Segir Sjávarklasann skapa gerjun sem sprotar þurfa

Birgir Jósafatsson, framleiðslustjóri ThorIce, og Þorsteinn Ingi Víglundsson við hlið …
Birgir Jósafatsson, framleiðslustjóri ThorIce, og Þorsteinn Ingi Víglundsson við hlið ískrapavélar í smíðum. Níu starfa nú hjá fyrirtækinu. mbl.is/Styrmir Kári

Tíu ár voru liðin frá stofnun Íslenska sjávarklasans á mánudag og hefur á undanförnum áratug fjöldi sprotafyrirtækja nýtt sér þau tækifæri sem klasasamstrafið býður upp á. Um 60 fyrirtæki eru í samstarfinu og í gegnum það öðlast fyrirtæki vettvang til að að efna til samstarfs við önnur fyrirtæki, efla tengsl við frumkvöðla og taka þátt í samstarfsverkefnum og nýjum fyrirtækjum.

ThorIce, sem sérhæfir sig í kælitækni, er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa notið góðs af klasasamstarfinu og var jafnframt eitt þeirra fyrstu til að vera með. Alls eru nú níu starfsmenn hjá fyrirtækinu og segir Þorsteinn Ingi Víglundsson, stofnandi ThorIce, klasasamtarfið hafa skipt miklu máli. „Þessi samskipti við annað fólk sem er hér, tengslanet og skoðanaskipti hafa hjálpað okkur.“

Hann segir samstarf af þessum toga aldrei vera einhliða þar sem frumkvöðlar geta leitað hver til annars til að fá ráð og stuðning. „Þetta skapar ákveðna gerjun sem sprotafyrirtæki þurfa.“

Fjöldi fyrirtækja eru í húsakynnum Íslenska sjávarklasans.
Fjöldi fyrirtækja eru í húsakynnum Íslenska sjávarklasans. mbl.is/Ófeigur

Aukin skilvirkni

Fyrirtækið hefur þróað einkaleyfisvarða kælitækni fyrir fisk sem einnig leysir kælivandamál í kjúklingaframleiðslu. „Við notum ískrapa og stýrum honum og beitum á annan hátt en aðrir gera. Við erum með einkaleyfi, sem við fengum í fyrra, á að þurrka hann og skjóta á matvöru, kjúkling, kjöt og fisk. Með þessu náum við að beina honum [ískrapanum] á þau svæði sem þurfa mestu kælinguna,“ útskýrir Þorsteinn Ingi.

Aðferðin notar mun minna vatn og nær hraðari kælingu, að sögn hans. „Í dag eru 70% af vatninu í Evrópu notuð í matvælaframleiðslu og 25% af kolefnissporinu í Evrópu eru vegna matvælaframleiðslu. Þegar 30-50% af mat er hent er talað um að 20-30% af vatninu í Evrópu sé bara hent og 7-10% af kolefnissporinu.“ Þá sé hægt að minnka kolefnissporið og vatnsnotkun með því að auka skilvirkni kælingarinnar. „Með því að nota vatnskælingu sem er í Bandaríkjunum þarf fjóra lítra til að kæla einn fugl, en við þurfum fjóra desílítra. Við notum 10% af því vatni sem þarf til að kæla kjúkling í Bandaríkjunum.“

Aðferðin hefur einnig fleiri kosti að sögn Þorsteins Inga. „Svo eru um 70% af kjúklingi sem framleiddur er í Evrópu með kamfýlóbakter. Við náum að minnka kamfýlóbakter um 97% í kjúklingi með því að beita ísnum okkar.“

Ekki án tækniþróunarsjóðs

Hann segir þann árangur sem ThorIce hefur náð til þessa aldrei hefðu raungerst ef ekki væri fyrir öfluga stuðningsaðila. „Við hefðum aldrei getað gert þetta án þess að fá styrk úr tækniþróunarsjóði og átt mjög góða samvinnu við Matís.“

Árið 2019 var fyrirtækinu boðið í hóp rísandi stjarna í matvælaiðnaði (e. Rising Food Stars organisation) af nýsköpunarsetri matvæla í Evrópu (EIT Food) sem er hluti af nýsköpunarmiðstöð Evrópusambandsins (EIT). Markmið EIT Food er að stuðla að heilsusamlegri og traustari matvælum auk þess sem stefnt er að því að auka sjálfbærni þeirra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »