Sigurey ST aflamest meðal grásleppubáta

Sigurey ST-22 er aflamesti grásleppubáturinn til þessa á yfirstandandi grásleppuvertíð.
Sigurey ST-22 er aflamesti grásleppubáturinn til þessa á yfirstandandi grásleppuvertíð. Ljósmynd/Halldór Höskuldsson

Grásleppuvertíðin virðist hafa gengið vel til þessa og hefur, samkvæmt upplýsingum Fiskistofu, 1.581 tonni af grásleppu verið landað og eru níu bátar komnir með yfir 30 tonna afla.

Aðeins þrír bátar eru með yfir 40 tonn og er það Sigurey ST-22 sem gerð er út frá Drangsnesi sem er aflamesti báturinn til þessa með 42,1 tonn, þétt á eftir fylgir Arnþór EA-37 sem hefur landað 42 tonnum og Helga Sæm ÞH-70 sem hefur landað 40,3 tonnum.

Í fjórða sæti er Hlökk ST-66 með 36 tonn og Kristleifur ST-82 í fimmta með 34,6 tonn. Blíðfari ÓF-70 fylgir þar á eftir með 32,9 tonn, svo Fengur ÞH-207 með 32,8 tonn, Ísak AK-67 með 32 tonn og níundi báturinn með yfir 30 tonna grásleppuafla er Norðurljós NS-40 með 30,7 tonn.

Blíðfari ÓF-70 hefur komið með 32,9 tonn af grásleppu til …
Blíðfari ÓF-70 hefur komið með 32,9 tonn af grásleppu til hafnar. Ljósmynd/Aðsend

Alls eru 105 bátar búnir að hefja veiðar og er talið að þeim muni fjölga, að því er fram kemur á vef Landssambands smábátaeigenda (LS). Er vísað til þess að á vertíðinni í fyrra hafi verið 201 bátur á veiðum, en það voru um 50 færri bátar en á meðalári. Ástæða þessa miklu fækkunar í fyrra er sögð vera að „um mánaðamótin apríl/maí var leyfilegum heildarafla náð og veiðar því stöðvaðar“.

Ekki markaður fyrir afla

Á grásleppuvertíðinni sem nú stendur yfir eru veiðidagarnir 40 og á heildarafli ekki að vera umfram 9.040 tonn samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar sem ætti að vera vegleg vertíð, en meðaltal ráðgjafar stofnunarinnar á átta ára tímabili [2013-2020] er 5.386 tonn.

„Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að markaðurinn hiksti við slíkum tíðindum og ekki hefur Covid-19 haft áhrif til góðs. Kaupendur tilkynntu um eitt hundrað króna verðlækkun á hvert kíló og greiða nú 130 kr./kg fyrir óskorna grásleppu. Ekki liggur fyrir hversu mikið magn verður hægt að selja á því verði. Að óbreyttu er ekki markaður fyrir þann heildarafla sem nú er leyfilegt að veiða,“ segir á vef LS.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.5.21 232,70 kr/kg
Þorskur, slægður 14.5.21 274,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.5.21 287,31 kr/kg
Ýsa, slægð 14.5.21 257,13 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.5.21 91,66 kr/kg
Ufsi, slægður 13.5.21 113,44 kr/kg
Djúpkarfi 12.5.21 136,00 kr/kg
Gullkarfi 13.5.21 160,17 kr/kg
Litli karfi 5.3.21 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.5.21 267,74 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.5.21 Steini HU-045 Grásleppunet
Grásleppa 1.304 kg
Samtals 1.304 kg
14.5.21 Kristinn ÞH-163 Þorskfisknet
Þorskur 2.277 kg
Ýsa 354 kg
Ufsi 44 kg
Steinbítur 18 kg
Skarkoli 15 kg
Samtals 2.708 kg
14.5.21 Hávella ÍS-426 Sjóstöng
Þorskur 277 kg
Samtals 277 kg
14.5.21 Sigurður Ólafsson SF-044 Humarvarpa
Humar / Leturhumar 429 kg
Samtals 429 kg
14.5.21 Darri SU-006 Grásleppunet
Grásleppa 1.097 kg
Samtals 1.097 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.5.21 232,70 kr/kg
Þorskur, slægður 14.5.21 274,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.5.21 287,31 kr/kg
Ýsa, slægð 14.5.21 257,13 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.5.21 91,66 kr/kg
Ufsi, slægður 13.5.21 113,44 kr/kg
Djúpkarfi 12.5.21 136,00 kr/kg
Gullkarfi 13.5.21 160,17 kr/kg
Litli karfi 5.3.21 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 12.5.21 267,74 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.5.21 Steini HU-045 Grásleppunet
Grásleppa 1.304 kg
Samtals 1.304 kg
14.5.21 Kristinn ÞH-163 Þorskfisknet
Þorskur 2.277 kg
Ýsa 354 kg
Ufsi 44 kg
Steinbítur 18 kg
Skarkoli 15 kg
Samtals 2.708 kg
14.5.21 Hávella ÍS-426 Sjóstöng
Þorskur 277 kg
Samtals 277 kg
14.5.21 Sigurður Ólafsson SF-044 Humarvarpa
Humar / Leturhumar 429 kg
Samtals 429 kg
14.5.21 Darri SU-006 Grásleppunet
Grásleppa 1.097 kg
Samtals 1.097 kg

Skoða allar landanir »