Bannar Clooney að aka mótorhjóli

Amal og George Clooney.
Amal og George Clooney. mbl.is/AFP

George Clooney lenti á spítala í fyrra eftir að hann lenti í vespuslysi. Nú hefur leikarinn greint frá því að kona hans, mannréttindalögfræðingurinn Amal Clooney, hafi bannað honum að keyra bifhjól eftir vespuslysið á Sardiníu. 

„Ég má ekki keyra mótorhjól,“ sagði George Clooney þegar hann var að kynna sjónvarpsþáttaröð sína fyrir efnisveituna Hulu í New York á dögunum að því er fram kemur á vef Daily Mail. „Ég lenti í mjög slæmu slysi. Ég lenti á manni á 110 kílómetra hraða á hjólinu mínu,“ sagði hinn 57 ára gamli leikari og sagðist hafa hætt á hjólum í kjölfarið. 

Sagði Clooney einnig að framleiðandinn Grant Heslov væri hættur að aka bifhjóli en þeir hefðu eyðilagt það fyrir sjálfum sér. 

„Þið fáið aldrei að setjast á bifhjól aftur,“ sagði Clooney að eiginkonur þeirra hefðu sagt. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson