Leggja til tveggja ára þorskveiðibann við Færeyjar

Vísindamenn leggja til að enginn þorskur verði veiddur á landgrunni …
Vísindamenn leggja til að enginn þorskur verði veiddur á landgrunni Færeyja næstu tvö árin vegna þess hve illa stofninn er á sig kominn. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hefur lagt til engar þorskveiðar verði við Færeyjar árin 2023 og 2024. Færeyingar hafa um langt skeið veitt töluvert umfram ráðgjöf vísindamanna og er hrygningarstofninn nú talinn minni en nokkru sinni fyrr.

Athygli vekur að gefin er út ráðgjöf fyrir tvö ár frekar en eitt í senn eins og venja er. Hafrannsóknastofnun Færeyja, Havstova, upplýsir að ástæðan sé að hrygningarstofn þorsks á landgrunni eyjanna sé svo illa haldinn að ekkert bendi til að hann taki við sér næstu tvö árin.

Þá má sjá í ráðgjafarskjali ICES, sem birt var í gær, að nýliðun hefur verið veik nánast undantekningalaust frá aldamótum og hefur dregist mikið saman undanfarin fimm ár. Stærð stofnsins hefur verið í sögulegu lágmarki allt frá árinu 2005.

Hrygingarstofn þorsks á landgrunni Færeyja er talinn minni en nokkru …
Hrygingarstofn þorsks á landgrunni Færeyja er talinn minni en nokkru sinni fyrr. Skjáskot/ICES

Ekki er staðan mikið skárri þegar kemur að þorskstofninum á Færeyjabanka, en þar leggur ICES til að ekki verða veidd meira en 78 tonn. Hrygningarstofninn hefur verið að taka við sér þar undanfarin ár en var nánast horfinn á tímabilinu 2005 til 2018.

Á Færeyjabanka voru einnig stundaðar veiðar langt umfram ráðgjöf vísindamanna í áraraðir.

52% samdráttur í ufsa

Þá leggur ICES til að hámarksafli í ýsu við Færeyjar verði 11.853 tonn árið 2023 sem er 37% aukning milli ára, en stofninn var undir varúðarmörkum árin 2008 til 2018. Havstovan upplýsir að stofninn hafi komist upp fyrir þessi mörk árið 2018 í kjölfar sérstakra verndaraðgerða.

Vísbendingar eru um að vöxtur færeyska ýsustofnsins á komandi árum verði ekki jafn mikill og áður var haldið þar sem nýliðun er heldur lítil, þrátt fyrir vöxt hrygningarstofns.

Ráðgjöf ICES um hámarksafla í ufsa dregst saman um 52% milli ára og er lagt til að ekki verða veidd meira en 17.843 tonn árið 2023. Samdráttinn má rekja til fyrra ofmats á stofnstærð, upplýsir Havstovan.

Ráðgjöf fyrir þorsk á landgrunni Færeyja

Ráðgjöf vegna þorsks á Færeyjabanka

Ráðgjöf vegna ýsu við Færeyjar

Ráðgjöf fyrir ufsa við Færeyjar

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.2.23 536,03 kr/kg
Þorskur, slægður 2.2.23 634,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.2.23 450,78 kr/kg
Ýsa, slægð 2.2.23 370,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.2.23 319,84 kr/kg
Ufsi, slægður 2.2.23 425,37 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 27.1.23 237,00 kr/kg
Djúpkarfi 2.2.23 195,00 kr/kg
Gullkarfi 2.2.23 421,42 kr/kg
Litli karfi 2.2.23 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.2.23 Straumey EA-050 Lína
Þorskur 2.753 kg
Ýsa 821 kg
Steinbítur 16 kg
Hlýri 7 kg
Samtals 3.597 kg
2.2.23 Fanney EA-048 Landbeitt lína
Þorskur 1.054 kg
Ýsa 469 kg
Samtals 1.523 kg
2.2.23 Pálína Þórunn GK-049 Botnvarpa
Skarkoli 5.700 kg
Steinbítur 1.188 kg
Samtals 6.888 kg
2.2.23 Auður Vésteins SU-088 Lína
Þorskur 199 kg
Keila 96 kg
Ýsa 14 kg
Gullkarfi 5 kg
Hlýri 4 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 322 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.2.23 536,03 kr/kg
Þorskur, slægður 2.2.23 634,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.2.23 450,78 kr/kg
Ýsa, slægð 2.2.23 370,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.2.23 319,84 kr/kg
Ufsi, slægður 2.2.23 425,37 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 27.1.23 237,00 kr/kg
Djúpkarfi 2.2.23 195,00 kr/kg
Gullkarfi 2.2.23 421,42 kr/kg
Litli karfi 2.2.23 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.2.23 Straumey EA-050 Lína
Þorskur 2.753 kg
Ýsa 821 kg
Steinbítur 16 kg
Hlýri 7 kg
Samtals 3.597 kg
2.2.23 Fanney EA-048 Landbeitt lína
Þorskur 1.054 kg
Ýsa 469 kg
Samtals 1.523 kg
2.2.23 Pálína Þórunn GK-049 Botnvarpa
Skarkoli 5.700 kg
Steinbítur 1.188 kg
Samtals 6.888 kg
2.2.23 Auður Vésteins SU-088 Lína
Þorskur 199 kg
Keila 96 kg
Ýsa 14 kg
Gullkarfi 5 kg
Hlýri 4 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 322 kg

Skoða allar landanir »