„Loðnan sem þarna fékkst var hin þokkalegasta“

Polar Ammassak er eina skipið að loðnuveiðum við landið og …
Polar Ammassak er eina skipið að loðnuveiðum við landið og hefur það landað tvisvar í Neskaupstað. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Sigmund av Teigum

„Við fengum þetta aðallega 50-60 mílur austur af Langanesi,“ er haft eftir Guðmundi Hallssyni, skipstjóra á grænlenska uppsjávarskipinu Polar Ammassak, á vef Síldarvinnslunnar um síðasta loðnutúr skipsins.

Skipið kom til hafnar í Neskaupstað í gærmorgun með 1.430 tonn af loðnu og er það í annað sinn sem skipið landar loðnufarm á Norðfirði á vertíðinni.

Mikið líf og mikið af hval

„Aflinn fékkst í fimm holum. Í fyrsta holinu fengust 100 tonn en síðan var þetta stigvaxandi og í síðasta holinu fengust 400 tonn. Við þurftum svolítið að hafa fyrir því að finna loðnuna en síðan fundum við þarna góðan blett sem við vorum á. Þarna var þokkalega mikið að sjá og loðna á 7- 8 mílna svæði. Það var virkilega mikið líf þarna og mikið af hval. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson, sem er í loðnuleit, var einmitt kominn á þetta svæði. Loðnan sem þarna fékkst var hin þokkalegasta, 35 – 40 stk. Í kílói. Þessi loðna fer til framleiðslu á mjöli og lýsi hjá Síldarvinnslunni,“ segir Guðmundur.

Hann segir skipið hafa komið í land vegna veðurs. „Það var komin bræla og ljóst er að það verður bræla að minnsta kosti fram á miðvikudag. Við munum bíða eftir að veður lægji og þá verður haldið áfram af fullum krafti. Ég er bjartsýnn og geri ráð fyrir fínni loðnuvertíð.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.2.23 536,03 kr/kg
Þorskur, slægður 2.2.23 634,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.2.23 450,78 kr/kg
Ýsa, slægð 2.2.23 370,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.2.23 319,84 kr/kg
Ufsi, slægður 2.2.23 425,37 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 27.1.23 237,00 kr/kg
Djúpkarfi 2.2.23 195,00 kr/kg
Gullkarfi 2.2.23 421,42 kr/kg
Litli karfi 2.2.23 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.2.23 Straumey EA-050 Lína
Þorskur 2.753 kg
Ýsa 821 kg
Steinbítur 16 kg
Hlýri 7 kg
Samtals 3.597 kg
2.2.23 Fanney EA-048 Landbeitt lína
Þorskur 1.054 kg
Ýsa 469 kg
Samtals 1.523 kg
2.2.23 Pálína Þórunn GK-049 Botnvarpa
Skarkoli 5.700 kg
Steinbítur 1.188 kg
Samtals 6.888 kg
2.2.23 Auður Vésteins SU-088 Lína
Þorskur 199 kg
Keila 96 kg
Ýsa 14 kg
Gullkarfi 5 kg
Hlýri 4 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 322 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.2.23 536,03 kr/kg
Þorskur, slægður 2.2.23 634,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.2.23 450,78 kr/kg
Ýsa, slægð 2.2.23 370,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.2.23 319,84 kr/kg
Ufsi, slægður 2.2.23 425,37 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 27.1.23 237,00 kr/kg
Djúpkarfi 2.2.23 195,00 kr/kg
Gullkarfi 2.2.23 421,42 kr/kg
Litli karfi 2.2.23 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.2.23 Straumey EA-050 Lína
Þorskur 2.753 kg
Ýsa 821 kg
Steinbítur 16 kg
Hlýri 7 kg
Samtals 3.597 kg
2.2.23 Fanney EA-048 Landbeitt lína
Þorskur 1.054 kg
Ýsa 469 kg
Samtals 1.523 kg
2.2.23 Pálína Þórunn GK-049 Botnvarpa
Skarkoli 5.700 kg
Steinbítur 1.188 kg
Samtals 6.888 kg
2.2.23 Auður Vésteins SU-088 Lína
Þorskur 199 kg
Keila 96 kg
Ýsa 14 kg
Gullkarfi 5 kg
Hlýri 4 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 322 kg

Skoða allar landanir »