Segir Samherja ganga of langt

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

„Mér finnst Samherji ganga of langt. Hann gengur of langt í sínum viðbrögðum. Og mér finnst að þetta sé gert til að þess að þreyta laxinn og vonast til þess að hann gefist upp,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í svari sínu við óundirbúinni fyrirspurn á Alþingi í dag. 

Tilefnið var fyrirspurn Guðmundar Andra Thorssonar, sem innti Lilju eftir viðbrögðum við myndbandsumfjöllun Samherja um störf Helga Seljan, fréttamanns RÚV, sem fjallað hefur um viðskipti Samherja undanfarin ár. 

„En lax sem þeir eru að fást við, hann bregst frekar þannig við að hann er að styrkjast. Hann syndir á móti straumnum og heldur áfram,“ hélt Lilja áfram. 

Segir nálgun stjórnar RÚV rétta

„Mig langar að spyrja hæstvirtan menntamálaráðherra um skoðun hennar á þessu athæfi og hvort hún styðji ekki Ríkisútvarpið nú þegar að stofnuninni er sótt af mönnum sem telja sig yfir umfjöllun hennar hafna í krafti auðs og valda,“ spurði Guðmunur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, menntamálaráðherra.

Lilja Alfreðsdóttir svarar óundirbúinni fyrirspurn.
Lilja Alfreðsdóttir svarar óundirbúinni fyrirspurn. Skjáskot af þingfundi

„Ég er spurð út í það hvort ég styðji ekki Ríkisútvarpið. Jú, að sjálfsögðu geri ég það í þessari umfjöllun og þessari orrahríð,“ svaraði Lilja. 

Sem kunnugt er fjallaði fréttaskýringaþátturinn Kveikur á RÚV um viðskipti Samherja í Namibíu þar sem fjallað var um meint kvótasvindl og óheiðarlega viðskiptahætti af hálfu Samherja í nóvember 2019. 

Ummæli Helga, þar sem hann tjáði sig um málefni Samherja á samfélagsmiðlum voru kærð til siðanefndar RÚV, sem á dögunum komst að þeirri niðurstöðu að Helgi hafi með því gerst brotlegur við siðareglur. 

Samherji hefur síðan farið fram á að Helgi sæti refsingu og verði gert að hætta umfjöllun um málefni sem tengjast Samherja. Stjórn RÚV hefur ekki orðið við þeirri kröfu Samherja. 

Samherji hefur verið með myndbönd í dreifingu þar sem mál Helga Seljan fyrir siðanefnd er rakið og vinnubrögð Helga eru sögð óheiðarleg. Myndbandið hefur verið harðlega gagnrýnt og kallað aðför stórfyrirtækis að fjölmiðafrelsi. 

„Ég tel að stjórn Ríkisútvarpsins hafi brugðist rétt við, hvernig þau hafa tekið á þessu máli. Það er mín skoðun að það skipti öllu máli að fjölmiðlar séu frjálsir og að við styðjum að sjálfsögu við Ríkisútvarpið okkar og að ég tel að Samherji hafi gengið of langt,“ sagði Lilja í pontu Alþingis í dag. 

Hér má sjá myndband Samherja um störf Helga Seljan: 


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »