„Munu væntanlega ekki landa í Grindavík í bráð“

Hafnarstjóri Grindavíkurhafnar segir að sem betur fer sé lítið af …
Hafnarstjóri Grindavíkurhafnar segir að sem betur fer sé lítið af skipum í höfninni á þessum árstíma. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hafnarstjóri Grindavíkurhafnar gerir ekki ráð fyrir því að skip muni landa við höfnina í bráð. Hann segist sjálfur bíða eftir upplýsingum, eins og aðrir, um hvenær og hvort fara megi inn í bæinn til að huga að eigum.

Öll umferð um Grindavíkurhöfn er lokað eins og annarri umferð inn í bæinn, sem var rýmdur í gær í kjölfar þess að neyðarstigi var lýst yfir i Grindavík. 

Lítið af skipum í höfninni

„Sem betur fer er lítið af skipum í höfninni,“ segir Sigurður Arna Kristmundsson, hafnarstjóri Grindavíkurhafnar, enda nú sá tími árs sem alla jafna er frekar rólegur við Grindavíkurhöfn. Þrátt fyrir það eru einhverjir smábátar í höfn, en Sigurður hefur ekki nákvæma tölu um hve margir þeir eru. 

„Við erum sjálfir með bát í höfninni, hafnsögubáturinn er þarna. Við höfum ekki fengið upplýsingar um hvenær við fáum heimild til að fara og sækja hann,“ segir Sigurður sem kveðst ekki hafa fengið neinar upplýsingar um næstu skref. 

Hann segist þó ekki vera sá eini sem bíður fregna um það hvort og þá hvenær leyfi fæst til að fara inn í bæinn, til að huga að eigum, enda mikið af verðmætum eignum og fyrirtækjum í Grindavík. 

Eru einhverjir bátar úti sem þurfa að sækja til annarra hafna?

„Já, ég geri ráð fyrir því að menn sæki inn í flóann til Sandgerðis, inn í Þorlákshöfn eða til næstu hafnar,“ segir Sigurður og bætir við:

„Skipin munu væntanlega ekki landa í Grindavík í bráð, sem eiga annars að landa þar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 414,12 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,73 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 392,47 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 126,32 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,47 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.5.24 Gammur SK 12 Grásleppunet
Grásleppa 665 kg
Þorskur 151 kg
Samtals 816 kg
17.5.24 Sæbjörg EA 184 Þorskfisknet
Þorskur 160 kg
Samtals 160 kg
17.5.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 2.801 kg
Karfi 84 kg
Ufsi 75 kg
Samtals 2.960 kg
17.5.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Grásleppunet
Grásleppa 612 kg
Þorskur 105 kg
Skarkoli 46 kg
Samtals 763 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.5.24 414,12 kr/kg
Þorskur, slægður 17.5.24 510,73 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.5.24 392,47 kr/kg
Ýsa, slægð 17.5.24 265,68 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.5.24 126,32 kr/kg
Ufsi, slægður 17.5.24 194,59 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 17.5.24 177,47 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.5.24 Gammur SK 12 Grásleppunet
Grásleppa 665 kg
Þorskur 151 kg
Samtals 816 kg
17.5.24 Sæbjörg EA 184 Þorskfisknet
Þorskur 160 kg
Samtals 160 kg
17.5.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 2.801 kg
Karfi 84 kg
Ufsi 75 kg
Samtals 2.960 kg
17.5.24 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Grásleppunet
Grásleppa 612 kg
Þorskur 105 kg
Skarkoli 46 kg
Samtals 763 kg

Skoða allar landanir »