Gera mynd um háskólasvindlsmálið

Felicity Huffman er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Lynette Scavo ...
Felicity Huffman er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Lynette Scavo í þáttunum um aðþrengdu eiginkonurnar. AFP

Sjónvarpsstöðin Liftime hyggst gera sjónvarpsmynd byggða á háskólasvindlsmálinu sem kom upp fyrr á þessu ári. Myndin mun fjalla um tvær forríkar mæður sem eru uppteknar af því að koma börnum sínum inn í góða háskóla og gera allt til að ná því markmiði.

Háskólasvindlsmálið svokallaða kom upp í mars síðastliðnum þegar tvær þekktar leikkonur, þær Lori Loughlin og Felicity Huffman ásamt fleiri foreldrum, voru handteknar fyrir að greiða fúlgur fjár til að svindla börnum sínum inn í góða háskóla. Huffman hefur játað sekt sína, en Loughlin og eiginmaður hennar Mossimo Gianulli halda enn fram sakleysi sínu.

Myndin ber vinnuheitið College Admission Scandal en það gæti tekið breytingum. Huffman og Loughlin munu ekki leika í kvikmyndinni. Gail Katz og Howard Braunstein eru framleiðendur myndarinnar. Ekki er ljóst hvenær hún verður frumsýnd en samkvæmt The Hollywood Reporter verður það í haust.

Leikkonan Lori Loughlin ásamt dætrum sínum sem hún svindlaði inn ...
Leikkonan Lori Loughlin ásamt dætrum sínum sem hún svindlaði inn í háskóla. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki fyllilega hvað þú átt að leggja áherslu á í dag; starfsframann eða fjölskylduna. Frá og með deginum í dag ætti umbrotatímunum að vera lokið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki fyllilega hvað þú átt að leggja áherslu á í dag; starfsframann eða fjölskylduna. Frá og með deginum í dag ætti umbrotatímunum að vera lokið.