Stofnendur Samherja eignast Optimar

Optimar er nú að fullu í eigu samstæðu Kaldbaks sem …
Optimar er nú að fullu í eigu samstæðu Kaldbaks sem er fjárfestingafélag stofnenda Samherja og fjölskyldna þeirra. Ljósmynd/Optimar

Fjárfestingafélagið Kaldbakur ehf. hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé í hátæknifyrirtækinu Optimar International AS (Optimar) af þýska eignarhaldsfélaginu Franz Haniel & Cie. GmbH (Haniel), að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Ekki er upplýst um kaupverð.

Optimar er leiðandi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á sjálfvirkum fiskvinnslukerfum til notkunar um borð í fiskiskipum, á landi og í fiskeldi, en Kaldbakur er fjárfestingafélag í eigu tveggja stofnenda Samherja, Þorsteins Más Baldvinssonar og Kristjáns Vilhelmssonar, og fjölskyldum þeirra.

Optimar framleiðir hátæknilausnir fyrir fiskvinnslur á landi og um borð …
Optimar framleiðir hátæknilausnir fyrir fiskvinnslur á landi og um borð í skip. Ljósmynd/Optimar

Optimar hefur höfuðstöðvar í Álasundi í Noregi og hefur starfsstöðvar auk Noregs, á Spáni, í Rúmeníu og Bandaríkjunum, en fyrirtækið þjónustar viðskiptavini í fleiri en 30 ríkjum. Fram kemur að ekki eru fyrirhugaðar breytingar á rekstri Optimar.

„Optimar er traustur þjónustuaðili við sjávarútveginn á heimsvísu. Fyrirtækið býr yfir mikilli reynslu, þekkingu og viðskiptasamböndum. Við erum spennt fyrir þeim tækifærum sem þessi fjárfesting mun skapa, bæði fyrir Optimar og fyrir önnur fyrirtæki í okkar eigu,“ segir Eiríkur S. Jóhannsson, framkvæmdastjóri Kaldbaks, í tilkynningunni.

Eiríkur S. Jóhannsson var um nokkurt skeið framkvæmdastjóri Slippsins AKureyri, …
Eiríkur S. Jóhannsson var um nokkurt skeið framkvæmdastjóri Slippsins AKureyri, en er nú framkvæmdastjóri Kaldbaks ehf. Ljósmynd/Slippurinn

Aðskilið fjárfestingafélag

Kaldbakur ehf. var að fullu aðskilið frá Samherja árið 2022 og tók þá fékagið yfir eignir sem Samherji hafði eignast í gegnum árin en voru ekki hluti af kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Meðal eigna Kaldbaks eru hlutabréf í REM Offshore AS, Högum hf., Slippnum Akureyri ehf., Jarðborunum hf., Sjóvá hf. og Bergfrost P/F.

Meginmarkmið Kaldbaks er sagt í tilkynningunni vera að „skapa langtímaverðmæti með virku eignarhaldi. Kaldbakur státar af margþættum eignagrunni í atvinnugreinum sem spanna sjávarútveg, orku, matvælavinnslu og smásöluiðnað sem endurspeglar stefnu um fjölbreytni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.4.24 481,16 kr/kg
Þorskur, slægður 12.4.24 626,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.4.24 372,30 kr/kg
Ýsa, slægð 12.4.24 268,11 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.4.24 86,92 kr/kg
Ufsi, slægður 12.4.24 235,89 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 12.4.24 244,40 kr/kg
Litli karfi 11.4.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.4.24 Júlía SI 62 Grásleppunet
Grásleppa 4.040 kg
Þorskur 317 kg
Skarkoli 40 kg
Rauðmagi 9 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 4.413 kg
13.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 4.467 kg
Þorskur 402 kg
Samtals 4.869 kg
13.4.24 Fíi ÞH 11 Grásleppunet
Grásleppa 1.319 kg
Þorskur 316 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 1.638 kg
13.4.24 Bjargfugl RE 55 Grásleppunet
Grásleppa 1.207 kg
Þorskur 116 kg
Rauðmagi 24 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 1.350 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.4.24 481,16 kr/kg
Þorskur, slægður 12.4.24 626,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.4.24 372,30 kr/kg
Ýsa, slægð 12.4.24 268,11 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.4.24 86,92 kr/kg
Ufsi, slægður 12.4.24 235,89 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 12.4.24 244,40 kr/kg
Litli karfi 11.4.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.4.24 Júlía SI 62 Grásleppunet
Grásleppa 4.040 kg
Þorskur 317 kg
Skarkoli 40 kg
Rauðmagi 9 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 4.413 kg
13.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 4.467 kg
Þorskur 402 kg
Samtals 4.869 kg
13.4.24 Fíi ÞH 11 Grásleppunet
Grásleppa 1.319 kg
Þorskur 316 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 1.638 kg
13.4.24 Bjargfugl RE 55 Grásleppunet
Grásleppa 1.207 kg
Þorskur 116 kg
Rauðmagi 24 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 1.350 kg

Skoða allar landanir »

Loka