Segist aðeins hafa verið gift þrisvar

Pamela Anderson.
Pamela Anderson. AFP

Leikkonan Pamela Anderson lýsir sjálfri sér í viðtali við The New York Times sem afar rómantískri manneskju að því fram kemur á vef ET. Hún segist alveg vera til í að giftast aftur en fyrr á árinu gekk hún í óformlegt hjónaband með gömlum vini en hætti með honum stuttu seinna. 

And­er­son gekk í hjónaband með hinum 74 ára gamla Jon Peters í janúar en þau hættu saman aðeins 12 dögum eftir athöfnina. Anderson segir að hún og Peters hafi ekki verið löglega gift en áður hafði komið fram að þau hefðu hætt saman áður en þau fylltu út pappíra. „Ég var ekki gift, nei,“ sagði Anderson í viðtalinu þegar hún var spurð út í hjónabandið. „Ég er rómantísk. Ég held að ég sé auðvelt skotmark.“

„Ég veit ekki hvað allt þetta snerist um en ég held að ótti hafi leikið stórt hlutverk,“ sagði Anderson um athöfn sína og Jon Peters. 

„Þetta var bara lítil stund. Stund sem kom og fór en það var aldrei neitt brúðkaup, það var ekkert hjónaband, þetta var ekki neitt. Það er eins og þetta hafi aldrei gerst. Það hljómar undarlega en það var það sem þetta var.“

Anderson og Peters eru gamlir vinir. Undarlegt samband þeirra eða „næstum því hjónaband“ hófst eftir að hún kom heim frá Indlandi. Anderson lýsir því í viðtalinu að hún hafi verið nýkomin heim úr þriggja vikna hugleiðslubúðum á Indlandi. Hún kom heim aftur og aðeins sólahring síðar hitti hún Peters.

„Þetta var svona hvirfilvindsdæmi og því lauk fljótlega og var ekkert. Ekkert líkamlegt. Bara vinátta,“ sagði Anderson og bætti því við að hún væri ekki í sambandi við Peters. 

Anderson segist ekki sjá eftir því sem gerðist á milli hennar og Peters. Hún segist aðeins hafa verið gift þrisvar sinnum og telur upp Tommy Lee, Bob Ritchie og Kid Rock en ekki Jon Peters. Aðpurð segist Anderson vera til í að gifta sig aftur. „Bara einu sinni enn. Bara einu sinni enn góði guð. Bara einu sinni aftur,“ sagði stjarnan. 

Pamela Anderson og Jon Peters greindu frá sambandsslitum eftir 12 …
Pamela Anderson og Jon Peters greindu frá sambandsslitum eftir 12 daga hjónaband. AFP
mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
3
Birgitta Haukdal
4
Anne Thorogood

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hugsanlegt að þú finnir lausn á vandamáli með því að ræða það við vinnufélaga þína. Hugsaðu málið með hjartanu og fylgdu því svo eftir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
3
Birgitta Haukdal
4
Anne Thorogood

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er hugsanlegt að þú finnir lausn á vandamáli með því að ræða það við vinnufélaga þína. Hugsaðu málið með hjartanu og fylgdu því svo eftir.
Loka