„Það er nefnilega nóg til“

Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna.
Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, skrifar í tilefni af sjómannadeginum:

Sjómannadagurinn er gjarnan notaður til þess að mæra sjómenn, hetjur hafsins sem bera björg í bú. Hvernig er svo staðan í dag? Nú eru sjómenn búnir að vera með lausa kjarasamninga í um það bil eitt og hálft ár og lítið miðar. Það er ekki í fyrsta skiptið sem gengur hægt að semja við útgerðarmenn í gegnum árin. Síðast þegar samið var var það eftir sjö vikna verkfall. Síðustu samningar hafa alltaf snúist um að verjast kröfum útgerðarmanna, það hefur þróast þannig að sneið sjómanna úr kökunni hefur heldur rýrnað. Í yfirstandandi samningum hafa sjómenn verið með tvær meginkröfur: Fá meira gagnsæi á verðlagsmálin og fá 11,5% í lífeyrissjóð eins og aðrir landsmenn.

Kröfum sjómanna um að fá sama í lífeyrissjóð hefur verið hafnað með rökunum „þið eruð á hlutaskiptum“. Þrátt fyrir að hagnaður útgerðar hafi verið að meðaltali um 20 milljarðar á ári síðustu ellefu ár er ekki hægt að greiða sjómönnum sambærilegan lífeyri og öðrum landsmönnum. Sjómenn eru í meiri hættu en flest annað launafólk fyrir mikilli örorkubyrði, þetta er erfið vinna við erfiðar aðstæður, mjög slítandi. Það er ótrúlegt að menn vilja ekki semja við okkur sjómenn um að hafa sama lífeyrissjóð og aðrir.

Það er ótrúlegt að fyrirtæki sem hafa hagnast mjög á síðustu árum á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar skuli þráast við að leyfa sínu fólki að sitja við sama borð og aðrir landsmenn. Það á að vera krafa frá þjóðinni að þeir sem nýta sameiginlegar auðlindir borgi góð laun. Arðurinn á að dreifast um samfélagið.

Þá hefur líka vakið athygli á síðustu misserum framganga Samherja og viðbrögð þeirra við þeim fréttum og gagnrýni sem þau hafa fengið. Það er ekki alveg þannig að þetta hafi bara verið einn maður með einhverjar getgátur. Samherji hefur fengið harða gagnrýni frá ráðamönnum í Namibíu, Noregi og Færeyjum. Allir hafa rétt til þess að verja sig, en svo sannarlega get ég tekið undir með Samherjamönnum þegar þeir segja að það sé ljóst að of langt hafi verið gengið í viðbrögðum þeirra sjálfra. Þegar menn ganga það langt að þeir skrifa ráðamönnum þjóðarinnar bréf til þess að skamma þá fyrir hvað þeir segja og hvernig þeir vinna vinnuna sína, þá eru menn orðnir veruleikafirrtir. Þú skrifar ekki ráðherrum og seðlabankastjóra bréf og segir þeim hvað þeir mega gera og ekki gera. Þegar menn eru komnir þangað eru þeir ekki á góðum stað.

Samherji hefur beðist afsökunar á þeirri framgöngu, sem er gott, en þá verða menn líka að sýna það í verki. Það er merkilegt að SFS þurfi að gera þá kröfu til félagsmanna sinna eins og segir í yfirlýsingu frá þeim að fyrirtækin „fylgi lögum, bæði hér heima og erlendis, og viðhafi góða viðskipta- og stjórnarhætti“. Ég hélt að annað ætti ekki að vera í boði. Einnig telur SFS „mikilvægt að fyrirtækið axli ábyrgð á eigin ákvörðunum og athöfnum, stuðli að gagnsæjum starfsháttum og góðum samskiptum“. Ég tel það frumskilyrði fyrir útgerðarmenn að fara eftir því, vilji þeir öðlast traust þjóðarinnar. Gott væri þá ef útgerðarmenn gætu byrjað á að vinna traust og trúnað sjómanna sinna og gengið að samningum með samningsviljann að vopni.

Það er nefnilega nóg til.

Að lokum vil ég óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,22 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 954 kg
Þorskur 41 kg
Rauðmagi 28 kg
Samtals 1.023 kg
26.4.24 Bergur Sterki HU 17 Grásleppunet
Grásleppa 1.209 kg
Skarkoli 609 kg
Þorskur 275 kg
Steinbítur 51 kg
Hlýri 19 kg
Ýsa 17 kg
Sandkoli 3 kg
Samtals 2.183 kg
26.4.24 Seigur Iii Grásleppunet
Grásleppa 942 kg
Þorskur 233 kg
Skarkoli 66 kg
Steinbítur 15 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 1.264 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,22 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 954 kg
Þorskur 41 kg
Rauðmagi 28 kg
Samtals 1.023 kg
26.4.24 Bergur Sterki HU 17 Grásleppunet
Grásleppa 1.209 kg
Skarkoli 609 kg
Þorskur 275 kg
Steinbítur 51 kg
Hlýri 19 kg
Ýsa 17 kg
Sandkoli 3 kg
Samtals 2.183 kg
26.4.24 Seigur Iii Grásleppunet
Grásleppa 942 kg
Þorskur 233 kg
Skarkoli 66 kg
Steinbítur 15 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 1.264 kg

Skoða allar landanir »