Reglum ekki breytt á miðri loðnuvertíð

Norsk loðnuskip við bryggju í Fáskrúðsfirði. Norsku útgerðirnar segjast munu …
Norsk loðnuskip við bryggju í Fáskrúðsfirði. Norsku útgerðirnar segjast munu eiga erfitt með að veiða þann afla sem þeim hefur verið úthlutað. Ljósmynd/Eðvarð Þór Grétarsson

Íslensk stjórnvöld hafa hafnað málaleitan Norðmanna um framlengingu á þeim tíma sem þeir hafa til loðnuveiða hér við land. Sömuleiðis verður þeim ekki heimilt að fjölga skipum, sem hverju sinni eru við loðnuveiðar við landið.

Kristján Freyr Helgason, sem fór fyrir íslensku sendinefndinni á strandríkjafundi Íslendinga, Norðmanna og Grænlendinga um loðnuveiðar í september síðastliðnum, segir að Norðmenn hafi á þeim fundi ekki borið upp tillögur um breytingar á tilhögun veiðanna sem eru skilgreindar í tvíhliða bókun þjóðanna.

Síðar hafi fyrirspurn um hugsanlegar breytingar verið borin upp bæði á vettvangi embættismanna og síðan ráðherra. Svar Íslendinga sé að þessum skilyrðum verði ekki breytt á miðri vertíð, en annað mál sé hvort breytingar verði ræddar á næsta strandríkjafundi.

Nú er kveðið á um að Norðmenn megi hafa 30 skip að veiðum samtímis, veiðitíminn sé til og með 22. febrúar, þau megi aðeins veiða í loðnunót og ekki fara suður fyrir tiltekna línu sem dregin er frá punkti sunnan Álftafjarðar. Þessar reglur voru rýmkaðar 2015; skipum fjölgað um fimm og tíminn lengdur um viku.

Kvarta vegna mismununar

Á heimasíðu norsku ríkisstjórnarinnar birtist á miðvikudag fréttatilkynning þar sem kvartað er yfir mismunun hvað varði reglur um loðnuveiðar. Þar segir að Norðmenn hafi óskað eftir breytingum á þessu og sjávarútvegsráðherra Noregs, Bjørnar Skjæran, hafi átt samtal um málið við kollega sinn á Íslandi, Svandísi Svavarsdóttur. Hann hafi bent á að Íslendingar sæti ekki mismunun þegar þeir veiði í norskri lögsögu. Skjæran segist ekki hafa fengið nein vilyrði um breytingar á þessari vertíð, en fjölgun skipa og lengri tími hefði hjálpað í erfiðri stöðu. Norðmenn eiga eftir að veiða um 100 þúsund tonn af heildarkvóta sínum upp á 145 þúsund tonn. Til þess að ná þessum afla hafa þeir ellefu daga.

Hann segist munu hafa frumkvæði að því að taka málið upp í tvíhliða viðræðum við Ísland á árlegum fundi sjávarútvegsráðherra við Norður-Atlantshaf (NAFMC) í Reykjavík í maí. „Sem næstu nágrannar eigum við að geta fundið góðar lausnir,“ segir Bjørnar Skjæran í fréttinni.

Kristján Freyr segir það rétt að Grænlendingar og Færeyingar geti bæði notað troll og nót við loðnuveiðar við landið. Um það sé kveðið á í samningum við þær þjóðir, slíku sé ekki til að dreifa gagnvart Norðmönnum. Hann segir einnig að ekki eigi að líta á loðnuna sem einangrað tilvik heldur beri að líta á stjórnun loðnuveiða sem hluta af samtali og samskiptum um deilistofna í heild.

Aðrir geti veitt án bóta

Fram hefur komið að Norðmenn eru komnir í tímahrak með að ná sínum aflaheimildum. Aðspurður um hvað verði um kvóta þeirra náist hann ekki segist Kristján líta þannig á að Norðmenn hafi vitað um úthlutunina frá 1. október og ekkert hafi átt að koma þeim á óvart í þeim efnum. Aðrir geti því veitt það sem út af standi án bóta fari svo að Norðmenn nái ekki að veiða sínar heimildir. Sömu sögu sé að segja ef kvótinn verði skertur.

Mikill olíukostnaður

Tap gæti orðið á loðnuveiðum sumra norskra útgerða við Ísland á þessari vertíð, að sögn Fiskeribladet/Fiskaren.

Uppsjávarskipið Selvåg Senior tilkynnti um 1.335 tonna afla á laugardaginn var. Til að ná því þurfti mörg köst í marga daga. Siglt var með aflann til Karmsund í bræðslu. Þar fengust 2,80 norskar krónur (39,42 ÍSK) fyrir kílóið.

Egil Sørheim útgerðarmaður sagði að allt að 100 tonn af olíu færu í siglinguna fram og til baka milli Karmsund og Íslands. Miðað við að þurfa að borga sex krónur norskar (84,49 ÍSK) fyrir hvern lítra af olíu og fjórar krónur (56,33 ÍSK) að auki í gjöld sé nokkuð ljóst að þetta sé ekki ábatasamt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 114,63 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,11 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Gunnþór ÞH 75 Grásleppunet
Þorskur 133 kg
Ufsi 19 kg
Samtals 152 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 266 kg
Steinbítur 10 kg
Þorskur 6 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 285 kg
26.4.24 Goði SU 62 Grásleppunet
Grásleppa 594 kg
Samtals 594 kg
26.4.24 Jón Hildiberg RE 60 Grásleppunet
Grásleppa 713 kg
Þorskur 47 kg
Steinbítur 2 kg
Sandkoli 1 kg
Samtals 763 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 114,63 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,11 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Gunnþór ÞH 75 Grásleppunet
Þorskur 133 kg
Ufsi 19 kg
Samtals 152 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 266 kg
Steinbítur 10 kg
Þorskur 6 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 285 kg
26.4.24 Goði SU 62 Grásleppunet
Grásleppa 594 kg
Samtals 594 kg
26.4.24 Jón Hildiberg RE 60 Grásleppunet
Grásleppa 713 kg
Þorskur 47 kg
Steinbítur 2 kg
Sandkoli 1 kg
Samtals 763 kg

Skoða allar landanir »