Kennir barnsföður sínum um allt

Khloé Kardashian kennir barnsföður sínum um hvernig fór.
Khloé Kardashian kennir barnsföður sínum um hvernig fór. mbl.is/AFP

Khloé Kardashian tók orð sín til baka um helgina og sagði sambandsslitin við barnsföður sinn, Tristan Thompson, ekki vera Jordyn Woods að kenna. Körfuboltakappinn hélt fram hjá Kardashian með Woods í febrúar en Woods er besta vinkona Kylie Jenner. 

Raunveruleikastjarnan greindi frá því um helgina að vikan hefði verið erfið fyrir hana og viðurkenndi að hafa látið orð falla sem hún sæi eftir. Sagði hún þetta framhjáhald ekki hafa verið jafn mikið áfall og fyrst þegar hann hélt fram hjá henni og það komst upp. 

Kardashian sagði að það hefði verið erfitt að manneskja sem hún elskaði og hugsaði um eins og systur sína hefði sært hana svona mikið. Það væri þó ekki hægt að kenna henni um hvernig fór fyrir fjölskyldu hennar og Thompson. 

People greinir frá því að Kardashian/Jenner-fjölskyldan standi 100 prósent á bak við Khloé Kardashian. Heimildarmaður segir að Kanye West líti á alla sem abbast upp á fjölskyldu eiginkonu sinnar sem árás á sig. Er hann sagður tilbúinn til þess að slíta öll tengsl við bæði Jordyn Woods og Tristan Thompson. Eiginkona hans, Kim Kardashian, er sögð öskuill vegna þess sem systir hennar þurfti að ganga í gegnum. 






Khloé Kardashian og Tristan Thompson í barnagleðinni sem þau héldu …
Khloé Kardashian og Tristan Thompson í barnagleðinni sem þau héldu í samstarfi við Amazon í fyrra. skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson