Vill ríkisstjórnina að borðinu

Kristján Berg, eiganda búðarinnar Heitir pottar
Kristján Berg, eiganda búðarinnar Heitir pottar Kristinn Magnússon

Kristján Berg, oft kallaður Fiskikóngurinn, gagnrýnir uppboðsfyrirkomulag á fiskmörkuðum á Íslandi harðlega í samtali við 200 mílur í dag. 

Er hann sérstaklega ósáttur við að afli af strandveiðum sé boðinn upp í stórum stæðum, en ekki í þeim stæðum sem þeim er landað í. Sömuleiðis gagnrýnir hann að ekki sé hægt að kaupa stök kör heldur þurfi þeir sem kaupa fisk á fiskimörkuðum víða um land að kaupa heilar stæður.

Gera út af við litla kaupendur

„Stæðurnar eru svo stórar, þær geta verið allt upp í tíu tonn og ég sem lítill fisksali eða lítill fiskverkandi verð að taka allt eða ekkert,“ segir Kristján.

Þetta fyrirkomulag sé að gera út af við litla fiskikaupendur og fiskverslanir landsins. Hann segir að sér detti ekki nein önnur skýring á þessu í hug en að starfsmenn fiskimarkaða nenni ekki að vigta stæðurnar í sundur.

„Við erum búin að hafa samband við marga fiskmarkaði og engu er breytt [...] Ég veit ekki hvort sjómenn viti af þessu fyrirkomulagi, en á meðan þetta er svona, þá fá sjómenn ekki hæsta verð sem hægt er að fá fyrir aflann. Kannski eru þeir bara sáttir við að fá minna verð, heldur en hærra verð,“ segir Kristján. 

Dregur lögmæti í efa

Hann segist hvetja sjómenn til þess að berja í borðið og fá fiskmarkaði til þess að selja stæður án sameiningar. Þá segir Kristján að ríkisstjórnin, sem útfærir fyrirkomulag strandveiða, eigi að grípa inn í fyrirkomulagið og dregur í efa lögmæti þess að blanda afla saman fyrir uppboð.

„Ég myndi ætla að ríkisstjórnin ætti að grípa inn í þetta viðskiptamódel strax. Þessi handfæraafli er ekki eingöngu gerður fyrir stórar vinnslur.

Get ekki ímyndað mér að þetta kerfi sé byggt upp til þess eingöngu að þjóna stórum vinnslum. Það verður að setja lög á þetta, þannig að allir geti boðið í aflann sem er verið að gefa til okkur Íslendinga. Þar á ríkisstjórnin að koma að borðinu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.7.21 400,75 kr/kg
Þorskur, slægður 29.7.21 362,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.7.21 392,33 kr/kg
Ýsa, slægð 29.7.21 283,06 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.7.21 122,97 kr/kg
Ufsi, slægður 29.7.21 150,85 kr/kg
Djúpkarfi 29.7.21 228,00 kr/kg
Gullkarfi 29.7.21 593,95 kr/kg
Litli karfi 14.7.21 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.7.21 62,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.7.21 Bergdís HF-032 Handfæri
Þorskur 426 kg
Ufsi 96 kg
Lýsa 14 kg
Gullkarfi 12 kg
Samtals 548 kg
30.7.21 Norðri HF-022 Handfæri
Þorskur 380 kg
Ýsa 3 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 385 kg
30.7.21 Ásþór RE-395 Handfæri
Þorskur 270 kg
Ufsi 230 kg
Gullkarfi 18 kg
Samtals 518 kg
30.7.21 Björgvin EA-311 Botnvarpa
Grálúða 4.465 kg
Ufsi 719 kg
Samtals 5.184 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.7.21 400,75 kr/kg
Þorskur, slægður 29.7.21 362,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.7.21 392,33 kr/kg
Ýsa, slægð 29.7.21 283,06 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.7.21 122,97 kr/kg
Ufsi, slægður 29.7.21 150,85 kr/kg
Djúpkarfi 29.7.21 228,00 kr/kg
Gullkarfi 29.7.21 593,95 kr/kg
Litli karfi 14.7.21 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 26.7.21 62,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.7.21 Bergdís HF-032 Handfæri
Þorskur 426 kg
Ufsi 96 kg
Lýsa 14 kg
Gullkarfi 12 kg
Samtals 548 kg
30.7.21 Norðri HF-022 Handfæri
Þorskur 380 kg
Ýsa 3 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 385 kg
30.7.21 Ásþór RE-395 Handfæri
Þorskur 270 kg
Ufsi 230 kg
Gullkarfi 18 kg
Samtals 518 kg
30.7.21 Björgvin EA-311 Botnvarpa
Grálúða 4.465 kg
Ufsi 719 kg
Samtals 5.184 kg

Skoða allar landanir »