Segja ekki næg rök fyrir færslu makrílheimilda

Íslenskum útgerðum tókst ekki að veiða þann makrílafla sem heimildir …
Íslenskum útgerðum tókst ekki að veiða þann makrílafla sem heimildir voru fyrir í fyrra. Atvinnuvegaráðuneytið telur ekki nægileg rök hafa verið fyrir því að heimila færslu 30% veiðiheimilda milli ára, en veittu leyfi fyrir færslu 15% þeirra. mbl.is/Börkur Kjartansson

Atvinnuvegaráðuneytið telur það ekki veikja samningsstöðu Íslands í deilum um hlutdeild ríkja í makrílveiðum að leyfa 10 þúsund tonnum af ónýttum aflaheimildum að falla niður milli ára. Þá telur ráðuneytið ekki hafa legið fyrir nægileg rök fyrir að heimila flutning á allt að 30% aflaheimilda milli ára.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari ráðuneytisins vegna fyrirspurnar Morgunblaðsins.

Íslenskum útgerðum tókst ekki að veiða allan þann makrílafla sem heimildir voru fyrir á síðasta ári. Í september leituðu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) til þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, og báðu um að heimilað yrði að flytja allt að 30% aflaheimilda milli ára, en almennt er heimilt að flytja 10% ónýttra aflaheimilda milli ára.

Veiit Svandís Svavarsdóttir, núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tímabundna heimild til að flytja 15% aflaheimilda ársins 2021 til ársins 2022 og sagði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, í samtali við Morgunblaðið fyrr í mánuðinum að hugsanlega væru glötuð útflutningsverðmæti tveir til þrír milljarðar króna vegna ákvörðunar ráðherra. Jafnframt hefur verið bent á að fordæmi eru fyrir auknum flutningi heimilda milli ára og vísaði til þess að í fyrra var veitt heimild til að flytja 16%, 20% árið 2016 og 30% árið 2015.

Niðurstaðan 15%

„Við skoðun erindis SFS hjá ráðuneytinu í desember sl. kom í ljós að ef heimila ætti flutning á öllum ónýttum makrílheimildum þyrfti um 17% flutningsheimild. Heildaraflamark íslenskra skipa í makríl var ákveðið árið 2014 sem 16,5% af heildarráðgjöf deilistofnsins, eða 140.627 lestir, og samkvæmt reglugerð um makrílveiðar var heimilt að flytja allt að 14.063 lestir á milli ára eða 10% af aflamarki,“ segir í svari atvinnuvegaráðuneytisins við spurningu um rök fyrir þeirri ákvörðun að verða ekki við beiðni SFS.

Þá er vakin athygli á að 10% sé sama hlutfall og í reglugerðum um aðra uppsjávardeilistofna og í reglum Norðuraustur-Atlantshafsfiskveiðiráðsins (NEAFC) um kolmunna. Hins vegar eru ekki til staðar reglur um flutning aflaheimilda í makríl, hvorki í samkomulagi strandríkja fyrir árið 2021 né hjá NEAFC.

„Efnislegar reglur um flutning á heimildum til að veiða makríl á milli ára verða að vera málefnalegar og byggðar á mati á aðstæðum hverju sinni. 10% flutningsheimild hefur verið talin málefnaleg og samræmast meðalhófi og því hefur sú regla verið skrifuð inn í ársreglugerðir síðustu ára, en auk þess er hún í samræmi við 3. mgr. 11. gr. laga nr. 116/2006 sem mælir fyrir um heimild fyrir flutningi á aflamarki á milli ára í botnfisktegundum og öðrum tilteknum tegundum. Það er einnig til marks um sjónarmið um ábyrgar veiðar að ekki myndist uppsöfnun aflamarks sem færist inn á nýtt ár, auk nýrra aflaheimilda ársins.“

„Niðurstaðan var því að hægt væri að verða að mestu leyti við óskum SFS með breytingu á reglugerð með flutningsheimild upp á 15%,“ segir í svarinu.

Hafna gagnrýni

Fulltrúar útgerðanna hafa kvartað undan skorti á fyrirsjáanleika í ákvarðanatöku í málinu og hafa vísað til þess að ákvörðun ráðherra hafi verið tekin í andstöðu við tilhögun fyrri ára og birt milli hátíða í desember. Þessari gagnrýni vísar ráðuneytið á bug í svari sínu.

