Flutningaskip strandaði á Húnaflóa

Stórflutningaskipið, Wilson Skaw, strandaði á Húnaflóa í dag.
Stórflutningaskipið, Wilson Skaw, strandaði á Húnaflóa í dag. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Norska stórflutningaskipið, Wilson Skaw, strandaði við Ennishöfða á Húnaflóa í dag. Skipið var á leið frá Hvammstanga til Hólmavíkur þegar það strandaði, samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Skipið er um 4.000 brúttótonn að þyngd og um 113 metra langt.

Skipstjórinn tilkynnti Landhelgisgæslunni um strandið á þriðja tímanum. Varðskipið Freyja, sem statt var í Skagafirði, var kallað út sem og áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þá var björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Skagaströnd sömuleiðis beðið um að halda á vettvang, eins og segir í tilkynningunni.

Staðsetning Wilson Skaw á strandstað samkvæmt Marine traffic heimasíðunni.
Staðsetning Wilson Skaw á strandstað samkvæmt Marine traffic heimasíðunni. Kort/Marine traffic

Aðstæður góðar og veður með besta móti

Samkvæmt skipstjóra flutningaskipsins er líðan áhafnarinnar góð, aðstæður á strandstað góðar og veður með besta móti.

Gert er ráð fyrir að varðskipið Freyja verði komið á strandstað um kvöldmatarleytið en þá verða næstu skref metin. Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar á staðinn eftir rúma klukkustund.

Landhelgisgæslan hefur gert Umhverfisstofnun viðvart um strandið.

Á slæmum stað að mati heimamanns

Torfi Halldórsson, bóndi á Broddadalsá, bæ í næsta nágrenni við strandstaðinn, segir í samtali við mbl.is að það líti út fyrir að um slæman stað fyrir strand sé að ræða. Hann var sjálfur ekki á staðnum þegar mbl.is náði á hann, en hafði fengið upplýsingar um hvar utan Ennishöfða skipið væri. Segir hann staðsetninguna mjög slæma. Skipið sé nú fyrir miðjum Húnaflóa og ef það geri norðanátt verði erfitt að bjarga því. Þá sé þarna aðeins grjótharður botn, klappir og sker en ekki sandur.

Uppfært klukkan 22.50:

Í fréttaflutningi af málinu í dag var stórflutningaskipið, Wilson Skaw, fyrir misskilning sagt vera áburðarflutningaskip. Hið rétta er að skipið er stórflutningaskip sem í þessari siglingu var að flytja salt á milli hafna. Það hefur nú verið leiðrétt.

Gert er ráð fyrir að varðskipið Freyja verði komið á …
Gert er ráð fyrir að varðskipið Freyja verði komið á strandstað um kvöldmatarleytið. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.10.23 554,46 kr/kg
Þorskur, slægður 2.10.23 370,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.10.23 287,51 kr/kg
Ýsa, slægð 2.10.23 261,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.10.23 245,14 kr/kg
Ufsi, slægður 2.10.23 278,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.23 301,00 kr/kg
Gullkarfi 2.10.23 337,93 kr/kg
Litli karfi 21.9.23 13,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.10.23 208,05 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.10.23 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 264 kg
Keila 233 kg
Ýsa 104 kg
Steinbítur 46 kg
Karfi 25 kg
Hlýri 11 kg
Samtals 683 kg
2.10.23 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 595 kg
Keila 564 kg
Ýsa 248 kg
Steinbítur 230 kg
Hlýri 113 kg
Ufsi 25 kg
Karfi 8 kg
Samtals 1.783 kg
2.10.23 Óli Á Stað Línutrekt
Karfi 106 kg
Samtals 106 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.10.23 554,46 kr/kg
Þorskur, slægður 2.10.23 370,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.10.23 287,51 kr/kg
Ýsa, slægð 2.10.23 261,79 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.10.23 245,14 kr/kg
Ufsi, slægður 2.10.23 278,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.23 301,00 kr/kg
Gullkarfi 2.10.23 337,93 kr/kg
Litli karfi 21.9.23 13,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.10.23 208,05 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.10.23 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 264 kg
Keila 233 kg
Ýsa 104 kg
Steinbítur 46 kg
Karfi 25 kg
Hlýri 11 kg
Samtals 683 kg
2.10.23 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 595 kg
Keila 564 kg
Ýsa 248 kg
Steinbítur 230 kg
Hlýri 113 kg
Ufsi 25 kg
Karfi 8 kg
Samtals 1.783 kg
2.10.23 Óli Á Stað Línutrekt
Karfi 106 kg
Samtals 106 kg

Skoða allar landanir »