Veiddu grálúðu með 2.600 kílómetra að baki

Þann 6. september fékk Hafrannsóknastofnun þessa fínu mynd sem sýnir …
Þann 6. september fékk Hafrannsóknastofnun þessa fínu mynd sem sýnir merkingar- og veiðistað grálúðunnar. Mynd/Amanda Barkley

Hafrannsóknastofnun barst 19. ágúst fyrirspurn frá skipverja á Guðmundi í Nesi RE-13 í tengslum við merki sem fannst í grálúðu sem veiddist á Hampiðjutorginu um nóttina. Í ljós kom að grálúðan hafi ferðast nokkuð langt frá upphaflegum slóðum við Davis-sund.

„Ekki reyndist merkið vera frá okkur og var send fyrirspurn á Hafrannsóknastofnunina á Grænlandi um hvort merkið væri frá þeim. Það reyndist ekki vera og því var haft samband við Vemco (Innovasea), sem er framleiðandi merkisins, hvort að þeir gætu aðstoðað við að hafa uppi á eiganda þess,2 segir í færslu á vef Hafrannsóknastofnunar.

Merkið fannst í grálúðu sem togarinn Guðmundur í Nesi RE …
Merkið fannst í grálúðu sem togarinn Guðmundur í Nesi RE veiddi. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Þar segir að svar hafi borist 26. ágúst síðastliðinn og að eigandinn sé Nigel Hussey hjá Windsor-háskóla í Kanada. Sá hafði samband við Hafrannsóknastofnun til að afla upplýsingar um fundarstað.

Grálúðan var merkt 18. september 2016 norður af Disko Fan Conservation Area í Kanada á svæði sem er lokað fyrir öllum veiðum sem snerta hafsbotninn. Grálúðan var 68 sentímetrar við merkingu en ekki fylgdu upplýsingar um stærð þegar hún veiddist.

Áætla má að vegalengdin í sjó frá staðnum sem grálúðan var merkt til staðarins sem hún veiddist sé um 2.600 kílómetrar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »