Leggja til tveggja ára þorskveiðibann við Færeyjar

Vísindamenn leggja til að enginn þorskur verði veiddur á landgrunni …
Vísindamenn leggja til að enginn þorskur verði veiddur á landgrunni Færeyja næstu tvö árin vegna þess hve illa stofninn er á sig kominn. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hefur lagt til engar þorskveiðar verði við Færeyjar árin 2023 og 2024. Færeyingar hafa um langt skeið veitt töluvert umfram ráðgjöf vísindamanna og er hrygningarstofninn nú talinn minni en nokkru sinni fyrr.

Athygli vekur að gefin er út ráðgjöf fyrir tvö ár frekar en eitt í senn eins og venja er. Hafrannsóknastofnun Færeyja, Havstova, upplýsir að ástæðan sé að hrygningarstofn þorsks á landgrunni eyjanna sé svo illa haldinn að ekkert bendi til að hann taki við sér næstu tvö árin.

Þá má sjá í ráðgjafarskjali ICES, sem birt var í gær, að nýliðun hefur verið veik nánast undantekningalaust frá aldamótum og hefur dregist mikið saman undanfarin fimm ár. Stærð stofnsins hefur verið í sögulegu lágmarki allt frá árinu 2005.

Hrygingarstofn þorsks á landgrunni Færeyja er talinn minni en nokkru …
Hrygingarstofn þorsks á landgrunni Færeyja er talinn minni en nokkru sinni fyrr. Skjáskot/ICES

Ekki er staðan mikið skárri þegar kemur að þorskstofninum á Færeyjabanka, en þar leggur ICES til að ekki verða veidd meira en 78 tonn. Hrygningarstofninn hefur verið að taka við sér þar undanfarin ár en var nánast horfinn á tímabilinu 2005 til 2018.

Á Færeyjabanka voru einnig stundaðar veiðar langt umfram ráðgjöf vísindamanna í áraraðir.

52% samdráttur í ufsa

Þá leggur ICES til að hámarksafli í ýsu við Færeyjar verði 11.853 tonn árið 2023 sem er 37% aukning milli ára, en stofninn var undir varúðarmörkum árin 2008 til 2018. Havstovan upplýsir að stofninn hafi komist upp fyrir þessi mörk árið 2018 í kjölfar sérstakra verndaraðgerða.

Vísbendingar eru um að vöxtur færeyska ýsustofnsins á komandi árum verði ekki jafn mikill og áður var haldið þar sem nýliðun er heldur lítil, þrátt fyrir vöxt hrygningarstofns.

Ráðgjöf ICES um hámarksafla í ufsa dregst saman um 52% milli ára og er lagt til að ekki verða veidd meira en 17.843 tonn árið 2023. Samdráttinn má rekja til fyrra ofmats á stofnstærð, upplýsir Havstovan.

Ráðgjöf fyrir þorsk á landgrunni Færeyja

Ráðgjöf vegna þorsks á Færeyjabanka

Ráðgjöf vegna ýsu við Færeyjar

Ráðgjöf fyrir ufsa við Færeyjar

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 392,71 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 306,71 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 199,48 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 77,57 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 109,66 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 152,75 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Manni ÞH 88 Grásleppunet
Grásleppa 885 kg
Skarkoli 158 kg
Þorskur 49 kg
Samtals 1.092 kg
26.4.24 Sigrún GK 97 Grásleppunet
Grásleppa 1.491 kg
Þorskur 132 kg
Rauðmagi 13 kg
Samtals 1.636 kg
26.4.24 Magnús Jón ÓF 14 Grásleppunet
Grásleppa 1.223 kg
Þorskur 215 kg
Ufsi 51 kg
Ýsa 38 kg
Samtals 1.527 kg
26.4.24 Lundey SK 3 Grásleppunet
Grásleppa 680 kg
Þorskur 161 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 856 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 392,71 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 306,71 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 199,48 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 77,57 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 109,66 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 152,75 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Manni ÞH 88 Grásleppunet
Grásleppa 885 kg
Skarkoli 158 kg
Þorskur 49 kg
Samtals 1.092 kg
26.4.24 Sigrún GK 97 Grásleppunet
Grásleppa 1.491 kg
Þorskur 132 kg
Rauðmagi 13 kg
Samtals 1.636 kg
26.4.24 Magnús Jón ÓF 14 Grásleppunet
Grásleppa 1.223 kg
Þorskur 215 kg
Ufsi 51 kg
Ýsa 38 kg
Samtals 1.527 kg
26.4.24 Lundey SK 3 Grásleppunet
Grásleppa 680 kg
Þorskur 161 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 856 kg

Skoða allar landanir »