Stöðugur straumur kolmunnaskipa til Neskaupstaðar

Tómas Kaárason, skipstjórinn á Beiti, segir áhöfnina í góðu skapi …
Tómas Kaárason, skipstjórinn á Beiti, segir áhöfnina í góðu skapi enda fiskast vel á kolmunnamiðunum. Ljósmynd/Síldarvinnslan

„Héðan er allt gott að frétta. Hér er fínasta veiði. Við erum núna komnir með yfir 2.000 tonn í fjórum holum og erum nú á okkar fimmta holi í túrnum,“ segir Tómas Kárason, skipstjóri á Beiti NK, um gang kolmunnaveiða á gráa svæðinu suður af Færeyjum í færslu á vef Síldarvinnslunnar.

„Síðasti sólarhringur var mjög góður en þá fengum við hátt í 1.800 tonn í þremur holum. Í fyrrinótt fengum við 620 tonn, um 600 tonn um hádegi í gær og 540 tonn í nótt. Þetta voru allt stutt hol eða frá sex og upp í níu tíma. Stundum er dregið mun lengur eða allt upp í 16 tíma. Þetta er fínasti fiskur sem fæst hérna, þessi dæmigerði göngufiskur,“ segir Tómas.

Hann segir skipið vera á Wyville Thompson-hrygg og að þar séu flest kolmunnaskipin um þessar mundir en einnig eru einhverjir norðar. „Það verður að segjast að þetta lítur býsna vel út núna og menn eru kátir hér um borð.“

Fram kemur í færslunni að Börkur NK sé einnig á miðunum og að veiðar hafi gengið vel. Bjarni Ólafsson AK landaði í Neskaupstað í gær og er á leiðinni á miðin, en Hákon EA kom til hafnar í Neskaupstað í nótt og er unnið að löndun. Vilhelm Þorsteinsson EA, sem Samherji gerir út, er á leiðinni þangað með fullfermi af kolmunna.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.6.22 414,10 kr/kg
Þorskur, slægður 30.6.22 477,87 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.6.22 380,07 kr/kg
Ýsa, slægð 30.6.22 434,48 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.6.22 215,79 kr/kg
Ufsi, slægður 30.6.22 236,72 kr/kg
Djúpkarfi 22.6.22 177,00 kr/kg
Gullkarfi 30.6.22 222,23 kr/kg
Litli karfi 20.6.22 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.6.22 258,90 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.6.22 Denni SH-147 Grásleppunet
Grásleppa 2.968 kg
Samtals 2.968 kg
30.6.22 Júlía Rán RE-747 Handfæri
Þorskur 831 kg
Ufsi 234 kg
Gullkarfi 11 kg
Samtals 1.076 kg
30.6.22 Sæli AK-173 Handfæri
Þorskur 320 kg
Ufsi 114 kg
Gullkarfi 25 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 462 kg
30.6.22 Mar AK-074 Handfæri
Þorskur 405 kg
Ufsi 67 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 474 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.6.22 414,10 kr/kg
Þorskur, slægður 30.6.22 477,87 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.6.22 380,07 kr/kg
Ýsa, slægð 30.6.22 434,48 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.6.22 215,79 kr/kg
Ufsi, slægður 30.6.22 236,72 kr/kg
Djúpkarfi 22.6.22 177,00 kr/kg
Gullkarfi 30.6.22 222,23 kr/kg
Litli karfi 20.6.22 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.6.22 258,90 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.6.22 Denni SH-147 Grásleppunet
Grásleppa 2.968 kg
Samtals 2.968 kg
30.6.22 Júlía Rán RE-747 Handfæri
Þorskur 831 kg
Ufsi 234 kg
Gullkarfi 11 kg
Samtals 1.076 kg
30.6.22 Sæli AK-173 Handfæri
Þorskur 320 kg
Ufsi 114 kg
Gullkarfi 25 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 462 kg
30.6.22 Mar AK-074 Handfæri
Þorskur 405 kg
Ufsi 67 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 474 kg

Skoða allar landanir »