Verðmætasta löndun sögunnar eftir skrautlegan túr

Hrafn Sveinbjarnarson GK-255.
Hrafn Sveinbjarnarson GK-255. Ljósmyd/Eyjólfur Vilbergsson

Frystitogarinn Hrafn Sveinbjarnarson GK-255 er væntanlegur til hafnar í Grindavík í fyrramálið eftir skrautlegan túr sem skilar meira aflaverðmæti en áður hefur gerst hjá Þorbirni hf. sem gerir skipið út. 

mbl.is spurði skipstjórann Kristján Ólafsson út í tíðindin í kvöld.

„Já það passar. Þetta verður stærsta löndun sem gerð hefur verið hjá fyrirtækinu,“ sagði Kristján þegar mbl.is sló á þráðinn. Aflaverðmætið er að hans sögn áætlað 431 milljón króna en heildaraflinn er 860 tonn.

„Uppistaðan í þessum afla er ufsi og þorskur en svo er minna af öðrum tegundum. Við erum einnig með aðeins af ýsu, gullkarfa og djúpkarfa,“ upplýsti Kristján en skipið hélt til veiða hinn 3. mars eða fyrir mánuði síðan. Skipið var mest allan túrinn fyrir sunnan landið en var einnig um tíma út af Vestfjörðum.  

Gekk á ýmsu í túrnum

Ætla mætti að í mettúr hafi allt gengið eins og best verður á kosið en skipverjarnir lentu þó í nokkrum skakkaföllum, merkilegt nokk. Annars vegar þegar veðurguðirnir létu finna fyrir sér og hins vegar vegna heimsfaraldursins. 

„Þetta er eini túrinn sem ég hef tekið þátt í um ævina þar sem ég fékk frí í miðjum túrnum í tæpa viku. Og var maður nú ekki að byrja í gær. Veðrið stoppaði okkur algerlega af um tíma. Á mánudagsmorgni vorum við úti í Jökuldýpi en skriðum í skjól. Við lönduðum því sem við vorum þá komnir með.

Á miðvikudeginum tókum við tvö höl áður en við fórum aftur í skjól. Síðan gerðum við ekkert fyrr en um miðjan dag á föstudegi. Það var alveg snarvitlaust veður hérna fyrir sunnan en við vorum í viku fyrir vestan og fengum svolítið af þorski þar. Annars hef ég verið allan túrinn hérna fyrir sunnan, á Selvogsbanka,“ sagði Kristján en það má kalla gott að hann hafi náð að manna allar vaktir þegar veiran skæða laumaði sér um borð. 

Um borð í Hrafni Sveinbjarnarsyni GK-255.
Um borð í Hrafni Sveinbjarnarsyni GK-255. Ljósmynd/Ægir Óskar Gunnarsson

Menn neituðu að gefast upp

„Við höfum lent í alls kyns ævintýrum í þessum túr. Þegar við fórum út vorum við allir skimaðir náttúrlega fyrir þessu blessaða Covid. Þegar við höfðum verið í fjóra daga úti á sjó, þá byrjaði það. Í tíu til tólf daga var veiran að veltast um nánast alla áhöfnina. Þeir fyrstu fóru í einangrun, eins og hægt er um borð í svona skipum, og var fylgst með þeim í samráði við lækna í landi.

Veikindin voru ekki alvarlegri en flensueinkenni og því var ekki talin þörf á  að fara í land. Þegar uppi var staðið vorum við þrír af tuttugu og sex sem smituðust ekki. Það hefur því ýmislegt gerst á mánaðartíma. Það voru gjarnan einn eða tveir sem voru frá en hinir voru að vinna. Menn neituðu að gefast upp og þótti veiðin alltof góð til þess,“ sagði Kristján sem sjálfur smitaðist af kórónuveirunni nýlega eða í janúar. 

Kristján Ólafsson hefur verið skipstjóri á Hrafni Sveinbjarnarsyni í liðlega þrjú ár en var áður stýrimaður á skipum hjá Þorbirni í áraraðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »