Ólafur Jóhann kýldur niður

„Ég var kýldur niður þegar mest gekk á,“ segir Ólafur Jóhann Ólafsson, fyrrverandi forstjóri hjá Sony og Time Warner, í viðtali við Loga Bergmann Eiðsson í þáttunum Með Loga. 

Hann lýsir þar afdrifaríku sumarfríi hér á Íslandi þegar hann bjó í New York, stýrði allri PlayStation-framleiðslunni í Kaliforníu og var með Evrópuhöfuðstöðvarnar í London. Þar sem sjálf tækin voru þar að auki búin til í Japan, þurfti hann ítrekað að flakka á milli þessara fjögurra staða og þriggja heimsálfa. Þegar hann svo ætlaði að taka sér sumarfrí í fjóra daga á Íslandi með konunni sinni og tveimur litlum sonum, öðrum nýfæddum, tók líkaminn af honum völdin.

„Þá var ég bara sleginn kaldur og lá lasinn í tvær vikur. Ég var búinn að keyra mig út.“ Hann segir jafnframt að þetta hafi reynst honum holl og góð viðvörun. „Þá fór ég að velta því fyrir mér hvað ég myndi vilja gera þetta lengi, hvort ég vildi kannski halda þessu áfram og lítið sjá af börnunum mínum næstu árin.“

Viðtalið kemur inn á Sjónvarp Símans Premium á fimmtudaginn og verður einnig á dagskrá Símans kl. 20:10 á fimmtudagskvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson