Ekkert skip var við eftirlit

Þór við bryggju á Dalvík.
Þór við bryggju á Dalvík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hvorugt skipa Landhelgisgæslunnar var við eftirlit á sjó hluta þess tíma sem varðskipið Þór var við bryggju á Dalvík og sá byggðarlaginu fyrir rafmagni í kjölfar ofsaveðursins í seinustu viku. Þór var rafstöð Dalvíkinga í 140 klukkustundir en var aftengdur síðastliðið miðvikudagskvöld.

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir í viðtali í 200 mílum, sérblaði Morgunblaðsins um sjávarútvegsmál, að áhöfnin á Þór og sérfræðingar hafi unnið þrekvirki þegar tókst að sjá Dalvík og nærliggjandi byggðarlögum fyrir rafmagni.

Áhöfnin á Tý var í fríi

Spurður hvort nokkurt skip hafi sinnt eftirliti á meðan segir Georg: „Landhelgisgæslan gerir út tvö varðskip og tvær áhafnir. Það þýðir að yfir vetrarmánuðina er siglingaáætlun Landhelgisgæslunnar þannig að annað skipið er þrjár vikur á sjó á meðan hitt er þrjár vikur í höfn. Æskilegast væri að hafa þrjár áhafnir til að geta haft tvö skip á sjó stóran hluta ársins en það kostar fjármuni sem við eigum ekki. Fyrstu dagana á meðan varðskipið Þór var bundið við bryggju á Dalvík var fasta áhöfnin á Tý í fríi. Ráðstafanir voru gerðar til þess að manna Tý ef mikið hefði legið við.“

Að sögn Georgs gerir þarfagreining og áhættumat Landhelgisgæslunnar ráð fyrir að ætíð séu tvö varðskip á sjó hverju sinni með sambærilega getu og Þór. Eins og staðan er í dag sé annað varðskipið á sjó hverju sinni en æskilegast væri að þau væru tvö á sjó stærstan hluta ársins. „Til að svo gæti orðið þyrfti að hafa þrjú varðskip í rekstri auk þriggja áhafna,“ segir hann í Morgunblaðinu í dag. Á næstu árum sé fyrirséð að endurnýja þurfi varðskipaflota Landhelgisgæslunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 501,11 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 428,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 249,57 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 404,77 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.9.24 48,32 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Margrét GK 33 Lína
Þorskur 4.807 kg
Ýsa 3.618 kg
Steinbítur 95 kg
Ufsi 26 kg
Karfi 7 kg
Langa 1 kg
Samtals 8.554 kg
20.9.24 Gullmoli NS 37 Handfæri
Ufsi 10 kg
Samtals 10 kg
20.9.24 Valur ST 30 Handfæri
Þorskur 1.223 kg
Samtals 1.223 kg
20.9.24 Tóti NS 36 Handfæri
Ufsi 25 kg
Karfi 4 kg
Samtals 29 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 501,11 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 428,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 249,57 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 404,77 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.9.24 48,32 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Margrét GK 33 Lína
Þorskur 4.807 kg
Ýsa 3.618 kg
Steinbítur 95 kg
Ufsi 26 kg
Karfi 7 kg
Langa 1 kg
Samtals 8.554 kg
20.9.24 Gullmoli NS 37 Handfæri
Ufsi 10 kg
Samtals 10 kg
20.9.24 Valur ST 30 Handfæri
Þorskur 1.223 kg
Samtals 1.223 kg
20.9.24 Tóti NS 36 Handfæri
Ufsi 25 kg
Karfi 4 kg
Samtals 29 kg

Skoða allar landanir »