Jónbjörn var enga stund að tegundagreina þverhyrnu

Þverhyrna (Lophodolos acanthognadus) veiddist í fyrsta sinn í haustrallinu.
Þverhyrna (Lophodolos acanthognadus) veiddist í fyrsta sinn í haustrallinu. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun: Svanhildur Egilsdóttir.

Þverhyrna eða Lophodolos acanthognadus veiddist í fyrsta sinn í efnahagslögsögu Íslands í síðasta haustralli Hafrannsóknastofnunar. Greining sjaldgæfra tegunda getur tekið nokkurn tíma en að þessu sinni gat Jónbjörn Pálsson greint tegundina við fyrstu sýn.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu á vef Hafrannsóknastofnunar.

Þar segir að þverhyrna tilheyri hyrnuætt af ættbálki kjaftagelgna en flestir fiskar þessa ættbálks eru djúpfiskar, ýmist botnfiskar eða botn- og miðsævisfiskar.

Fiskurinn vakti skiljanlega áhuga vísindamanna.
Fiskurinn vakti skiljanlega áhuga vísindamanna. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Algengt er að misalgengar tegundir veiðist í þeim hluta haustrallsins þar sem togað er á miklu dýpi. Í þetta sinn var togað á 1.400 metra dýpi. „Þegar togað er svona djúpt finnast fjölmargar tegundir sem eru lítt þekktar, þótt sumar séu nokkuð algengar. Einnig fást sjaldgæfar tegundir og sumar þeirra hafa fundist aðeins nokkrum sinnum á þeim 25 árum sem haustrallið hefur farið fram,“ segir í tilkynningunni.

Vakin er athygli á að sjaldgæfar tegundir sem veiðist í leiðöngrum Hafró séu frystar og skoðaðar nánar við betri aðstæður á rannsóknarstofu.

„Jónbjörn Pálsson hefur oft verið okkur innan handar við greiningar. Venjulega kostar þessi greiningarvinna þó nokkra yfirlegu en í þetta sinn þurfti Jónbjörn ekki annað en að berja fiskinn augum í nokkrar sekúndur til að þekkja tegundina. Kom þá upp úr dúrnum að þessi tegund hefur verið þeim Gunnari Jónssyni kunn í nokkurn tíma en hún hefur veiðst áður utan íslenskrar efnahagslögsögu, t.d. í leiðöngrum í Grænlandshafi. Í ár veiddist þverhyrna innan íslenskrar efnahagslögsögu og getur hún því hér með talist til íslenskrar fiskafánu,“ segir í tilkynningunni.

Þeir Jónbjörn og Gunnar eru báðir meðal höfunda bókarinnar Íslenskir fiskar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.3.24 464,62 kr/kg
Þorskur, slægður 4.3.24 539,55 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.3.24 221,29 kr/kg
Ýsa, slægð 4.3.24 203,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.3.24 190,09 kr/kg
Ufsi, slægður 4.3.24 208,77 kr/kg
Gullkarfi 4.3.24 227,76 kr/kg
Litli karfi 22.2.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 25.2.24 75,00 kr/kg
Blálanga, slægð 4.3.24 247,39 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.3.24 Seigur Iii Rauðmaganet
Þorskur 61 kg
Rauðmagi 25 kg
Grásleppa 14 kg
Steinbítur 4 kg
Skarkoli 2 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 107 kg
4.3.24 Drangey SK 2 Botnvarpa
Þorskur 99.317 kg
Karfi 19.436 kg
Ýsa 12.495 kg
Ufsi 10.627 kg
Langa 2.733 kg
Hlýri 691 kg
Grálúða 405 kg
Blálanga 231 kg
Steinbítur 146 kg
Keila 76 kg
Grásleppa 65 kg
Þykkvalúra 11 kg
Samtals 146.233 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.3.24 464,62 kr/kg
Þorskur, slægður 4.3.24 539,55 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.3.24 221,29 kr/kg
Ýsa, slægð 4.3.24 203,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.3.24 190,09 kr/kg
Ufsi, slægður 4.3.24 208,77 kr/kg
Gullkarfi 4.3.24 227,76 kr/kg
Litli karfi 22.2.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 25.2.24 75,00 kr/kg
Blálanga, slægð 4.3.24 247,39 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.3.24 Seigur Iii Rauðmaganet
Þorskur 61 kg
Rauðmagi 25 kg
Grásleppa 14 kg
Steinbítur 4 kg
Skarkoli 2 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 107 kg
4.3.24 Drangey SK 2 Botnvarpa
Þorskur 99.317 kg
Karfi 19.436 kg
Ýsa 12.495 kg
Ufsi 10.627 kg
Langa 2.733 kg
Hlýri 691 kg
Grálúða 405 kg
Blálanga 231 kg
Steinbítur 146 kg
Keila 76 kg
Grásleppa 65 kg
Þykkvalúra 11 kg
Samtals 146.233 kg

Skoða allar landanir »