Hlutfall kvóta ætlað strandveiðum aldrei stærra

Hér er komið úr róðri til Raufarhafnar. Líklega taka margir …
Hér er komið úr róðri til Raufarhafnar. Líklega taka margir þátt í strandveiðum ársins en 10 þúsund tonn eru í pottinum. Ljósmynd/Gunnar Páll Baldursson

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um strandveiðileyfi á vef Fiskistofu og verða alls 10.000 tonn af þorski í strandveiðipottinum, að því er fram kemur í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu á vef stjórnarráðsins. Þar segir jafnframt matvælaráðherra að unnið sé að umbótum á strandveiðikerfinu í matvælaráðuneytinu.

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur undirritað reglugerð um strandveiðar ársins og verður heimildir sem veiðunum er ætlað 1.500 tonnum meiri en gert var ráð fyrir í kjölfar skerðinga. Þessar heimildir í þorski fengust á skiptamörkuðum fyrir heimildir ríkisins í öðrum tegundum og ákvað ráðherra að bæta í strandveiðipottinn. Hlutfall strandveiða af leyfilegum heildarafla þorsks nemur því 4,5% og hefur ekki hefur svo stórum hluta aflans áður verið úthlutað til strandveiða.

„Þessari ákvörðun er ætlað að festa strandveiðar enn betur í sessi, en í dag fá margar fjölskyldur hluta sinna heimilistekna frá strandveiðum. Sá afli sem er til ráðstöfunar fyrir strandveiðar hverju sinni miðast við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og ákvörðun ráðherra um leyfilegan heildarafla,“ segir í tilkynningunni.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mbl.is/Eggert Jóhannesson

Duga heimildirnar?

Fyrsti dagur strandveiða verður mánudaginn 2. maí. Fram kemur á vef Fiskistofu að umsókn þarf að hafa borist stofnuninni fyrir hálf tvö síðdegis á föstudag og greiðsluseðill greiddur fyrir níu að kvöldi sama dag ef stefnt er að því að hefja veiðar á fyrsta degi.

Áður hafa 200 mílur fjallað um að töluverður fjöldi er líklegur til að að sækja í strandveiðar í sumar í ljósi þess að margar smærri útgerðir eru langt komnar með að veiða þann afla sem þær hafa heimildir fyrir, auk þess sem eru verð hagstæð. Það getur því hæglega farið svo að 10 þúsund tonnin verði búin áður en strandveiðitímabilinu lýkur í ágúst.

Kveðst hafa sett vinnu af stað

Strandveiðisumarið nú verður það fjórtánda frá því að veiðunum var komið á og er tilgangurinn að  sjá til þess að hægt sé að „stunda veiðar með ströndinni á sjálfbæran og ábyrgan hátt en jafnframt opna möguleika fyrir þau sem ekki hafa yfir aflamarki að ráða á að reyna fyrir sér í sjávarútvegi,“ segir í tilkynningu matvælaráðuneytisins.

„Ég hef fengið fjölda erinda frá strandveiðimönnum þar sem ég hef verið hvött til að taka til skoðunar hvernig bæta megi kerfið þannig að verðmætasköpun verði sem mest og jafnræði landsvæða sem best. Þessa hvatningu tek ég alvarlega og og hef ég sett slíka vinnu af stað. Mikilvægt er að strandveiðar verði áfram tryggðar í þágu byggða, sjálfbærni og fæðuöryggis,“ er haft eftir Svandísi í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Jökull ÞH 299 Grálúðunet
Þorskur 24.903 kg
Grálúða 229 kg
Samtals 25.132 kg
19.9.24 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 1.689 kg
Þorskur 1.181 kg
Keila 277 kg
Steinbítur 18 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 3.188 kg
19.9.24 Hrönn NS 50 Handfæri
Ufsi 12 kg
Samtals 12 kg
19.9.24 Margrét GK 33 Lína
Ýsa 4.669 kg
Þorskur 1.953 kg
Steinbítur 300 kg
Keila 30 kg
Langa 14 kg
Karfi 5 kg
Samtals 6.971 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Jökull ÞH 299 Grálúðunet
Þorskur 24.903 kg
Grálúða 229 kg
Samtals 25.132 kg
19.9.24 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 1.689 kg
Þorskur 1.181 kg
Keila 277 kg
Steinbítur 18 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 3.188 kg
19.9.24 Hrönn NS 50 Handfæri
Ufsi 12 kg
Samtals 12 kg
19.9.24 Margrét GK 33 Lína
Ýsa 4.669 kg
Þorskur 1.953 kg
Steinbítur 300 kg
Keila 30 kg
Langa 14 kg
Karfi 5 kg
Samtals 6.971 kg

Skoða allar landanir »