Breyttar reglur um hvalveiðar skorti lagastoð

Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf.
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hvalur hf. telur fyrirhugaðar breytingar á reglugerð um hvalveiðar ekki eiga sér lagastoð. Þetta kemur fram í umsögn Hvals við drög að reglugerð um hvalveiðar sem birtist á samráðsgátt fyrr í mánuðinum.

Með breytingunum er lagt til að skipstjórar hvalveiðiskipa tilnefni dýravelferðarfulltrúa úr áhöfn sem ber ábyrgð á því að rétt sé staðið að velferð hvala við veiðar.

Dýravelferðarfulltrúar skuli sækja námskeið sem skuli vera samþykkt af Matvælastofnun og skuli þeir sömuleiðis safna gögnum um veiðarnar og mynda þær á myndband. Öll gögn og myndefni eigi þá að afhenda eftirlitsdýralækni.

Reglugerðin óskýr og skortir lagastoð

Hvalur segir í umsögn sinni að það sé ljóst að viðhlítandi lagaheimild skorti til þeirrar breytingar sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra leggur til.

Lagaákvæðið sem reglugerðin byggist á kveður á um hverjir mega aflífa dýr, hvernig staðið skuli að aflífun og banni við tilteknum aðferðum við aflífun. Ákvæðið kveður ekki á um tilnefningu dýravelferðarfulltrúa.

Hvalur kveðst telja áskilnað um tilnefningu dýravelferðarfulltrúa vera óskýran og í eðli sínu íþyngjandi.

Við setningu íþyngjandi reglugerðarákvæða þurfi skýran og ótvíræðan lagagrundvöll og því sé ráðherrann ekki í þeirri stöðu að þurfa „ekki að fara í gegnum þingið og allt sem því fylgir“.

Þá telur Hvalur vandséð hvernig fyrirhugaðar breytingar samrýmis meðalhófsreglu stjórnsýslu- og stjórnskipunarréttar, en af henni leiðir að stjórnvaldi er ekki aðeins skylt að taka tillit til hagsmuna og réttinda þeirra aðila sem athafnir stjórnvaldsins og valdbeiting beinist að heldur ber stjórnvaldi að fara ákveðinn meðalveg á milli þessara andstæðu sjónarmiða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.2.25 599,48 kr/kg
Þorskur, slægður 10.2.25 616,81 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.2.25 419,44 kr/kg
Ýsa, slægð 10.2.25 347,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.2.25 226,96 kr/kg
Ufsi, slægður 10.2.25 301,31 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 10.2.25 398,27 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.2.25 Hafborg EA 152 Dragnót
Þorskur 5.400 kg
Ýsa 3.388 kg
Steinbítur 414 kg
Skarkoli 215 kg
Langlúra 95 kg
Grásleppa 61 kg
Sandkoli 58 kg
Hlýri 50 kg
Samtals 9.681 kg
10.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 974 kg
Ýsa 858 kg
Keila 763 kg
Hlýri 94 kg
Ufsi 57 kg
Steinbítur 51 kg
Karfi 31 kg
Samtals 2.828 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.2.25 599,48 kr/kg
Þorskur, slægður 10.2.25 616,81 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.2.25 419,44 kr/kg
Ýsa, slægð 10.2.25 347,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.2.25 226,96 kr/kg
Ufsi, slægður 10.2.25 301,31 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 10.2.25 398,27 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.2.25 Hafborg EA 152 Dragnót
Þorskur 5.400 kg
Ýsa 3.388 kg
Steinbítur 414 kg
Skarkoli 215 kg
Langlúra 95 kg
Grásleppa 61 kg
Sandkoli 58 kg
Hlýri 50 kg
Samtals 9.681 kg
10.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 974 kg
Ýsa 858 kg
Keila 763 kg
Hlýri 94 kg
Ufsi 57 kg
Steinbítur 51 kg
Karfi 31 kg
Samtals 2.828 kg

Skoða allar landanir »