöng
Þorskur 55 kg
Ýsa 26 kg
Ufsi 21 kg
Samtals 102 kg
13.6.25 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 117 kg
Steinbítur 75 kg
Samtals 192 kg
13.6.25 Langvía ÍS 416 Sjóstöng
Þorskur 87 kg
Samtals 87 kg

Skoða allar landanir »

Loka