253 milljóna tap hjá Iceland Seafood

Miklar verðhækkanir á öllum aðföngum hefur haft neikvæð áhrif á …
Miklar verðhækkanir á öllum aðföngum hefur haft neikvæð áhrif á rekstur Iceland Seafood, sérstaklega á Bretlandi. Ljósmynd/Iceland Seafood

Drög að hálfsársuppgjöri Iceland Seafood International (ISI) fyrir fyrsta árshelming 2022 gefa til kynna 1,8 milljóna evra tap fyrirtækisins fyrir skatt, jafnvirði 253 milljóna íslenskra króna. Örar og miklar verðhækkanir á öllum aðföngum á tímabilinu, sérstaklega öðrum ársfjórðungi, eru sagðar valda erfiðleikum.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu sem birt hefur verið á vef félagsins.

Þar segir að miklar áskoranir hafi verið í rekstrinum hjá Norður-Evrópu-deild fyrirtækisins. „Sú deild byggir að mestu á sölu til smásöluaðila en það tekur lengri tíma að skila verðhækkunum til viðskiptavina í smásölu en veitingaþjónustu. Miklar hækkanir á laxi höfðu einkum áhrif á afkomu á Írlandi á tímabilinu. Þessi verð hafa nú jafnast út, á sama tíma hefur kostnaðaraukningunni verið komið yfir á viðskiptavini. Því er gert ráð fyrir að afkoma starfseminnar á Írlandi verði aftur komin í eðlilegt horf frá þriðja ársfjórðungi 2022.“

Rekstur ISI í Bretlandi er sagður hafa fundið sérstaklega fyrir breyttum ytri aðstæðum. „Það mun taka lengri tíma og kosta meira en áður var áætlað að koma á stöðugleika í rekstrinum. […] Nýr en reyndur stjórnendahópur er að koma á stöðugleika í rekstrinum, lykilverkefni eru að leiðrétta söluverð og efla viðskiptin bæði við núverandi og nýja viðskiptavini. Miðað við núverandi horfur er gert ráð fyrir að tap verði á rekstrinum á öðrum árshelmingi 2022, en jafnvægi verði náð á fyrsta árshelmingi 2023.

Gengið vel í suðri

Fram kemur að rekstur Suður-Evrópu-deild félagsins hafi gengið vel, sérstaklega IS Iberica. „Eftirspurn eftir bæði þorskafurðum frá Íslandi og argentínskri rækju var góð á tímabilinu, sem skilaði sér í bæði góðri sölu og framlegð. Rekstur Ahumados Dominguez varð fyrir neikvæðum áhrifum af mikilli verðhækkun á laxi, sérstaklega á öðrum ársfjórðungi. En eins og á Írlandi er búist við að frammistaða Ahumados Dominguez verði aftur komin í eðlilegt horf á þriðja ársfjórðungi.“

Endanlegt hálfsársuppgjör verður kynnt eftir lokun markaða 17. ágúst.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 12.9.22 1.117,11 kr/kg
Þorskur, óslægður 3.10.22 523,95 kr/kg
Þorskur, slægður 3.10.22 481,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.10.22 381,54 kr/kg
Ýsa, slægð 3.10.22 380,53 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.10.22 258,77 kr/kg
Ufsi, slægður 3.10.22 282,83 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.22 166,00 kr/kg
Gullkarfi 3.10.22 327,18 kr/kg
Litli karfi 28.9.22 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.10.22 Einar Guðnason ÍS-303 Lína
Þorskur 7.054 kg
Ýsa 6.590 kg
Steinbítur 254 kg
Gullkarfi 112 kg
Langa 67 kg
Keila 16 kg
Samtals 14.093 kg
3.10.22 Straumey EA-050 Lína
Þorskur 4.258 kg
Ýsa 674 kg
Gullkarfi 20 kg
Keila 8 kg
Samtals 4.960 kg
3.10.22 Egill ÍS-077 Dragnót
Skarkoli 6.835 kg
Þorskur 2.366 kg
Ýsa 608 kg
Sandkoli norðursvæði 172 kg
Steinbítur 167 kg
Samtals 10.148 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 12.9.22 1.117,11 kr/kg
Þorskur, óslægður 3.10.22 523,95 kr/kg
Þorskur, slægður 3.10.22 481,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.10.22 381,54 kr/kg
Ýsa, slægð 3.10.22 380,53 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.10.22 258,77 kr/kg
Ufsi, slægður 3.10.22 282,83 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.22 166,00 kr/kg
Gullkarfi 3.10.22 327,18 kr/kg
Litli karfi 28.9.22 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.10.22 Einar Guðnason ÍS-303 Lína
Þorskur 7.054 kg
Ýsa 6.590 kg
Steinbítur 254 kg
Gullkarfi 112 kg
Langa 67 kg
Keila 16 kg
Samtals 14.093 kg
3.10.22 Straumey EA-050 Lína
Þorskur 4.258 kg
Ýsa 674 kg
Gullkarfi 20 kg
Keila 8 kg
Samtals 4.960 kg
3.10.22 Egill ÍS-077 Dragnót
Skarkoli 6.835 kg
Þorskur 2.366 kg
Ýsa 608 kg
Sandkoli norðursvæði 172 kg
Steinbítur 167 kg
Samtals 10.148 kg

Skoða allar landanir »