„Ráðuneytið og SFS hafa verið í miklum samskiptum vegna málsins frá því í september sl. og voru samtökin upplýst um að ekki yrði tekin afstaða til erindisins fyrr en að afloknum strandríkjafundum. Þó að heimildir fyrir uppsjávarstofna miðist við almanaksárið getur Fiskistofa flutt heimildir til í kerfum sínum fram í miðjan janúar,“ svarar ráðuneytið spurningu um réttmæti gagnrýninnar.

Útbreiðsla kolmunna makríls og norsk-íslenskrar síldar. Engir samningar eru til …
Útbreiðsla kolmunna makríls og norsk-íslenskrar síldar. Engir samningar eru til staðar um skiptingu aflahlutdeildar milli strandrríkjanna. Kort/mbl.is

Veiki ekki samningsstöðu

Verulegar áhyggjur eru af því að með því að leyfa 10 þúsund tonnum að falla niður sé verið að veikja samningsstöðu Íslands gagnvart hinum strandríkjunum. Heiðrún Lind sagði nýverið veiðireynslu mikilvægan þátt í kröfugerð Íslendinga. „Þar sem við höfum ekki aðgang að veiðum í lögsögum annarra ríkja þurfum við sveigjanleika í tíma. Vegna göngumynsturs, tíðarfars, veiðanleika og fleiri breytilegra þátta er nauðsynlegt að horfa yfir stærra tímabil.“

Þá hafa þeir Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar, og Aðalsteinn Ingólfsson, forstjóri Skinneyjar-Þinganess, einnig lýst áhyggjum af áhrifum minni veiðireynslu á samningsstöðu Íslands. „Staðan er sú núna að Færeyingar hafa ákveðið að geyma það sem út af stóð, alls um 59 þúsund tonn. [...] Norðmenn eiga um 34 þúsund tonn eftir, sem þeir ætla líka að geyma fram á næsta ár. Á sama tíma sleppum við því að flytja 10 þúsund tonn á milli ára. Það er mjög slæm ákvörðun og ekki til að bæta samningsstöðu okkar gagnvart öðrum strandríkjum,“ sagði Friðrik Mar í samtali við Morgunblaðið um miðjan janúar.

Undir þessi sjónarmið tekur ekki atvinnuvegaráðuneytið sem í svari sínu segir skýrt ákvörðunina ekki veikja samningsstöðu Íslands. „Mikilvægt er gagnvart alþjóðasamfélaginu að ganga ekki lengra en þarf, enda er makrílstofninn ofveiddur og engir samningar í gildi um nýtingu hans. Ákall berst reglulega um að strandríkin sýni meiri ábyrgð og semji um sanngjarna skiptingu, til dæmis frá NAPA (North Atlantic Pelagic Advocacy Group), umhverfissamtökum og vottunaraðilum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.22 417,11 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.22 479,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.22 445,97 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.22 416,55 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.22 198,38 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.22 271,31 kr/kg
Djúpkarfi 12.5.22 152,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.22 248,07 kr/kg
Litli karfi 17.5.22 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.4.22 48,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.5.22 Gísli Gunnarsson SH-005 Grásleppunet
Grásleppa 1.489 kg
Samtals 1.489 kg
17.5.22 Von HU-170 Grásleppunet
Grásleppa 2.528 kg
Skarkoli 117 kg
Þorskur 58 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 2.710 kg
17.5.22 Daðey GK-777 Lína
Þorskur 3.105 kg
Ýsa 722 kg
Steinbítur 94 kg
Keila 13 kg
Gullkarfi 10 kg
Ufsi 7 kg
Langa 6 kg
Samtals 3.957 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.22 417,11 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.22 479,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.22 445,97 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.22 416,55 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.22 198,38 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.22 271,31 kr/kg
Djúpkarfi 12.5.22 152,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.22 248,07 kr/kg
Litli karfi 17.5.22 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.4.22 48,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.5.22 Gísli Gunnarsson SH-005 Grásleppunet
Grásleppa 1.489 kg
Samtals 1.489 kg
17.5.22 Von HU-170 Grásleppunet
Grásleppa 2.528 kg
Skarkoli 117 kg
Þorskur 58 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 2.710 kg
17.5.22 Daðey GK-777 Lína
Þorskur 3.105 kg
Ýsa 722 kg
Steinbítur 94 kg
Keila 13 kg
Gullkarfi 10 kg
Ufsi 7 kg
Langa 6 kg
Samtals 3.957 kg

Skoða allar landanir »