Stöðva gervihnattaútsendingar fyrir sjófarendur

Ríkisútvarpið hefur ákveðið að hætta útsendingum efnis um grevihnetti fyrir …
Ríkisútvarpið hefur ákveðið að hætta útsendingum efnis um grevihnetti fyrir sjófarendur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í sumar hættir Ríkisútvarpið (RÚV) dreifingu hljóðvarps- og sjónvarpsefnis um gervihnött sem stofnunin segir aðeins hafa nýst sjófarendum. Vísar stofnunin til þess að ný tækni geri sjófarendum kleift að sækja efnið með öðrum hætti og er gert ráð fyrir að RÚV spari um 40 milljónir króna á ári með aðgerðinni.

„Um árabil hafa stjórnvöld staðið fyrir stafrænni hljóðvarps- og sjónvarpsútsendingu dagskrár RÚV um gervihnött. Þessi útsending hefur einkum verið ætluð sjófarendum, og var lengst af fjármögnuð með sérstökum fjárveitingum stjórnvalda, ýmist með sérstöku framlagi á fjáraukalögum eða framlögum ráðuneyta. Fyrir um áratug var sérstök viðbótarfjárveiting ákvörðuð til RÚV á fjárlögum til að standa undir þessum útsendingum, og var á þeim grunni gerður samningur um þessar útsendingar til lengri tíma. Þessi viðbótarfjárveiting var felld niður í hagræðingarskyni fyrir þremur árum,“ segir í minnisblaði RÚV um breytingar á fyrirkomulagi hljóðvarps- og sjónvarpsútsendinga til sjófarenda.

Þá segir að útsending um gervihnött sé ekki hluti af verkefnum stofnunarinnar eða skyldum samkvæmt lögum eða þjónustusamningi við íslenska ríkið.

Sjómenn munu ekki lengur hafa aðgengi að efni RÚV um …
Sjómenn munu ekki lengur hafa aðgengi að efni RÚV um gervihnattaútsendingar. Ljósmynd/Þröstur Njálsson

„Þegar fyrir lá að þessi sérstaka fjárveiting til að standa undir þessum kostnaði hafði verið felld niður var RÚV bundið samkvæmt samningi og hefur því undanfarin ár alfarið borið kostnað af útsendingu um gervihnött. Uppsögn á samningnum var fyrst heimil á síðasta ári og var samningnum því sagt upp sl. sumar með árs uppsagnarfresti.“

RÚV bendir á að á Norðurlöndunum er efni ríkismiðlanna NRK, DR, YLE, og SVT dreift til sjófarenda um internetið í gegnum fyrirtækið Allente, sem er sambærileg miðlun á efni og íslensk fjarskiptafyrirtæki bjóða upp á í gegnum IPTV, t.d. Síminn/Radíómiðun.

Bent á bættar internetútsendingar

Mannvit vann á síðasta ári skýrslu fyrir RÚV um sjónvarpsútsendingar til sjófarendur. Þar segir að „miklar breytingar hafa orðið á dreifingu sjónvarpsefnis til almennings með tilkomu hraðvirks internets, þjöppunartækni myndefnis og nýrri tækni. Þessar breytingar hafa leitt til þess að áhorf á sjónvarpsefni hefur að miklu leiti færst frá hefðbundnum útsendingum í lofti eins og DVB -T og móttöku í loftnetum á húsþökum, enda þjónusta við notendur í gegnum net mun sveigjanlegri og aðgengilegri í fjölbreyttari tækjum svo sem tölvum, símum og snjalltækjum.“

Þá bendi flest til þess að svipuð þróun verði í samskiptatækni sem nýtt er af sjófarendum og er bent á þróun á sviði gervihnattatækni.

„Erlendar spár gera jafnvel ráð fyrir að árið 2030 verið fjöldi LEO gervihnatta orðin allt að 60.000, (Starlink hnettir eru í dag um 5.500 stykki) og að háhraða internet verði fáanlegt á hverjum einasta bletti á jörðinni. Auðvelt aðgengi sjófarenda að interneti mun þá líklega hafa þau áhrif að sjófarendur fjárfesta ekki í dýrum VSAT búnaði fyrir sjónvarpsmóttöku heldur munu reiða sig á internet sjónvarps sendingar.“

Leggur Mannvit til að RÚV efli þjónustu sína er varðar internetútsendingar til að mæta þessari þróun meðal annars með því að útbúa sérstaka IP strauma þar sem efni er þjappað þannig að auðveldara sé að taka við því þar sem nettengingar eru takmarkaðar eða gagnamagn dýrt.

Íslensk skip fjárfest í Starlink

Nú þegar eru dæmi um að íslensk skip hafi fjárfest í nýrri samskiptatækni og var greint frá því í apríl síðastliðnum að komið hefði verið upp Starlink-tengingu á Ljósafellinu.

Með búnaðinum hefur óstöðugt síma- og netsamband heyrt sögunni til, 4G móttakari hefur ekki skilað nægilega öflugu sambandi til að hægt væri t.d. að sinna fjarnámi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.7.24 548,75 kr/kg
Þorskur, slægður 26.7.24 540,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.7.24 373,46 kr/kg
Ýsa, slægð 26.7.24 153,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.7.24 161,40 kr/kg
Ufsi, slægður 26.7.24 208,59 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.7.24 543,91 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 958 kg
Þorskur 196 kg
Keila 38 kg
Skarkoli 26 kg
Samtals 1.218 kg
26.7.24 Arnþór EA 37 Handfæri
Þorskur 782 kg
Ufsi 133 kg
Samtals 915 kg
26.7.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 756 kg
Ufsi 482 kg
Samtals 1.238 kg
26.7.24 Gísli EA 221 Handfæri
Þorskur 2.199 kg
Ufsi 26 kg
Samtals 2.225 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.7.24 548,75 kr/kg
Þorskur, slægður 26.7.24 540,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.7.24 373,46 kr/kg
Ýsa, slægð 26.7.24 153,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.7.24 161,40 kr/kg
Ufsi, slægður 26.7.24 208,59 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.7.24 543,91 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 958 kg
Þorskur 196 kg
Keila 38 kg
Skarkoli 26 kg
Samtals 1.218 kg
26.7.24 Arnþór EA 37 Handfæri
Þorskur 782 kg
Ufsi 133 kg
Samtals 915 kg
26.7.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 756 kg
Ufsi 482 kg
Samtals 1.238 kg
26.7.24 Gísli EA 221 Handfæri
Þorskur 2.199 kg
Ufsi 26 kg
Samtals 2.225 kg

Skoða allar landanir »