Náðu 42 þúsund tonnum á tveimur mánuðum

Hafrafell SU er aflamesti krókaaflamarksbáturinn í þorski á fyrstu tveimur …
Hafrafell SU er aflamesti krókaaflamarksbáturinn í þorski á fyrstu tveimur mánuðum ársins með 474 tonn. Ljósmynd/Loðnuvinnslan

Óhætt er að segja að vetrarvertíðin hafi farið vel af stað en íslensku fiskiskipin lönduðu tæplega 42 þúsund tonnum af þorski í janúar og febrúar. Stórþorskur virðist vera á öllum miðum og skiptir engu hvort um er að ræða austan- eða vestanlands.

Var greint frá því í byrjun febrúar að áhöfnin á línubátnum Vigur SF, sem gerður er út frá Hornafirði, hafi líklega sett met í afla úr einni lögn þegar náðust 48 tonn á 18 þúsund króka. Vigur SF landaði um 307 tonnum af þorski á fyrstu tveimur mánuðum ársins.

Sá krókaaflamarksbátur sem landaði mestum þorskafla á fyrstu tveimur mánuðum ársins var Hafrafell SU sem Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði gerir út og var báturinn með 474 tonn af þorksi samkvæmt skráningu Fiskistofu. Á eftir fylgir annar bátur sömu útgerðar, Sandfell SU með 473 tonn.

Á eftir fylgir Stakkhamar SH með 409 tonn, Tryggvi Eðvarðs SH nmep 397 tonn af þorski og svo Einar Guðnason ÍS með 393 tonn.

Snæfellingum gengur vel

Þórsnes SH sem gert er út frá Stykkishólmi er aflahæsta fiskiskipið í þorski á fyrstu tveimur mánuðum ársins með 1.219 tonn. Á eftir fylgir annar Snæfellingur, Bárður SH, með 1.039 tonn af þorski.

Á eftir fylgja Skagfirðingarnir Drangey SK og Málmey SK með 963 tonn og 889 tonn. Svo Páll Pálsson ÍS með 876 tonn.

Enginn vafi er um að Snæfellingum hafi gengið vel að afla þorsk á þessum tveimur mánuðum því Rifsnes SH er með sjötta mesta þroskaflann, tæp 865 tonn. Þar á eftir er síðan Tjaldur SH með 849 tonn af þorski.

Þórsnes SH hefur landað mestum þorskafla í janúar og febrúar.
Þórsnes SH hefur landað mestum þorskafla í janúar og febrúar. Ljósmynd/Jón Þór Ásgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 9.511 kg
Steinbítur 5.003 kg
Hlýri 610 kg
Langa 165 kg
Ýsa 147 kg
Ufsi 95 kg
Keila 34 kg
Karfi 26 kg
Skarkoli 11 kg
Samtals 15.602 kg
26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 9.511 kg
Steinbítur 5.003 kg
Hlýri 610 kg
Langa 165 kg
Ýsa 147 kg
Ufsi 95 kg
Keila 34 kg
Karfi 26 kg
Skarkoli 11 kg
Samtals 15.602 kg
26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg

Skoða allar landanir »