Leggur til friðun Eyjafjarðar og Öxarfjarðar

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur birt frumvapsdrög í samráðsgátt er varðar …
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur birt frumvapsdrög í samráðsgátt er varðar ný heildarlög um lagareldi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í frumvarpi Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi er gert ráð fyrir að Eyjafjörður og Öxarfjörður verði friðaðir og að eldi laxfiska verði þar með óheimilt í fjörðunum. Samhliða þessu er lagt til að ýmis ákvæði er snýr að sjókvíaeldi á Íslandi verði hert.

Lagareldisfurmvarpið hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda og er því ætlað er að skapa heildarramma fyrir eldis- og ræktunargreinar. „Markmið frumvarpsins er að skapa lagareldi á Íslandi skilyrði til verðmætasköpunar innan ramma sjálfbærrar nýtingar og með vistkerfisnálgun að leiðarljósi,“ segir í kynningu frumvarpsins í samráðsgátt.

Gert ráð frá þó nokkrum breytingum er varða sjókvíaeldi og má meðal annars finna tillögur um að áhættumat erfðablöndunar verði gefið út í formi fjölda fiska í stað lífmassa, að hlutverk Hafrannsóknastofnunar verði skýrara, að innleiðing smitvarnarsvæða verði áhættustýrt og fyrirkomulag úthlutunar rekstrarleyfi verði breytt.

Einnig er lagt til að eftirlit Matvælastofnunar með sjókvíaeldi verði aukið, að leyfilegur lífmassi í sjó verði minnkaður vegna affalla og lúsasmits, auk þess sem reglur um kynþroska fisk verða hertar.

Um 40% allra umsagna sem bárust um fyrirhugaða stefnu stjórnvalda á sviði lagareldis til ársins 2040, sem frumvarpsdrögin byggja á, voru áskorun til stjórnvalda um að banna sjókvíaeldi. Ekki verður séð að orðið hafi verið við þeirri kröfu. 

Rammi um landeldi og hafeldi

Í frumvarpinu er í fyrsta sinn fjallað sérstaklega um landeldi. „Viðamesti hluti umfjöllunarinnar varðar smitvarnir,“ að því er segir í kynningunni. Þá er einnig lagt til að settur verði rammi um starfrækslu og eftirlit landeldisstöðva sem og útgáfu rekstrarleyfis til landeldis og afturköllun þess.

Fjallað er um hafeldi í tveimur köflum en bent er á að um er að ræða grein „sem ekki er hafin á Íslandi en aukinn áhugi hefur verið á starfseminni síðastliðin ár. Til að komast að því hvort og hvar hafeldi sé vænlegt í íslenskri lögsögu þarf að ráðast í fjölmargar og ítarlegar rannsóknir. Sníða þarf ramma utan um þær rannsóknir. Þá verður einnig að skapa ramma utan um leyfisveitingaferlið en miklu máli skiptir að fyrirsjáanleiki og skýr löggjöf sé fyrir hendi til að styðja við fyrstu skref greinarinnar.“

Stjórnað á grundvelli skilgreindra mælikvarða

Í kynningunni segir að í frumvarpinu sé lagt til „að innleiddar verði þær aðgerðir sem fram koma í drögum að stefnu fyrir lagareldi sem hafa m.a. það að markmiði að lagareldi verði stjórnað á grundvelli skilgreindra mælikvarða sem stuðla þar með að því að greinin hafi sem minnst áhrif á umhverfi sitt, vistkerfi eða villta stofna, og sem tryggja að dýravelferð og sjúkdómar séu með besta hætti á heimsvísu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.4.24 481,16 kr/kg
Þorskur, slægður 12.4.24 626,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.4.24 372,30 kr/kg
Ýsa, slægð 12.4.24 268,11 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.4.24 86,92 kr/kg
Ufsi, slægður 12.4.24 235,89 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 12.4.24 244,40 kr/kg
Litli karfi 11.4.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.4.24 Kolga BA 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.169 kg
Þorskur 121 kg
Rauðmagi 60 kg
Steinbítur 18 kg
Samtals 2.368 kg
13.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 2.226 kg
Sandkoli 69 kg
Þorskur 37 kg
Grásleppa 26 kg
Þykkvalúra 6 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 2.367 kg
13.4.24 Án BA 77 Grásleppunet
Grásleppa 1.579 kg
Þorskur 35 kg
Rauðmagi 34 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 1.650 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.4.24 481,16 kr/kg
Þorskur, slægður 12.4.24 626,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.4.24 372,30 kr/kg
Ýsa, slægð 12.4.24 268,11 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.4.24 86,92 kr/kg
Ufsi, slægður 12.4.24 235,89 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 12.4.24 244,40 kr/kg
Litli karfi 11.4.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.4.24 Kolga BA 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.169 kg
Þorskur 121 kg
Rauðmagi 60 kg
Steinbítur 18 kg
Samtals 2.368 kg
13.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 2.226 kg
Sandkoli 69 kg
Þorskur 37 kg
Grásleppa 26 kg
Þykkvalúra 6 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 2.367 kg
13.4.24 Án BA 77 Grásleppunet
Grásleppa 1.579 kg
Þorskur 35 kg
Rauðmagi 34 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 1.650 kg

Skoða allar landanir »