„Þetta er fáránlegt miðaverð“

Ísraelski söngvarinn Kobi Marimi tekur þátt fyrir hönd gestgjafanna í …
Ísraelski söngvarinn Kobi Marimi tekur þátt fyrir hönd gestgjafanna í ár. AFP

Aðdáendur Eurovision-söngvakeppninnar hafa margir hverjir látið í ljós reiði sína eftir að greint var frá miðaverði á keppnina, sem fer fram í Tel Aviv í Ísrael um miðjan maí. Miðaverð er mun hærra en á keppnina í Portúgal í fyrra.

Samkvæmt ísraelskum fjölmiðlum verður miðaverð á undankvöld og úrslitin á bilinu 210 til 550 Bandaríkjadalir, jafnvirði 25 þúsund króna til 65.600 króna. Miðar á generalprufu kosta frá 95 til 345 dollara, jafnvirði 11.300 króna til 41.100 króna.

Meðalverð á undankvöld í Portúgal í fyrra var 55 dollarar, 6.500 krónur. Því gefur augaleið að æstir aðdáendur þurfa að punga út talsvert meiru til að fylgjast með stjörnunum stíga á sviðið í Tel Aviv. Miðar fara í almenna sölu í næstu viku.

Undankvöldin fara fram 14. og 16. maí og úrslitakvöldið laugardaginn 18. maí. Fjöldi fólks hefur látið óánægju sína í ljós og bent er á að fólk frá fjölmörgum Evrópulöndum muni ekki hafa efni á miðum. Skýringin á hærra miðaverði er sögð mikil öryggisgæsla sem verður í Ísrael á meðan keppnin fer fram.

„Þetta er árleg söngvakeppni í sjónvarpinu. Þetta er ekki einstök upplifun. Þetta snýst um að standa fyrir aftan hávaxið fólk sem veifar fánum í gríð og erg eða að reyna að slá ekki Austurríkismann sem talar yfir uppáhaldslagið þitt,“ skrifar notandi á Twitter við færslu þar sem greint er frá miðaverðinu. Með færslunni er sagt að keppnin sé einstök upplifun.

„Þetta er fáránlegt miðaverð, ég borga ekki fyrir þetta,“ skrifar önnur sem bætir við að hún elski samt keppnina.

Ýmsir listamenn hafa farið fram á að keppn­in verði flutt vegna mann­rétt­inda­brota Ísra­els­rík­is gagn­vart palestínsku þjóðinni og fram­ferðis ísra­elskra stjórn­valda í garð Palestínu­manna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson