Bjartsýnn þrátt fyrir brælutíð

„Þetta er orðið talsvert skip miðað við marga strandveiðibáta þó …
„Þetta er orðið talsvert skip miðað við marga strandveiðibáta þó svo að vissulega séu margir á stærri bátum,“ segir Einar Helgason um Kolgu BA-70. Ljósmynd/Matthías Bergsson

„Fyrir utan leiðindaveður byrjar sumarið á strandveiðunum ágætlega,“ sagði Einar Helgason á Kolgu BA 70 upp úr hádegi í gær. Hann var þá á landleið og sigldi á rúmum 20 mílum inn Patreksfjarðarflóa með dagskammtinn sem fékkst á fjórum tímum á Víkurálstotunni vestur af Látrabjargi.

Vertíðin byrjaði á mánudag, en Einar reri ekki á þriðjudag vegna veðurs. Í gærmorgun héldu hann og fleiri strandveiðibátar út frá Patreksfirði þegar veður gekk aðeins niður. Á þriðjudag voru alls 470 bátar komnir með virk leyfi til strandveiða. Þeir hafa þó ekki allir getað hafið veiðar vegna veðurs, en í gær var fjöldi minni báta á sjó við vestanvert landið.

Aldan köld á Kolgu

Einar segir að nóg virðist vera af fiski og nú sé stóri fiskurinn farinn að taka. Hann fór í kvótaróður í síðustu viku og þá var fiskurinn mjög blandaður og stóra fiskinn vantaði. Í gær var helmingur dagskammtsins, sem er um 700 kíló af þorski, yfir átta kíló að þyngd og hinn helmingurinn flokkaðist sem stór, þ.e. yfir fimm kílóum. Einar er bjartsýnn á sumarið, en síðustu sumur hefur hann verið með þeim aflahæstu á strandveiðununm, gjarnan með um og yfir 40 tonn í heildina.

Bátur Einars, Kolga BA, var upphaflega átta metra Sómi, sem var smíðaður á tíunda ártatugnum sem frístundabátur með stóru húsi. Honum hefur mikið verið breytt og er nú rúmlega 11 metrar á lengd með öflugri vél. „Þetta er orðið talsvert skip miðað við marga strandveiðibáta þó svo að vissulega séu margir á stærri bátum,“ segir Einar.

Nafnið segir Einar að sé sótt í goðafræðina og Kolga (einnig Kólga) hafi verið ein dætra Ægis og Ránar og meðal annarra Ægisdætra hafi verið þær Bára, Hrönn, Unnur og Bylgja. Nöfnin standi fyrir öldur hafsins og Kolga sé köld alda. Það hafi sannarlega átt við í öldugangi og snjókomu gærdagsins.

Fjórtán ára háseti

Eftir að hafa verið skipstjóri á línubát í níu ár hjá útgerð í eigu annarra, samhliða strandveiðunum, hætti hann þeim starfa í fyrra. Hann er núna netamaður á togaranum Vestra á fiskitrolli yfir veturinn en á strandveiðunum á sumrin. Þetta henti báðum vel þar sem færri eru um borð á rækjunni á Vestra á sumrin og hann sé þá eigin herra á strandveiðunum. Á þeim veiðiskap séu flestir einir um borð, en í fyrra fékk Einar þó liðsauka:

„Fjórtán ára stjúpdóttir mín, Mónika Björg, var með mér um borð hluta sumars í fyrra,“ segir Einar. „Hún náði sér í smápening með þessu og stóð sig vel, var dugleg, ekkert sjóveik og góður félagsskapur. Það getur vel verið að hún rói eitthvað mér í sumar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »