Hefur á 50 árum borið 198.471 tonn að landi

Ljósafellið fagnar 50 ára afæli í dag.
Ljósafellið fagnar 50 ára afæli í dag. Ljósmynd/Jónína Óskarsdóttir

Ljósafell SU-70, skip Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, fagnar í dag fimmtíu ára afmæli. Klukkan sex að morgni í tveggja stiga hita og léttskýjuðu íslensku vorveðri þann 31. maí 1973 lagðist skipið í fyrsta sinn við bryggju í heimahöfn sinni á Búðum í Fáskrúðsfirði. Frá komu skipsins hefur Ljósafell borið að landi 198.471 tonn og 470 kíló af fiski.

Fram kemur í færslu á vef Loðnuvinnslunnar að Ljósafell hafi sjómannadaginn 3. júní 1973 haldið í skemmtisiglingu með fullt skip af fólki, hefð sem sem haldist hefur í hálfa öld. Fyrsta veiðiferð skipsins hófst síðan 7. júní það ár og landaði 106 tonnum á Fáskrúðsfirði viku seinna.

Ljósfell SU kemur til heimahafnar á Fáskrúðsfirði í fyrtsa sinn …
Ljósfell SU kemur til heimahafnar á Fáskrúðsfirði í fyrtsa sinn 31. maí 1973. mbl.is/Albert Kemp

Á þessum fimmtíu árum hafa einungis verið fjórir fastráðnir skipstjórar á skipinu. Það eru þeir Guðmundur Ísleifur Gíslason, Albert Stefánsson, ( báðir látnir)  Ólafur Helgi Gunnarsson og Hjálmar Sigurjónsson.  Starfandi skipstjóri á Ljósafelli í dag er Kristján Gísli Gunnarsson í forföllum Hjálmars.

Þó nokkrar breytingar hafa verið gerðar á skipinu í gegnum tíðina. Árið 1989 var skipið lengt um 6,6 metra skipt um brú, sett á það pera, skipt um aðalvél og togspil. Síðan var 2007 hafist handa við að endurnýja eldhúsið og matvælakælar færðir aftur í, auk þess sem sett voru um borð ný togspil, tæki í brú yfirfarinn og endurnýjuð og aðalvélin yfirfarin.

Fyrir komu skipsins hafði trébátur í eigu Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga borið nafnið Ljósafell. „Hefur þessum fleyjum er bera þetta fallega, bjarta nafn farnast vel. Í norðanverðum Fáskrúðsfirði stendur reisulegt fjall sem ber heitið Ljósafjall og er nafnið dregið þaðan, líkt og hefð er orðin fyrir hjá Kaupfélaginu og Loðnuvinnslunni, dótturfélagi þess, þar sem skip og bátar hljóta nöfn af fjöllum sem standa vörð um Fáskrúðsfjörð,“ segir í færslunni.

Boðið var upp á köku í tilefni afmælisins í dag.
Boðið var upp á köku í tilefni afmælisins í dag. Ljósmynd/Loðnuvinnslan

Átta sigldu skipinu frá Japan

Ljósafell er ísfisktogari smíðaður í Muroran í Japan. Um er að ræða tíunda og seinasta skip sinnar tegundar sem smíðað var í Japan fyrir Íslendinga. Af þessum tíu eru aðeins tvö sem enn eru gerð út hér á landi og er það auk Ljósafells Múlabergið sem Rammi gerir út frá Siglufirði.

Átta manna áhöfn sigldi Ljósafelli til Fáskrúðsfjarðar frá Muroran og voru það:

  • Guðmundur Ísleifur Gíslason, skipstjóri
  • Pétur Jóhannsson, fyrsti stýrimaður
  • Haraldur Benediktsson, annar stýrimaður
  • Gunnar Ingvarsson, vélstjóri
  • Rafn Valgeirsson, annar vélstjóri
  • Jón Erlingur Guðmundsson, þriðji vélstjóri sem jafnframt var útgerðarstjóri
  • Hjalti Kristjánsson, matsveinn
  • Gunnar Geirsson, háseti

Löng sigling

Loðnuvinnslan hefur birt fyrstu færslur í leiðarbók Ljósafells og er sú fyrsta: „Föstudagurinn 6.apríl 1973. Kl. 16.00 að staðartíma var skipið afhent með undirskrift. Sögð nokkur orð af Jóni Erlingi og nokkrum Japönum. Skálað í kampavíni. Síðan buðu seljendur í kvöldverð. Fór hann að öllu leiti vel fram. Skipshöfnin flutti um borð.“

„Laugardaginn 7.apríl. Íslenski fáninn dreginn að húni.  Tekið um borð síðustu nauðsynjar fyrir skipið.  Lögð síðasta hönd á alla vinnu.  Allt virðist í besta lagi.“

Árið 1973 var Súez-skurðurinn lokaður vegna stríðsátaka milli Egypta og Ísraels og þurfti því skipið að sigla í mun lengri austurleið til Íslands frá Japan. Þann 8. maí 1973 voru landfestar leystar og stefnan sett á Honólúlú á Havaíeyjum.

Ellefu daga tók að sigla til Honólúlú og „lesa má í leiðarbókinni að vel hafi gengið, veðrið afar gott, reyndar svo gott að áhöfnin skellti upp sundlaug á efra dekki.  En á þriðja degi siglinga fannst laumufarþegi um borð.  Reyndist það vera rotta sem hafði laumað sér með en treglega gekk að handsama gestinn og tókst það ekki fyrr en á fimmta degi,“ segir í færslu á vef Loðnuvinnslunnar.

Frá Havaíeyjum var stefnan sett á Panama og tók siglingin þangað 18 daga en við tók sigling um Panama-skurðinn. Tekin var olía í hafnarborginni Kristóbal og hófst löng sigling til Íslands 14. maí, en sem fyrr segir kom skipið til hafnar á Fáskrúðsfirði 31. maí 1973.

Karfi í trolli Ljósafell á miðunum miðjan júlí 2022 Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðiráðið …
Karfi í trolli Ljósafell á miðunum miðjan júlí 2022 Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðiráðið hefur ákveðið að þrengja að veiðum á karfa á Reykjaneshrygg. Vísindamenn segja stofninn illa haldinn. Þorgeir Baldursson
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 20.939 kg
Skarkoli 505 kg
Þorskur 191 kg
Steinbítur 30 kg
Samtals 21.665 kg
18.9.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 4.702 kg
Þorskur 3.032 kg
Langlúra 147 kg
Ufsi 60 kg
Karfi 44 kg
Sandkoli 41 kg
Samtals 8.026 kg
18.9.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 4.556 kg
Skarkoli 2.602 kg
Ýsa 2.186 kg
Steinbítur 196 kg
Sandkoli 95 kg
Samtals 9.635 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 20.939 kg
Skarkoli 505 kg
Þorskur 191 kg
Steinbítur 30 kg
Samtals 21.665 kg
18.9.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 4.702 kg
Þorskur 3.032 kg
Langlúra 147 kg
Ufsi 60 kg
Karfi 44 kg
Sandkoli 41 kg
Samtals 8.026 kg
18.9.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 4.556 kg
Skarkoli 2.602 kg
Ýsa 2.186 kg
Steinbítur 196 kg
Sandkoli 95 kg
Samtals 9.635 kg

Skoða allar landanir »