Aldrei hafa verið skráð færri slys á sjó

Slys geta ávallt átt sér stað en í fyrra voru …
Slys geta ávallt átt sér stað en í fyrra voru þau aðeins 108 samkvæmt opinberum skrám og hafa ekki verið færri frá því skráningar hófust 1966. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Alls voru tilkynnt sjóatvik til Tryggingastofnunar og/eða Sjúkratrygginga 108 talsins á síðasta ári og hafa ekki verið færri frá því að skráningar hófust árið 1966, en það ár var tilkynnt um 286 atvik, að því er fram kemur í upplýsingum frá Samgöngustofu. Sjóatvik voru í fyrra tæplega 30% færri 2021 en árið 2020 þegar þau voru 153 og voru þau 227 árið 2019.

Árið 1989 hafði tíðni slysa meira en tvöfaldast frá því að skráningar voru teknar upp og er það árið sem fjöldi tilkynntra atvika var mestur, alls 631 talsins. Vekur athygli að tilvikum tók að fækka fáeinum árum eftir að Slysavarnaskóli sjómanna var stofnaður 1985.

Töluverð viðhorfsbreyting hefur orðið frá þeim tíma og hefur sjóatvikum fækkað jafnt og þétt – að árunum 2002 og 2007 undanteknum, en þá varð skyndileg og ör fjölgun atvika sem dalaði þó árin á eftir.

Þá var 2021 fimmta árið í röð sem enginn lést á sjó.

Mynd/mbl.is

Árvekni sjómanna að þakka

„Það er afar ánægjulegt að slysum fækki og að enn eitt árið skuli enginn hafa farist á sjó. Árangurinn á undanförnum árum er ekki síst að þakka árvekni sjómanna og aukinni vitund um mikilvægi öryggismála. Þar leikur Slysavarnaskóli sjómanna lykilhlutverk,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, er hún er innt álits á þróun fjölda slysa.

Hún segir sjávarútvegsfyrirtækin hafa tekið öryggismálin föstum tökum og vekur einnig athygli á að fjárfestingar í nýjum skipum hafi skilað betri aðbúnaði og starfsumhverfi á sjó. „Svo vil ég einnig nefna fiskveiðistjórnunarkerfið. Áður fyrr þurftu menn kannski að fara út í misjöfnum veðrum, þegar keppst var um fiskinn. Nú geta skip hagað sókn eftir aðstæðum. Það er því margt sem skýrir þennan árangur, en fyrst og fremst held ég að það séu skipverjar sjálfir sem eiga hér stærstan hlut,“ segir Heiðrún Lind.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samstaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samstaka fyrirtækja í sjávarútvegi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kostnaður taki að lækka

„Við erum afskaplega ánægðir með þessa þróun í slysamálum sjófólks. Þó grunar okkur að upp á vanti í skráningu smærri slysa. Alltaf má gera betur og helst þá að engin slys verði til sjós,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands.

„Þegar ákvörðun var tekin um að útrýma banaslysum til sjós voru margir efins um að það væri hægt, alltaf þyrfti að reikna með „afföllum“ en reyndin er önnur og af hverju ekki í slysamálunum líka? En þróunin er góð. Sjófólk á að geta gengið að því vísu að koma heilt heim frá vinnu sinni. Það er markmið okkar allra sem vinnum að þessum málum,“ segir hann.

Valmundur kveðst vona að árangurinn verði til þess að tryggingakostnaður útgerðarstarfsemi lækki. „Þá minnkar pressan á að starfsfólk þeirra til sjós taki þátt í þeirri tryggingu eins og nú er.“

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasamband Íslands.
Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasamband Íslands. Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,17 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 201,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,16 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,74 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 154,91 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Hafþór SU 144 Grásleppunet
Grásleppa 1.116 kg
Þorskur 43 kg
Samtals 1.159 kg
26.4.24 Steini G SK 14 Grásleppunet
Grásleppa 679 kg
Þorskur 132 kg
Steinbítur 8 kg
Ufsi 5 kg
Þykkvalúra 2 kg
Sandkoli 1 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 828 kg
26.4.24 Kristín ÞH 15 Grásleppunet
Grásleppa 1.279 kg
Þorskur 84 kg
Ufsi 23 kg
Skarkoli 8 kg
Samtals 1.394 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,17 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 201,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,16 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,74 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 154,91 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Hafþór SU 144 Grásleppunet
Grásleppa 1.116 kg
Þorskur 43 kg
Samtals 1.159 kg
26.4.24 Steini G SK 14 Grásleppunet
Grásleppa 679 kg
Þorskur 132 kg
Steinbítur 8 kg
Ufsi 5 kg
Þykkvalúra 2 kg
Sandkoli 1 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 828 kg
26.4.24 Kristín ÞH 15 Grásleppunet
Grásleppa 1.279 kg
Þorskur 84 kg
Ufsi 23 kg
Skarkoli 8 kg
Samtals 1.394 kg

Skoða allar landanir »