Létu smíða 40 metra veiðieftirlitsbát

Norska fiskistofan, Fiskeridirektoratet, mun seinna á árinu taka í notkun …
Norska fiskistofan, Fiskeridirektoratet, mun seinna á árinu taka í notkun eftirlitsbát sem er búinn drónum af ýmsu tagi. Ljósmynd/Fiskeridirektoratet

Smíði nýs eftirlitsbáts norsku fiskistofunnar, Fiskeridirektoratet, lauk um miðjan maí og hófust nýverið prófanir á tvíbytnunni MS Fjorgyn. Báturinn er meðal annars búinn loft- og neðansjávardrónum. Hann mun meðal annars sinna veiðieftirliti meðfram strandlengju Noregs.

Báturinn verður notaður í eftirlitsverkefni og mun einnig nýtast sem aðgerðamiðstöð fyrir ýmis rannsóknarverkefni, sem og verkefni sem tengjast hreinsun hafsbotnsins. Hann verður mikilvæg viðbót við þann flota sem við höfum nú þegar yfir að ráða og gerir okkur kleift að sinna aðgerðum á mun stærra svæði,“ segir Rolf-Harald Jensen, forstöðumaður siglingasviðs Fiskeridirektoratet, í tilkynningu á vef stofnunarinnar.

Skipasmíðastöðin OMA Båtbyggeri í Stord í Noregi smíðaði tvíbytnuna úr áli og er mesta lengd 41 metri og breiddin 10,6 metrar. Fjorgyn er búinn nútímalegum búnaði, svo sem loft- og neðansjávardrónum, innrauðum myndavélum til skilvirkrar leitar og um borð er vel búin rannsóknarstofa, sem nýtist bæði af stofnuninni og samstarfsaðilum hennar.

32 hnútar

Fram kemur á vef skipasmíðastöðvarinnar að báturinn er sérhannaður vinnubátur með tengiltvinnframdrifskerfi sem dregur úr umhverfisáhrifum. Báturinn er búið fjórum hefðbundnum vélum, sem hver um sig eru 1.200 hö og hámarkshraði er 32 hnútar. Þá eru vélarnar með útblásturshreinsun sem uppfyllir ýtrustu kröfur um útblástur. Fjorgyn er einnig búið tveimur rafmótorum. Þannig er hægt að aka bátnum með raforku frá rafgeymum um borð eða sambland af dísil- og raforku. Ennfremur hafa verið settar sólarplötur á bátinn sem munu stuðla að lýsingu og hita um borð.

Líklega er um að ræða einn tæknivæddasta fiskveiðieftirlitsbát sem sést …
Líklega er um að ræða einn tæknivæddasta fiskveiðieftirlitsbát sem sést hefur. Ljósmynd/Oma Båtbyggeri

„Báturinn hefur ekki verið formlega afhentur ennþá. Enn sem komið er höfum við aðeins fengið tilkynningar um smávægileg atriði sem þarf að lagfæra. Þetta lofar góðu. Fyrir norsku fiskistofuna mun þessi bátur þýða traust skref fram á við og gefa okkur enn betra tækifæri til að sinna verkefnum okkar,“ segir Jensen.

Þrátt fyrir að tvíbytnan sé smíðuð með verkefni Fiskeridirektoratet fyrir sjónum er norska stofnunin ekki eigandi hennar, heldur skipsrekstrarfélagið Norled. Fjorgyn er leigður af stofnuninni til átta ára með möguleika á að framlengja leigutímann um allt að tvö ár.

Sex í áhöfn

Í Noregir eru gerðar sérstakar kröfur um mönnun báta af þessari stærð og þurfa að vera að lágmarki fjórir í áhöfn hverju sinni; skipstjóri, vélstjóri og tveir skoðunarmenn. Skipstjóri og vélstjóri verða starfsmenn Norled en eftirlitsmenn starfsmenn Fiskeridirektoratet. Í áætlunum norsku fiskistofunnar er hins vegar gert ráð fyrir því að það verði tveir eftirlitsmenn til viðbótar lágmarksmönnun og því sex í áhöfn. „Til að byrja með getur þetta þýtt að við höfum minna fjármagn á öðrum sviðum, sem siglingasvið á að sinna. En á hinn bóginn getur þessi bátur gert eftirlit með fiskveiðum á miðunum skilvirkara,“ útskýrir Jensen.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 392,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 201,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,16 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,74 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 154,91 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Hafþór SU 144 Grásleppunet
Grásleppa 1.116 kg
Þorskur 43 kg
Samtals 1.159 kg
26.4.24 Steini G SK 14 Grásleppunet
Grásleppa 679 kg
Þorskur 132 kg
Steinbítur 8 kg
Ufsi 5 kg
Þykkvalúra 2 kg
Sandkoli 1 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 828 kg
26.4.24 Kristín ÞH 15 Grásleppunet
Grásleppa 1.279 kg
Þorskur 84 kg
Ufsi 23 kg
Skarkoli 8 kg
Samtals 1.394 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 392,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 201,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,16 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,74 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 154,91 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Hafþór SU 144 Grásleppunet
Grásleppa 1.116 kg
Þorskur 43 kg
Samtals 1.159 kg
26.4.24 Steini G SK 14 Grásleppunet
Grásleppa 679 kg
Þorskur 132 kg
Steinbítur 8 kg
Ufsi 5 kg
Þykkvalúra 2 kg
Sandkoli 1 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 828 kg
26.4.24 Kristín ÞH 15 Grásleppunet
Grásleppa 1.279 kg
Þorskur 84 kg
Ufsi 23 kg
Skarkoli 8 kg
Samtals 1.394 kg

Skoða allar landanir »