Úrslitakvöld Eurovision verður 22. maí

Óvíst er hvort Daði og Gagna­magnið komi að framlagi Íslands …
Óvíst er hvort Daði og Gagna­magnið komi að framlagi Íslands í Eurovision á næsta ári sem fer fram í Rotterdam 18., 20. og 22. maí. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Úrslitakvöld Eurovision fer fram í Rotterdam 22. maí 2021. Undanúrslitakvöldin verða þriðjudaginn 18. maí og fimmtudaginn 20. maí. Eurovision-aðdáendur geta því farið að telja niður en aðeins 337 dagar eru í fyrra undanúrslitakvöldið.

Keppninni í ár var aflýst sökum kórónuveirufaraldursins en keppnin að ári verður haldin í Ahoy-höllinni í Rotterdam, þeirri sömu og til stóð að halda keppnina í ár í. Höllin hefur ekki staðið tóm síðustu vikur heldur var henni breytt í neyðarsjúkrahús sem sinnti sjúklingum sem smituðust af kórónuveirunni. 

Svona var um að litast í Ahoy-höllinni í Rotterdam 16. …
Svona var um að litast í Ahoy-höllinni í Rotterdam 16. maí síðastliðinn, þegar úrslitakvöld Eurovision átti að fara fram í höllinni. Vegna kórónuveirufaraldursins var Eurovision aflýst en keppnishöllin nýttist sem bráðabirgðasjúkrahús. AFP

Skipuleggjendur segja að sviðið verið með sams konar hætti og átti að vera í ár en að öðru leyti verði keppnin skipulögð upp á nýtt. 

Þátttökulöndin mega ekki senda sömu lög í keppnina og valin voru í ár en flytjendum er velkomið að taka þátt að ári og er það í höndum hverrar þjóðar fyrir sig að ákveða. Ríkisútvarpið hefur ekki gefið út með hvaða hætti framlag Íslands að ári verður valið. Daði Freyr Pétursson, sem átti að vera fulltrúi Íslands í ár ásamt Gagnamagninu, sagðist fljótlega eftir að keppninni í ár var aflýst vera tilbúinn að fara út að ári ef þau þurfa ekki að taka þátt í forkeppni hér heima. 

Nú mun hann hins vegar koma fram á tónleikum í London í lok apríl og telur Lauf­ey Helga Guðmunds­dótt­ir, rit­ari Fáses, ólík­legt að að Daði Freyr ætli sér að keppa aft­ur í Eurovisi­on á næsta ári í ljósi tón­leik­anna í London. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson