Áslaug tilkynnti kaup á varðskipinu Freyju

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, og Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, kynntu …
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, og Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, kynntu í dag áform um kaup á nýlegu varðskipi frá nágrannalöndum Íslands. Leggur Áslaug Arna til að nýtt skip Landhelgisgæslunnar fái nafnið Freyja. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag tillögu Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um kaup á skipi sem mun gegna hlutverki varðskips hjá Landhelgisgæslunni. Þetta kom fram á blaðamannafundi um borð í varðskipinu Þór í dag.

Fyrir skömmu kom í ljós að það væri með öllu óvíst hvort og hvenær varðskipið Týr gæti snúið aftur til starfa fyrir stofnunina í kjölfar alvarlegrar bilunar og skemmda á búnaði skipsins.

Áslaug Arna segir í samtali við 200 mílur það ekki hafa verið forsvaranlegt að ráðstafa hundrað milljónum króna í viðgerð á eins gömlu skipi og varðskipið Týr er, en talið er að söluverð skipsins gæti numið 25 til 50 milljónum króna að loknum viðgerðum.

Landhelgisgæslan telur að hægt sé að kaupa nýleg og vel búin skip í góðu standi fyrir um 1-1,5 milljarða króna, að sögn Áslaugar Örnu. Bendir hún á að það gæti kostað 10 til 14 milljarða að láta smíða nýtt skip sambærilegt varðskipinu Þór.

Varðskipið Týr hefur verið í slipp frá janúar.
Varðskipið Týr hefur verið í slipp frá janúar. mbl.is/sisi

Tiltölulega nýtt skip

„Týr er auðvitað orðið 46 ára gamalt og hefur þjónað hlutverki sínu með glæsibrag, en það er ekki forsvaranleg meðferð á opinberu fé að eyða mörg hundruð milljónum í viðgerð á svona gömlu skipi,“ segir Áslaug Arna. Hún segir í ljósi hagstæðra skilyrða á mörkuðum og til að leysa brýnan vanda Gæslunnar sé skynsamlegast að festa kaup á „tiltölulega nýju“ skipi.

„Við þurfum að tryggja að Gæslan geti sinnt sínu hlutverki sem grunnstoð í öryggismálum þjóðarinnar og höfum við verið stöðugt minnt á það undanfarið rúmt ár með ýmsum náttúruhamförum og áskorunum,“ útskýrir Áslaug Arna og bætir við að skipakaupin séu til þess fallin að styrkja Landhelgisgæsluna sem hafi sinnt hlutverki sínu einkar vel.

Freyja í rekstur næsta vetur

Gert er ráð fyrir að Landhelgisgæslan hafi tvö skip til umráða næsta vetur. Spurð hvort ákvörðun hafi verið tekin um hvaða skip verði fyrir valinu, svarar dómsmálaráðherra því neitandi.

„Það er verið að horfa til nýlegra skipa í nágrannalöndum okkar. Það er verið að kanna það og það er hægt að fá hagstæð skip sem henta vel og hafa sambærilega getu og Þór. Mikla dráttargetu og sambærilegan búnað. Þessi skip eru einnig umhverfisvænni en gamla skipið.“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, og Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, um …
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, og Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, um borð í Þór í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áslaug Arna kveðst hafa lagt fyrir Georg Lárusson, forstjóra Landhelgisgæslunnar, tillögu sína um nafn hins nýja varðskips. Leggur hún til að skipið beri nafnið Freyja í samræmi við nafnahefð skipa Landhelgisgæslunnar, en skipin sækja nöfn sín í norræna goðafræði.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.12.21 421,89 kr/kg
Þorskur, slægður 1.12.21 511,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.12.21 360,59 kr/kg
Ýsa, slægð 1.12.21 366,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.12.21 218,73 kr/kg
Ufsi, slægður 1.12.21 287,37 kr/kg
Djúpkarfi 23.11.21 206,00 kr/kg
Gullkarfi 1.12.21 219,04 kr/kg
Litli karfi 20.10.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.12.21 49,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.12.21 Sæþór EA-101 Þorskfisknet
Þorskur 2.912 kg
Gullkarfi 232 kg
Ufsi 76 kg
Ýsa 63 kg
Samtals 3.283 kg
1.12.21 Sindri BA-024 Landbeitt lína
Þorskur 784 kg
Ýsa 195 kg
Samtals 979 kg
1.12.21 Þórunn Sveinsdóttir VE-401 Botnvarpa
Gullkarfi 27.122 kg
Þorskur 23.741 kg
Ýsa 22.782 kg
Samtals 73.645 kg
1.12.21 Þorleifur EA-088 Þorskfisknet
Ufsi 1.516 kg
Þorskur 772 kg
Gullkarfi 101 kg
Ýsa 13 kg
Samtals 2.402 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.12.21 421,89 kr/kg
Þorskur, slægður 1.12.21 511,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.12.21 360,59 kr/kg
Ýsa, slægð 1.12.21 366,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.12.21 218,73 kr/kg
Ufsi, slægður 1.12.21 287,37 kr/kg
Djúpkarfi 23.11.21 206,00 kr/kg
Gullkarfi 1.12.21 219,04 kr/kg
Litli karfi 20.10.21 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.12.21 49,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.12.21 Sæþór EA-101 Þorskfisknet
Þorskur 2.912 kg
Gullkarfi 232 kg
Ufsi 76 kg
Ýsa 63 kg
Samtals 3.283 kg
1.12.21 Sindri BA-024 Landbeitt lína
Þorskur 784 kg
Ýsa 195 kg
Samtals 979 kg
1.12.21 Þórunn Sveinsdóttir VE-401 Botnvarpa
Gullkarfi 27.122 kg
Þorskur 23.741 kg
Ýsa 22.782 kg
Samtals 73.645 kg
1.12.21 Þorleifur EA-088 Þorskfisknet
Ufsi 1.516 kg
Þorskur 772 kg
Gullkarfi 101 kg
Ýsa 13 kg
Samtals 2.402 kg

Skoða allar landanir »