„Allir unnu þétt og vel saman“

Þyrla Landhelgisgæslunnar hífði farþegana upp eftir að báturinn varð vélarvana.
Þyrla Landhelgisgæslunnar hífði farþegana upp eftir að báturinn varð vélarvana. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Fyrstu skoðanir benda til þess að báturinn Bjarmi sem lak og varð vélarvana norður af Hornströndum í gær hafi siglt á rekald í sjónum.

Að sögn Nannýjar Örnu Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra hjá Skútusiglingum ehf., eiganda Bjarma, kubbaðist skrúfublað af bátnum og eru merki um að eitthvað hafi skrapast eftir botni hans og endað í skrúfublaðinu. Við það kom högg á öxulinn og kælivatn fór inn á hann með þeim afleiðingum að kerfið náði ekki að dæla sjónum út. Ekkert gat kom á bátinn.

Allir hjálpuðust að

„Það var logn en það var svolítil undiralda. Fólk fann fyrir sjóveiki. Svo hjálpast allir að við að dæla sjó,“ segir Nanný Arna.

Aðspurð segir hún að báturinn Otur ÍS hafi verið kominn til aðstoðar um 40 mínútum eftir að óhappið varð og tekið Bjarma í tog. Gestirnir fimm um borð voru hífðir upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar en skipstjórinn og hásetinn voru eftir í bátnum á leiðinni í land.

Nanný segir að samskonar óhöpp hafi áður orðið á þessu svæði út af Kjaransvík fyrir utan Hlöðuvík og Hælavík, sem eru næstu víkur við Hornvík á Hornströndum. 

Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Upptökur á náttúrulífsmynd

„Björgunarfólk stóð sig alveg rosalega vel og allir unnu þétt og vel saman. Við þökkum fyrir alla aðstoð,“ segir hún og nefnir að fólkið frá BBC sé að undirbúa gerð náttúrulífsmyndar. 

Þorkell Lindberg Þórarinsson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar, staðfestir að starfsmaður stofnunarinnar hafi verið einn þeirra sem voru um borð í bátnum.

Uppfært kl. 11.30:

„Sjóbjörgunarsveitir á Ísafirði og Bolungarvík voru kallaðar út seinnipartinn í gær til aðstoðar við farþegaskip sem var vélarvana norðan við Hælavík á Hornströndum. Lögðu björgunarskipin Kobbi Láka og Gísli Jóns af stað innan við 15 mínútum seinna úr sínum heimahöfnum með samanlagt sjö sjálfboðaliðum innanborðs, aukinheldur voru síðan tveir aðgerðastjórnendur virkjaðir á Ísafirði til aðstoðar,“ segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Ljósmynd/Landhelgisgæslan

„Laust fyrir Kl 18:00 kom Gísli Jóns að bátnum og tók þá við af nærstöddu fiskiskip sem hafði hafið aðstoð við vélarvana skipið. Þegar að þyrla Landhelgisgæslunnar TF-EIR sem líka kom á vettvang hafði lokið við að setja dælu um borð í lekt farþegaskipið og tekið alla farþega þess um borð fóru tveir menn úr björgunarskipunum um borð í skipið til að vera áhöfn þess til aðstoðar. Dró þá Gísli Jóns skipið inn til hafnar á Ísafirði þangað var komið um kl 23:30. Ekki urðu nei slys á fólki og enn einu sinni gekk samstarf allra á vettvangi með miklu ágætum. Á höfninni á Ísafirði voru síðan átta sjálfboðaliðar til viðbótar með slöngubát til að aðstoða við frágang og til taks ef með þyrfti.“

Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 20.939 kg
Skarkoli 505 kg
Þorskur 191 kg
Steinbítur 30 kg
Samtals 21.665 kg
18.9.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 4.702 kg
Þorskur 3.032 kg
Langlúra 147 kg
Ufsi 60 kg
Karfi 44 kg
Sandkoli 41 kg
Samtals 8.026 kg
18.9.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 4.556 kg
Skarkoli 2.602 kg
Ýsa 2.186 kg
Steinbítur 196 kg
Sandkoli 95 kg
Samtals 9.635 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 20.939 kg
Skarkoli 505 kg
Þorskur 191 kg
Steinbítur 30 kg
Samtals 21.665 kg
18.9.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 4.702 kg
Þorskur 3.032 kg
Langlúra 147 kg
Ufsi 60 kg
Karfi 44 kg
Sandkoli 41 kg
Samtals 8.026 kg
18.9.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 4.556 kg
Skarkoli 2.602 kg
Ýsa 2.186 kg
Steinbítur 196 kg
Sandkoli 95 kg
Samtals 9.635 kg

Skoða allar landanir »