Fer fram á algjöra fríverslun við ESB

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það sem við erum að fara fram á er að fá algjöra fríverslun fyrir fisk inn á EES-svæðið. Það sem ég hef lagt áherslu á er að við fáum ekki lakari markaðsaðgang fyrir fisk og sjávarafurðir en önnur samstarfsríki sem Evrópusambandið á ekki í næstum eins nánu samstarfi við,“ segir Guðlagur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í samtali við 200 mílur um ferð sína til Brussel í síðustu viku þar sem fundað var með æðstu stjórnendum.

Fundað í Brussel

Greint hefur verið frá því á 200 mílum á mbl.is að Guðlaugur Þór hefði fundað með framkvæmdastjórum Evrópusambandsins um aukin tollfrjáls viðskipti þar sem verslun með sjávarafurðir var í brennidepli.

Fundaði Guðlaugur Þór með Josep Borrell, utanríkismálastjóra ESB, Valdis Dombrovskis, viðskiptamálastjóra ESB, Virginijus Sinkevièius, framkvæmdastjóra sjávarútvegsmála ESB, og Janusz Wojciechowski, framkvæmdastjóra landbúnaðarmála ESB.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og Valdis Dombrovskis, viðskiptamálastjóri …
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og Valdis Dombrovskis, viðskiptamálastjóri ESB. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Tilbúnir í viðræður

Guðlaugur Þór segir fulltrúa Evrópusambandsins tilbúna í viðræður.

„Það sem kom fram á fundinum er að Evrópusambandið er reiðubúið að hefja samræður við okkur um fríverslun með fisk og aðrar sjávarafurðir. Sömuleiðis er skýrt af okkar hálfu að jafnvægi þarf að nást í verslun með landbúnaðarafurðir,“ segir Guðlaugur Þór og útskýrir að bæði þrufi að líta til þess að helsta útflutningsland íslensks lambakjöts sé Bretland sem ekki er lengur í Evrópusambandinu sem og að samingar um útflutning á skyri hafi ekki gengið eftir.

„Ísland vinnur náið með ESB og aðildarríkjum þess á grundvelli EES-samningsins og okkar sameiginlegu gilda og það hlýtur að vera okkur öllum í hag að sanngirni ríki í viðskiptum okkar í milli,“ er haft eftir ráðherranum á vef Stjórnarráðsins.

Guðlaugur Þór og Virginijus Sinkevičius framkvæmdastjóri sjávarútvegsmála ESB.
Guðlaugur Þór og Virginijus Sinkevičius framkvæmdastjóri sjávarútvegsmála ESB. Ljósmynd/Stjórnarráðið

75-80% tollfrelsi

Aðspurður hversu mikla breytingu frá núverandi markaðsaðgangi fríverslun myndi hafa í för með sér segir Guðlaugur Þór að um sjötíu og fimm eða áttatíu prósent af útfluttum sjávarafurðum á Evrópumarkað séu nú þegar tollfrjáls, sem sé góður aðgangur. Fríverslun myndi færa okkur algjörlega tollfrjálsa verslun.

Í skrifum sínum á samfélagsmiðla um fundina segir Guðlaugur Þór:

„Það er mikilvægt að fylgja vel eftir og gæta stöðugt hagsmuna okkar í EES-samstarfinu. Það gerir það enda enginn fyrir okkur!“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.9.21 461,29 kr/kg
Þorskur, slægður 23.9.21 382,40 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.9.21 372,78 kr/kg
Ýsa, slægð 23.9.21 358,16 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.9.21 208,86 kr/kg
Ufsi, slægður 23.9.21 246,38 kr/kg
Djúpkarfi 9.9.21 229,00 kr/kg
Gullkarfi 23.9.21 410,14 kr/kg
Litli karfi 14.7.21 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 23.9.21 275,64 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.9.21 Bobby 2 ÍS-362 Sjóstöng
Þorskur 146 kg
Samtals 146 kg
24.9.21 Sendlingur ÍS-415 Sjóstöng
Þorskur 240 kg
Samtals 240 kg
24.9.21 Þórir SF-077 Botnvarpa
Þorskur 25.373 kg
Ýsa 9.301 kg
Ufsi 3.871 kg
Gullkarfi 513 kg
Steinbítur 383 kg
Þykkvalúra sólkoli 371 kg
Skarkoli 117 kg
Langa 107 kg
Skötuselur 57 kg
Hlýri 40 kg
Blálanga 38 kg
Grálúða 17 kg
Lýsa 12 kg
Keila 5 kg
Samtals 40.205 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.9.21 461,29 kr/kg
Þorskur, slægður 23.9.21 382,40 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.9.21 372,78 kr/kg
Ýsa, slægð 23.9.21 358,16 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.9.21 208,86 kr/kg
Ufsi, slægður 23.9.21 246,38 kr/kg
Djúpkarfi 9.9.21 229,00 kr/kg
Gullkarfi 23.9.21 410,14 kr/kg
Litli karfi 14.7.21 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 23.9.21 275,64 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.9.21 Bobby 2 ÍS-362 Sjóstöng
Þorskur 146 kg
Samtals 146 kg
24.9.21 Sendlingur ÍS-415 Sjóstöng
Þorskur 240 kg
Samtals 240 kg
24.9.21 Þórir SF-077 Botnvarpa
Þorskur 25.373 kg
Ýsa 9.301 kg
Ufsi 3.871 kg
Gullkarfi 513 kg
Steinbítur 383 kg
Þykkvalúra sólkoli 371 kg
Skarkoli 117 kg
Langa 107 kg
Skötuselur 57 kg
Hlýri 40 kg
Blálanga 38 kg
Grálúða 17 kg
Lýsa 12 kg
Keila 5 kg
Samtals 40.205 kg

Skoða allar landanir »