Segist vera stórkostlegasti listamaður sem guð hefur skapað

Kanye West segist vera að þjóna guði.
Kanye West segist vera að þjóna guði. AFP

Tónlistarmaðurinn Kanye West fann köllun sína fyrir ekki svo löngu og segist nú þjóna guði. Um helgina talaði hann í messu í Texas í Bandaríkjunum þar sem hann fór ekki leynt með ljósið í lífi sínu né álitið á sjálfum sér að því fram kemur á vef People. 

„Jesús vann sigur. Ég hef nú þegar sagt ykkur frá hrokanum og yfirlætinu í mér. Nú er stórkostlegasti listamaður sem guð hefur nokkurn tímann skapað byrjaður að vinna fyrir hann,“ sagði West og átti þar með við sjálfan sig.

Í messunni sagði West sem hefur glímt við geðhvörf að guð hafi verið til staðar fyrir sig á erfiðum tímum en lengi vel hafði djöfullinn yfirhöndina. West rifjaði upp að guð sendi honum vitranir og veitti innblástur. Hann sagði vera til heimildir fyrir því að hann hafi teiknað kirkju og hafi viljað stofna sinn eigin söfnuð eftir innlögn á spítala í Kaliforníu. Undanfarin misseri hefur hann predikað í einkasöfnuði sínum á sunnudögum. Þangað býður hann vinum og velunnurum. 

Nýjasta plata West kom út í lok október og er innblásin af gospeltónlist og heitir Jesus is King. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hrista svolítið upp í hversdagsleikanum og gera eitthvað óvenjulegt í dag. Hvaða ánægju leitar þú? Hafðu ávallt í huga að leggja þig allan fram til að ná því.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hrista svolítið upp í hversdagsleikanum og gera eitthvað óvenjulegt í dag. Hvaða ánægju leitar þú? Hafðu ávallt í huga að leggja þig allan fram til að ná því.