13,3 milljarða metútflutningur eldisafurða

Útflutningsverðmæti eldisafurða nam 13,3 milljörðum króan á fyrstu tveimur mánuðum …
Útflutningsverðmæti eldisafurða nam 13,3 milljörðum króan á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Það er 35% meira en á smaa tíma á síðasta ári. mbl.is/Helgi Bjarnason

„Framleiðsla og útflutningur á eldisafurðum hefur farið afar vel af stað í byrjun árs,“ segir í nýjustu færslu Radarsins, mælaborði sjávarútvegsins. Er þar vakin athygli á því að á fyrstu tveimur mánuðum ársins hafi útflutningsverðmæti eldisafurða náð 13,3 milljörðum króna sem er mesta upphæð á þessu tímabili í sögu fiskeldis á Íslandi.

„Útflutningsverðmæti eldisafurða í janúar og febrúar er þannig er 35% hærri en frá fyrra ári í krónum talið og rúmlega 39% á föstu gengi. Nýliðinn febrúarmánuður er þriðji stærsti útflutningsmánuðurinn frá upphafi og janúar er sá fjórði. Því er óhætt að segja að eldisárið byrji með látum,“ segir í færslunni.

Mynd/Radarinn

Ekki nóg með útflutningsverðmæti eldisafurða hafi vaxið gríðarlega hefur hlutfall þessa afurða af vöruútflutnings Íslendinga í heild aukist.

„Vægi eldisafurða í vöruútflutningi var þannig 8,4% í janúar og febrúar. Síðustu ár hefur vægi þeirra verið í kringum 6% á fyrstu tveimur mánuðum ársins og var 6,4% á síðasta ári. Þetta má lesa úr bráðabirgðatölum Hagstofunnar um vöruviðskipti sem birtar voru í síðustu viku. Þar eru ekki birt útflutningsverðmæti eða magn niður á einstaka tegundir, en þær tölur verða birtar í lok þessa mánaðar. Gera má fastlega ráð fyrir að yfir 90% þessara 13,3 milljarða megi rekja til útflutnings á laxi, en hlutfall lax var um 92% í janúar.“

Jákvæð tíðindi í kjölfar samdráttar

Er aukinn útflutningur í byrjun árs sagðar „afar jákvæðar fréttir“ og er vísað til samdráttar í framleiðslu eldisafurða á síðasta ári.

„Rekja má þann samdrátt að mestu leyti til veirusmits og viðbragða vegna þess á Austfjörðum í lok árs 2021. Fiskur sem annars hefði komið til framleiðslu árið 2023 var þannig fjarlægður úr kvíum en rúmlega 60% minni framleiðsla var á Austfjörðum á síðasta ári miðað við árið áður. Góður gangur var hins vegar á Vestfjörðum þar sem um 20% aukning var á framleiðslu á eldisfiski, þar sem lax leikur lykilhlutverk.“

Þá er bent á að aukning varð í framleiðslu og útflutningi á bleikju og senegalflúru milli áranna 2022 og 2023, en samdráttur var í regnbogasilungi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 405,57 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 200,44 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 100,62 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 163,13 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.4.24 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.076 kg
Steinbítur 244 kg
Ýsa 220 kg
Ufsi 56 kg
Karfi 18 kg
Keila 16 kg
Langa 8 kg
Samtals 1.638 kg
26.4.24 Neisti HU 5 Grásleppunet
Grásleppa 1.711 kg
Þorskur 123 kg
Skarkoli 4 kg
Rauðmagi 3 kg
Samtals 1.841 kg
26.4.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 9.511 kg
Steinbítur 5.003 kg
Hlýri 610 kg
Langa 165 kg
Ýsa 147 kg
Ufsi 95 kg
Keila 34 kg
Karfi 26 kg
Skarkoli 11 kg
Samtals 15.602 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 405,57 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 200,44 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 100,62 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 163,13 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.4.24 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.076 kg
Steinbítur 244 kg
Ýsa 220 kg
Ufsi 56 kg
Karfi 18 kg
Keila 16 kg
Langa 8 kg
Samtals 1.638 kg
26.4.24 Neisti HU 5 Grásleppunet
Grásleppa 1.711 kg
Þorskur 123 kg
Skarkoli 4 kg
Rauðmagi 3 kg
Samtals 1.841 kg
26.4.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 9.511 kg
Steinbítur 5.003 kg
Hlýri 610 kg
Langa 165 kg
Ýsa 147 kg
Ufsi 95 kg
Keila 34 kg
Karfi 26 kg
Skarkoli 11 kg
Samtals 15.602 kg

Skoða allar landanir »